Handbolti

Fjórtán HM-sigrar í röð hjá Þóri og norsku stelpunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórir Hergeirsson.
Þórir Hergeirsson. Mynd/AFP
Þórir Hergeirsson og stelpurnar hans í norska kvennalandsliðinu í handbolta tryggðu sér í gær sæti í átta liða úrslitum HM í Serbíu. Norska liðið átti ekki miklum vandræðum með Tékka og vann tíu marka sigur, 31-21.

Þórir hefur þar með stýrt liðinu til sigurs í fjórtán HM-leikjum í röð því norsku stelpurnar unnu átta síðustu leiki sína á HM í Brasilíu 2011 og hafa síðan unnið sex fyrstu leiki sína á HM í Serbíu.

Noregur mætir Serbíu í átta liða úrslitunum á morgun. Í hinum leikjunum mætast: Brasilía-Ungverjaland, Pólland-Frakkland og Danmörk-Þýskaland. Noregur mætir sigurvegaranum úr leik Pólverja og Frakka komist liðið í undanúrslitin.





Fjórtán HM-sigrar Norðmanna í röð:

HM 2011 í Brasilíu

Riðlakeppni

Kína 43-16 sigur (1)

Ísland 27-14 sigur (2)

Angóla 26-20 sigur (3)

Svartfjallaland 28-27 sigur (4)

16 liða úrslit

Holland 34-22 sigur (5)

8 liða úrslit

Króatía 30-25 sigur (6)

Undanúrslit

Spánn 30-22 sigur (7)

Úrslitaleikur

Frakkland 32-24 sigur (8)





HM í Serbíu 2013

Riðlakeppni

Spánn 22-20 sigur (9)

Argentína 37-18 sigur (10)

Paragvæ 34-13 sigur (11)

Angóla 26-21 sigur (12)

Pólland 23-18 sigur (13)

16 liða úrslit

Tékkland 31-21 sigur (14)

8 liða úrslit

Serbía ?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×