Mikil kaupmáttarskerðing öryrkja í kreppunni Björgvin Guðmundsson skrifar 19. desember 2013 07:00 Öryrkjar hafa orðið fyrir mikilli kaupmáttarskerðingu á krepputímanum samkvæmt athugun sem Talnakönnun gerði fyrir Öryrkjabandalag Íslands. Samkvæmt könnuninni hækkaði launavísitalan um 23,5% á tímabilinu 2009-2013 og neysluverð hækkaði um 20,5% á sama tímabili en meðaltekjur öryrkja (allar tekjur, fjármagnstekjur meðtaldar) hækkuðu aðeins um 4,1% á sama tímabili( tekjur eftir skatta). Verðbólga var á tímabilinu 20,5%. Kaupmáttarskerðing er því mjög mikil. Talnakönnun athugaði einnig breytingu bóta, verðlags og launa á tímabilinu 2008-2013. Þá kom eftirfarandi í ljós: Lágmarkslaun hækkuðu á þessu tímabili um 54,3% en lífeyrir einhleypra öryrkja hækkaði á sama tímabili aðeins um 29%. Lífeyrir sambúðarfólks hækkaði um 29,7%.Kjaraskerðing aldraðra Þessar tölur eru mjög í samræmi við þá útreikninga, sem kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík hefur gert. Við höfum að vísu einungis reiknað út breytingar á lágmarkslaunum og breytingu tryggingabóta aldraðra á tímabilinu 2009-2013. En samkvæmt okkar útreikningum hafa lágmarkslaun hækkað um 40% á þessu tímabili en lífeyrir einhleypra eldri borgara, sem eingöngu hafa tekjur frá TR, hefur hækkað um 17% á sama tímabili. Kjaragliðnunin er því mjög mikil hvort sem miðað er við tímabilið 2008-2013 eða tímabilið 2009-2013. Laun hafa hækkað mikið meira en bætur aldraðra og öryrkja á þessum tímabilum. Báðir stjórnarflokkarnir lýstu því yfir fyrir þingkosningar sl. vor, að leiðrétta ætti þessa kjaragliðnun og það ætti að leiðrétta hana strax.Vildu leiðrétta nú þegar Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2013 var eftirfarandi samþykkt: Ellilífeyrir sé leiðréttur strax til samanburðar við þær hækkanir, sem orðið hafa á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009. Hér er engin tæpitunga töluð. Það á að leiðrétta kjaragliðnunina strax. Nú eru hæg heimatökin hjá Sjálfstæðisflokknum í þessu efni, þar eð flokkurinn er með fjármálaráðherrann, Bjarna Benediktsson, sem jafnframt er formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann getur haft forgöngu um það, að staðið verði við samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins og kjaragliðnunin leiðrétt strax á haustþinginu. Á flokksþingi Framsóknarflokksins var eftirfarandi samþykkt fyrir kosningar: Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðingar þeirra (og kjaragliðnunar) á krepputímanum.Fyrstu skref máttleysisleg Því miður voru fyrstu skref ríkisstjórnarinnar í því efni að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja ansi máttleysisleg. Ríkisstjórnin ákvað að leiðrétta aðeins lítillega kjör þeirra lífeyrisþega, sem best voru settir en skildi hina eftir, sem höfðu verst kjörin. Þeir lífeyrisþegar, sem misstu grunnlífeyrinn 2009, fengu hann aftur. Og þeir sem sættu skerðingu á frítekjumarki 2009 vegna atvinnutekna (lækkun úr 110 þús. á mán. í 40 þús) fengu leiðréttingu á frítekjumarkinu. Þessir hópar voru sæmilega vel settir. Þeir, sem misstu grunnlífeyrinn og fengu hann aftur á sumarþinginu, eru með nokkuð góðar lífeyrissjóðstekjur. Og þeir, sem eru á vinnumarkaðnum, fá aukatekjur af atvinnutekjum og eru því betur settir en þeir, sem geta ekki unnið. Kjaranefnd Félags eldri borgara styður það samt, að þessir hópar fái leiðréttingu á sínum kjörum en kjaranefndin vildi að þeir sem eru illa staddir fengju leiðréttingu á sínum kjörum um leið. Þar er um að ræða 28.000 lífeyrisþega, sem sættu kjaraskerðingu 2009 vegna þess að tekjutryggingin var skert; skerðingarhlutfall hækkað úr 38,35% í 45%. Þessi hópur átti að fá leiðréttingu á sumarþinginu um leið og hinir. En það var ekki gert. Væntanlega fær þessi hópur leiðréttingu strax á haustþingi. Það má ekki dragast lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Öryrkjar hafa orðið fyrir mikilli kaupmáttarskerðingu á krepputímanum samkvæmt athugun sem Talnakönnun gerði fyrir Öryrkjabandalag Íslands. Samkvæmt könnuninni hækkaði launavísitalan um 23,5% á tímabilinu 2009-2013 og neysluverð hækkaði um 20,5% á sama tímabili en meðaltekjur öryrkja (allar tekjur, fjármagnstekjur meðtaldar) hækkuðu aðeins um 4,1% á sama tímabili( tekjur eftir skatta). Verðbólga var á tímabilinu 20,5%. Kaupmáttarskerðing er því mjög mikil. Talnakönnun athugaði einnig breytingu bóta, verðlags og launa á tímabilinu 2008-2013. Þá kom eftirfarandi í ljós: Lágmarkslaun hækkuðu á þessu tímabili um 54,3% en lífeyrir einhleypra öryrkja hækkaði á sama tímabili aðeins um 29%. Lífeyrir sambúðarfólks hækkaði um 29,7%.Kjaraskerðing aldraðra Þessar tölur eru mjög í samræmi við þá útreikninga, sem kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík hefur gert. Við höfum að vísu einungis reiknað út breytingar á lágmarkslaunum og breytingu tryggingabóta aldraðra á tímabilinu 2009-2013. En samkvæmt okkar útreikningum hafa lágmarkslaun hækkað um 40% á þessu tímabili en lífeyrir einhleypra eldri borgara, sem eingöngu hafa tekjur frá TR, hefur hækkað um 17% á sama tímabili. Kjaragliðnunin er því mjög mikil hvort sem miðað er við tímabilið 2008-2013 eða tímabilið 2009-2013. Laun hafa hækkað mikið meira en bætur aldraðra og öryrkja á þessum tímabilum. Báðir stjórnarflokkarnir lýstu því yfir fyrir þingkosningar sl. vor, að leiðrétta ætti þessa kjaragliðnun og það ætti að leiðrétta hana strax.Vildu leiðrétta nú þegar Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2013 var eftirfarandi samþykkt: Ellilífeyrir sé leiðréttur strax til samanburðar við þær hækkanir, sem orðið hafa á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009. Hér er engin tæpitunga töluð. Það á að leiðrétta kjaragliðnunina strax. Nú eru hæg heimatökin hjá Sjálfstæðisflokknum í þessu efni, þar eð flokkurinn er með fjármálaráðherrann, Bjarna Benediktsson, sem jafnframt er formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann getur haft forgöngu um það, að staðið verði við samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins og kjaragliðnunin leiðrétt strax á haustþinginu. Á flokksþingi Framsóknarflokksins var eftirfarandi samþykkt fyrir kosningar: Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðingar þeirra (og kjaragliðnunar) á krepputímanum.Fyrstu skref máttleysisleg Því miður voru fyrstu skref ríkisstjórnarinnar í því efni að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja ansi máttleysisleg. Ríkisstjórnin ákvað að leiðrétta aðeins lítillega kjör þeirra lífeyrisþega, sem best voru settir en skildi hina eftir, sem höfðu verst kjörin. Þeir lífeyrisþegar, sem misstu grunnlífeyrinn 2009, fengu hann aftur. Og þeir sem sættu skerðingu á frítekjumarki 2009 vegna atvinnutekna (lækkun úr 110 þús. á mán. í 40 þús) fengu leiðréttingu á frítekjumarkinu. Þessir hópar voru sæmilega vel settir. Þeir, sem misstu grunnlífeyrinn og fengu hann aftur á sumarþinginu, eru með nokkuð góðar lífeyrissjóðstekjur. Og þeir, sem eru á vinnumarkaðnum, fá aukatekjur af atvinnutekjum og eru því betur settir en þeir, sem geta ekki unnið. Kjaranefnd Félags eldri borgara styður það samt, að þessir hópar fái leiðréttingu á sínum kjörum en kjaranefndin vildi að þeir sem eru illa staddir fengju leiðréttingu á sínum kjörum um leið. Þar er um að ræða 28.000 lífeyrisþega, sem sættu kjaraskerðingu 2009 vegna þess að tekjutryggingin var skert; skerðingarhlutfall hækkað úr 38,35% í 45%. Þessi hópur átti að fá leiðréttingu á sumarþinginu um leið og hinir. En það var ekki gert. Væntanlega fær þessi hópur leiðréttingu strax á haustþingi. Það má ekki dragast lengur.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun