Ýmist Raggi Nat eða Raggi Frat Kolbeinn Tumi Daðaspn skrifar 20. desember 2013 08:00 Reynsluboltinn Friðrik Stefánsson virkar smávaxinn í samanburði við Ragnar í baráttunni undir körfunni. Mynd/Jón Björn Ólafsson „Ég er allt annar maður en fyrir einu til tveimur árum. Ég er klárlega í besta formi ævi minnar,“ segir Ragnar Nathanaelsson. Miðherjinn, sem er 218 cm á hæð, fór á kostum í þremur leikjum Þórs Þorlákshafnar í Domino‘s-deildinni í desember og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína það sem af er leiktíð. Í síðasta leik fyrir jólafrí setti sá hávaxni 27 stig auk þess að taka 22 fráköst. Maður leiksins án nokkurs vafa. Ragnar æfði með A-landsliðinu í sumar og ber þjálfaranum Peter Öqvist vel söguna. „Peter fór mikið í grunninn með mér og sýndi mér heilmikið,“ segir Ragnar. Ekki hafi verið annað hægt en að bæta sig með landsliðinu. Spiltíminn var af skornum skammti en nýliðinn hefur fullan skilning á því. „Það er enginn að fara að taka byrjunarliðssætið af Hlyni Bærings,“ segir Raggi en Hlynur hefur verið í aðalhlutverkinu undir körfunni með landsliðinu í áratug. Ragnar gekk í raðir Þórs fyrir yfirstandandi leiktíð. Áður lék hann með uppeldisfélaginu Hamri en liðinu mistókst að komast upp úr 1. deildinni í vor. Þá ákvað Hvergerðingurinn að róa á ný mið. „Þegar ég ræddi við Þór gerði ég þá kröfu að fá styrktarþjálfun og aukaæfingar tvisvar til þrisvar í viku,“ segir Ragnar. Hann hafi viljað gera hlutina af alvöru til að komast á næsta stig. „Svo ég geti einn daginn tekið byrjunarliðssætið af Hlyni.“Gústi þurfti að hringja í mömmu Aðeins sex ár eru síðan draga þurfti Ragnar á æfingar. Þá var Ágúst Björgvinsson, núverandi þjálfari Vals, við stjórnvölinn í Hveragerði og reyndi hvað hann gat að fá Ragnar á æfingar. „Ég hafði engan áhuga á íþróttum yfir höfuð. Maður fylgdist bara með Hamri og mætti á eina og eina æfingu,“ segir Ragnar. Ólíklegt sé að hann hefði byrjað í körfubolta ef ekki hefði verið fyrir þrautseigju Ágústs. „Gústi hringdi í mig á leiðinni á æfingar til að spyrja hvort ég ætlaði ekki pottþétt að mæta. Ef ég svaraði ekki þá hringdi hann heim og talaði við mömmu,“ segir Ragnar. Aðspurður hvað hann hafi haft fyrir stafni áður en hann hellti sér í körfuna af krafti segir Ragnar: „Ég var bara úti í garði að leika mér með spýtur.“ Ragnar, sem er lærður húsasmiður, segir að áhuginn hafi aukist smám saman. Nú snúist lífið um körfubolta og draumurinn sé að komast í atvinnumennsku. Miðað við frammistöðu hans að undanförnu er ljóst að félög ytra eru farin að fylgjast með kappanum. Öll lið geta notað öflugan 218 cm mann undir körfunni. „Það eru einhverjir byrjaðir að spyrjast fyrir um mig og hafa samband. Ég passa mig samt á að vera ekki að pæla í því á miðju tímabili. Ég ætla ekki að vera kominn út áður en ég fer út,“ segir Ragnar einbeittur. Hann vonast til þess að geta æft með landsliðinu næsta sumar og í kjölfarið geti eitthvað gerst.Einbeittur Ragnar einbeitir sér alfarið að körfuboltanum í vetur með það að markmiði að komast í atvinnumennsku næsta haust. Mynd/Jón Björn ÓlafssonÝmist Raggi Nat eða Raggi Frat Gengi Þórsara á leiktíðinni hefur verið upp og niður. Liðið hefur unnið Grindavík í Röstinni en einnig tapað fyrir botnliði Vals. Ragnar segir þjálfarann Benedikt Guðmundsson hafa tvö Þórslið í höndunum sem skipuð séu sömu leikmönnum. „Stundum mætum við brjálaðir til leiks, lokum vörninni og brillerum eins og gegn Grindavík. Svo mætum við annars hugar í leiki gegn liðum sem við teljum okkur eiga að sigra og þau flengja okkur oftar en ekki,“ segir Ragnar. Leikmenn ætli að vinna í hugarfarinu í jólafríinu og ekki síst hann sjálfur. „Ég hef mætt í tvo eða þrjá leiki þar sem hefur verið alveg slökkt á mér. Ég hef ekki verið þessi Raggi Nat sem fólkið þekkir. Þá kýs Baldur Þór að kalla mig Ragga Frat,“ segir kappinn og hlær. Hann hafi ekki mikinn áhuga á að viðurnefnið festist við sig. Hressari maður en Ragnar er vandfundinn. Aðspurður hvort hann geri í því að vera hress eða ekki segist hann oftast nær vera í voðalega góðu skapi. „Ég glími við þann vanda að hugsa ekki alltaf áður en ég tala,“ segir Ragnar og hlær. „Ég er voðalega fljótur að skjóta á fólk en sem betur fer veit það að 90 prósent af því sem ég segi er í gríni.“ Mest geri hann grín að sjálfum sér en hann leggur mikið upp úr að viðhalda góðri stemningu í ungu Þórsliðinu. Fimm dagar eru til jóla og ætlar Ragnar að njóta alls þess sem verður á boðstólum. Hangikjötið og hamborgarhryggurinn mun renna ljúflega niður en þó er miðherjinn spenntastur fyrir skötunni. Þar spretti upp í honum sveitastrákurinn. „Ég fer í að lágmarki tvær skötuveislur á Þorláksmessu. Skata og hákarl er það besta sem ég fæ.“ Dominos-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Sjá meira
„Ég er allt annar maður en fyrir einu til tveimur árum. Ég er klárlega í besta formi ævi minnar,“ segir Ragnar Nathanaelsson. Miðherjinn, sem er 218 cm á hæð, fór á kostum í þremur leikjum Þórs Þorlákshafnar í Domino‘s-deildinni í desember og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína það sem af er leiktíð. Í síðasta leik fyrir jólafrí setti sá hávaxni 27 stig auk þess að taka 22 fráköst. Maður leiksins án nokkurs vafa. Ragnar æfði með A-landsliðinu í sumar og ber þjálfaranum Peter Öqvist vel söguna. „Peter fór mikið í grunninn með mér og sýndi mér heilmikið,“ segir Ragnar. Ekki hafi verið annað hægt en að bæta sig með landsliðinu. Spiltíminn var af skornum skammti en nýliðinn hefur fullan skilning á því. „Það er enginn að fara að taka byrjunarliðssætið af Hlyni Bærings,“ segir Raggi en Hlynur hefur verið í aðalhlutverkinu undir körfunni með landsliðinu í áratug. Ragnar gekk í raðir Þórs fyrir yfirstandandi leiktíð. Áður lék hann með uppeldisfélaginu Hamri en liðinu mistókst að komast upp úr 1. deildinni í vor. Þá ákvað Hvergerðingurinn að róa á ný mið. „Þegar ég ræddi við Þór gerði ég þá kröfu að fá styrktarþjálfun og aukaæfingar tvisvar til þrisvar í viku,“ segir Ragnar. Hann hafi viljað gera hlutina af alvöru til að komast á næsta stig. „Svo ég geti einn daginn tekið byrjunarliðssætið af Hlyni.“Gústi þurfti að hringja í mömmu Aðeins sex ár eru síðan draga þurfti Ragnar á æfingar. Þá var Ágúst Björgvinsson, núverandi þjálfari Vals, við stjórnvölinn í Hveragerði og reyndi hvað hann gat að fá Ragnar á æfingar. „Ég hafði engan áhuga á íþróttum yfir höfuð. Maður fylgdist bara með Hamri og mætti á eina og eina æfingu,“ segir Ragnar. Ólíklegt sé að hann hefði byrjað í körfubolta ef ekki hefði verið fyrir þrautseigju Ágústs. „Gústi hringdi í mig á leiðinni á æfingar til að spyrja hvort ég ætlaði ekki pottþétt að mæta. Ef ég svaraði ekki þá hringdi hann heim og talaði við mömmu,“ segir Ragnar. Aðspurður hvað hann hafi haft fyrir stafni áður en hann hellti sér í körfuna af krafti segir Ragnar: „Ég var bara úti í garði að leika mér með spýtur.“ Ragnar, sem er lærður húsasmiður, segir að áhuginn hafi aukist smám saman. Nú snúist lífið um körfubolta og draumurinn sé að komast í atvinnumennsku. Miðað við frammistöðu hans að undanförnu er ljóst að félög ytra eru farin að fylgjast með kappanum. Öll lið geta notað öflugan 218 cm mann undir körfunni. „Það eru einhverjir byrjaðir að spyrjast fyrir um mig og hafa samband. Ég passa mig samt á að vera ekki að pæla í því á miðju tímabili. Ég ætla ekki að vera kominn út áður en ég fer út,“ segir Ragnar einbeittur. Hann vonast til þess að geta æft með landsliðinu næsta sumar og í kjölfarið geti eitthvað gerst.Einbeittur Ragnar einbeitir sér alfarið að körfuboltanum í vetur með það að markmiði að komast í atvinnumennsku næsta haust. Mynd/Jón Björn ÓlafssonÝmist Raggi Nat eða Raggi Frat Gengi Þórsara á leiktíðinni hefur verið upp og niður. Liðið hefur unnið Grindavík í Röstinni en einnig tapað fyrir botnliði Vals. Ragnar segir þjálfarann Benedikt Guðmundsson hafa tvö Þórslið í höndunum sem skipuð séu sömu leikmönnum. „Stundum mætum við brjálaðir til leiks, lokum vörninni og brillerum eins og gegn Grindavík. Svo mætum við annars hugar í leiki gegn liðum sem við teljum okkur eiga að sigra og þau flengja okkur oftar en ekki,“ segir Ragnar. Leikmenn ætli að vinna í hugarfarinu í jólafríinu og ekki síst hann sjálfur. „Ég hef mætt í tvo eða þrjá leiki þar sem hefur verið alveg slökkt á mér. Ég hef ekki verið þessi Raggi Nat sem fólkið þekkir. Þá kýs Baldur Þór að kalla mig Ragga Frat,“ segir kappinn og hlær. Hann hafi ekki mikinn áhuga á að viðurnefnið festist við sig. Hressari maður en Ragnar er vandfundinn. Aðspurður hvort hann geri í því að vera hress eða ekki segist hann oftast nær vera í voðalega góðu skapi. „Ég glími við þann vanda að hugsa ekki alltaf áður en ég tala,“ segir Ragnar og hlær. „Ég er voðalega fljótur að skjóta á fólk en sem betur fer veit það að 90 prósent af því sem ég segi er í gríni.“ Mest geri hann grín að sjálfum sér en hann leggur mikið upp úr að viðhalda góðri stemningu í ungu Þórsliðinu. Fimm dagar eru til jóla og ætlar Ragnar að njóta alls þess sem verður á boðstólum. Hangikjötið og hamborgarhryggurinn mun renna ljúflega niður en þó er miðherjinn spenntastur fyrir skötunni. Þar spretti upp í honum sveitastrákurinn. „Ég fer í að lágmarki tvær skötuveislur á Þorláksmessu. Skata og hákarl er það besta sem ég fæ.“
Dominos-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum