Arnór Atlason verður með á EM í Danmörku en það kom endanlega í ljós þegar Aron Kristjánsson tilkynnti EM-hópinn sinn í dag. Arnór hefur verið að glíma við kálfameiðsli en vann kapphlaupið við tímann sem eru miklar gleðifréttir fyrir íslenska handboltalandsliðið.
„Ég verð með og er bara ótrúlega ánægður með það. Ég er búinn að brosa hringinn eftir æfinguna í dag," segir Arnór Atlason. Arnór fór ekki með liðinu út á Þýskalandsmótið en einbeitti sér í staðinn að því að ná sér góðum af meiðslunum hér heima.
„Þetta er búið að vera öðruvísi undirbúningur hjá mér en oft áður því ég er búinn að vera í kapphlaupi við tímann. Í dag get ég farið að hugsa um EM sem er frábært," sagði Arnór.
„Þetta var mjög tæpt því ég æfði bara þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag. Það var nóg því þjálfarinn var greinilega ánægður með þetta og mér leið vel á æfingunum. Hver einasti dagur hjálpar mér og það eru ennþá þrír dagar í leik," sagði Arnór.
Arnór Atlason er í 17 manna hópnum eins og Guðjón Valur Sigurðsson en Ólafur Bjarki Ragnarsson missti sætið sitt þegar hann tognaði á nára á Þýskalandsmótinu.
„Ég vona að ég geti hjálpað liðinu og er fyrst og fremst ánægður með að vera að fara með núna. Það er alltaf gaman að vera hluti af þessu liði og heiður að fá að vera með í svona góðu liði. Það er alltaf æðislegt að fara á stórmót og nú er bara að standa sig," segir Arnór Atlason.
Arnór Atlason: Búinn að brosa hringinn eftir æfinguna í dag
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum
Körfubolti

Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn






Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum
Körfubolti