Handbolti

Enginn einn leikmaður getur leyst Kim Andersson af hólmi

Staffan Olsson.
Staffan Olsson. nordicphotos/getty
Það er hausverkur hjá Svíum fyrir EM hvernig liðið ætli sér að fylla skarðið sem Kim Andersson skilur eftir sig. Hann getur ekki spilað með liðinu vegna meiðsla.

Þeir Johan Jakobsson og Magnus Persson þurfa að leysa af í hægri skyttustöðunni á EM.

„Þetta er mikið högg fyrir liðið og við munum sakna hans. Johan hefur verið að spila vel með Álaborg í vetur og það er jákvætt,“ sagði annar þjálfara sænska liðsins, Staffan „Faxi“ Olsson.

Jakobsson segist vera til í að fylla skarðið sem Andersson skilur eftir sig.

„Mér finnst ekki vera nein aukapressa á mér. Ég spila hvort eð er ekki eins og Kim Andersson. Ég hef minn stíl og hann sinn. Mér finnst ég ekki þurfa að herma eftir honum,“ sagði þessi 26 ára gamla skytta.

Þjálfararnir setja heldur ekki mikla pressu á hann.

„Það er ekki hægt að búast við því að einn leikmaður fylli skarð Andersson. Margir leikmenn verða að stíga upp,“ sagði Olsson.

Svíar voru langfyrstir til þess að velja sinn 16 manna hóp fyrir EM það gerðu þeir 9. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×