Katar kom verulega á óvart á æfingamóti í Frakklandi sem lauk í gær. Þá náði liðið jafntefli gegn Dönum og liðið hafði áður unnið stórsigur á Norðmönnum.
Dönum er spáð góðu gengi á heimavelli á EM og margir á því að liðið fari alla leið. Það var þó lítill meistarabragur á liðinu gegn Katar í gær.
Þjálfari liðsins, Ulrik Wilbek, var allt annað en sáttur við sína menn eftir leikinn en reyndi samt að taka það jákvæða úr leiknum.
"Þegar við spilum ekki á 100 prósent hraða þá verður okkur refsað. Við getum ekki leyft okkur að slaka á. Það var ágætt samt að fá smá áminningu í þessum leik," sagði Wilbek.
Þjálfarinn segist ætla að nýta síðustu dagana í undirbúningnum í að fá alla leikmenn upp á tærnar. Svona slys megi ekki endurtaka sig þegar mótið byrjar.
Wilbek: Katar-leikurinn góð áminning fyrir okkur

Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn


Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn




