„Beygjan að brautinni var alltof skörp“ 6. janúar 2014 10:15 Mikael segir kröfu um rannsókn meðal annars byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig. Mikael Tryggvason, bróðir Péturs Tryggvasonar, annars þeirra sem fórust þegar sjúkraflugvél Mýflugs brotlenti við Hlíðarfjallsveg í ágúst, segir frásögn sjónarvotta og myndbandsupptökur af slysinu ekki ríma við bráðabirgðaskýrslu sem Rannsóknarnefnd samgönguslysa sendi frá sér í október. Hann hyggst óska opinberrar rannsóknar á tildrögum og eftirmálum slyssins. Í skýrslunni segir að flugvélin hafi misst hæð í vinstri beygju þegar hún nálgaðist akstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar og að vinstri vængur vélarinnar hafi snert jörð við hægri hlið brautarinnar með þeim afleiðingum að hún brotlenti. Mikael segir kröfu um rannsókn meðal annars byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig. „Það virðist vera svo margt sem ekki passar í þessu ferli öllu,“ segir Mikael, en Fréttablaðið hefur umræddar myndbandsupptökur undir höndum. Þær eru hluti gagna sem safnað hefur verið fyrir aðstandendur Péturs. Virðist af þessum myndskeiðum að flugvélin sé ekki að „missa hæð“ í venjulegum skilningi þess orðs. „Eftir því sem kunnáttumenn segja mér er flugvélin að fljúga, hún er ekki að missa hæð heldur lækkar flugið í krappri beygju. Rannsókn á slysum er fyrst og fremst til að komast að því hvað gerðist og að fyrirbyggja að slíkt eigi sér stað aftur. Til þess þarf skýrslan að vera rétt,“ segir Mikael. „Flugstjórinn var gjaldkeri Bílaklúbbs Akureyrar og hann var búinn að boða komu sína á keppnisstaðinn eftir flugið. Hann flaug lágt meðfram fjallinu, líklega til þess að ekki sæist til hans fyrr en vélin myndi birtast allt í einu. Beygjan yfir hesthúsahverfinu að brautinni var alltof skörp og halli flugvélarinnar um 70 gráður.“ „En það er stór þáttur í þessu líka að Pétur bróðir minn var að búa til viðbragðsáætlanir gagnvart slysum og óhöppum og það var ætlast til að það væri farið eftir þeim. Þarna virðist svo margt vera sem ekki passar varðandi slysið og umgjörðina alla,“ segir Mikael og nefnir meðal annars boðun björgunarmanna. „Það þýðir ekki að hafa nýjar og fínar viðbragðsskýrslur uppi í hillu og fara svo ekkert eftir þeim.“ Þá segir Mikael að hafa verði í huga ríka almannahagsmuni þegar sjúkraflug sé annars vegar. Beina þurfi sjónum í opinberri rannsókn að rekstri Mýflugs á sjúkrafluginu og þætti eftirlitsaðila. „Það var svo margt sem var talið eðlilegt en á ekki heima í þessum bransa og á ekki að líðast. Sjúkraflug er dauðans alvara,“ segir hann. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvélin hætti við lendingu skömmu fyrir slysið Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. 5. ágúst 2013 14:00 Flakið flutt til Reykjavíkur í dag Flugmaðurinn sem lifði af þegar flugvél brotlenti við Akureyri á mánudaginn hefur áður lent í flugslysi. Það slys bar upp sama mánaðardag, eða fimmta ágúst, árið 2001. 8. ágúst 2013 18:30 Bráðabirgðaskýrsla um flugslysið: Flak og hreyflar skoðaðir frekar Skrokkur vélarinnar brotnaði og hafnaði um 350 metrum frá þeim stað er vinstri vængurinn snerti jörð, segir í skýrslunni. 4. október 2013 15:53 60-70 manns leituðu áfallahjálpar Tíu manna áfallahjálparteymi Rauða krossins á Norðurlandi hlúir nú að aðstandendum og sjónarvottum eftir flugslys nálægt Akureyri í dag 5. ágúst 2013 16:56 Yfirlýsing frá Mýflugi: Engu ábótavant í viðhaldi og tækni þegar flugvélin hrapaði Engu var ábótavant í viðhaldi né tæknilegum atriðum þegar flugvél Mýflugs, TF-MYX, hrapaði í Hlíðarfjalli þann 5. ágúst síðastliðinn með þeim afleiðingum að tveir létust. Áhöfnin var rétt þjálfuð og hafði fengið næga tíma til hvíldar, veðuraðstæður voru hagstæðar og nægt eldsneyti var á vélinni. Þetta segir í tilkynningu frá Mýflugi. 27. ágúst 2013 12:03 „Það stóð allt í ljósum logum“ Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu. 6. ágúst 2013 19:13 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Mikael Tryggvason, bróðir Péturs Tryggvasonar, annars þeirra sem fórust þegar sjúkraflugvél Mýflugs brotlenti við Hlíðarfjallsveg í ágúst, segir frásögn sjónarvotta og myndbandsupptökur af slysinu ekki ríma við bráðabirgðaskýrslu sem Rannsóknarnefnd samgönguslysa sendi frá sér í október. Hann hyggst óska opinberrar rannsóknar á tildrögum og eftirmálum slyssins. Í skýrslunni segir að flugvélin hafi misst hæð í vinstri beygju þegar hún nálgaðist akstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar og að vinstri vængur vélarinnar hafi snert jörð við hægri hlið brautarinnar með þeim afleiðingum að hún brotlenti. Mikael segir kröfu um rannsókn meðal annars byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig. „Það virðist vera svo margt sem ekki passar í þessu ferli öllu,“ segir Mikael, en Fréttablaðið hefur umræddar myndbandsupptökur undir höndum. Þær eru hluti gagna sem safnað hefur verið fyrir aðstandendur Péturs. Virðist af þessum myndskeiðum að flugvélin sé ekki að „missa hæð“ í venjulegum skilningi þess orðs. „Eftir því sem kunnáttumenn segja mér er flugvélin að fljúga, hún er ekki að missa hæð heldur lækkar flugið í krappri beygju. Rannsókn á slysum er fyrst og fremst til að komast að því hvað gerðist og að fyrirbyggja að slíkt eigi sér stað aftur. Til þess þarf skýrslan að vera rétt,“ segir Mikael. „Flugstjórinn var gjaldkeri Bílaklúbbs Akureyrar og hann var búinn að boða komu sína á keppnisstaðinn eftir flugið. Hann flaug lágt meðfram fjallinu, líklega til þess að ekki sæist til hans fyrr en vélin myndi birtast allt í einu. Beygjan yfir hesthúsahverfinu að brautinni var alltof skörp og halli flugvélarinnar um 70 gráður.“ „En það er stór þáttur í þessu líka að Pétur bróðir minn var að búa til viðbragðsáætlanir gagnvart slysum og óhöppum og það var ætlast til að það væri farið eftir þeim. Þarna virðist svo margt vera sem ekki passar varðandi slysið og umgjörðina alla,“ segir Mikael og nefnir meðal annars boðun björgunarmanna. „Það þýðir ekki að hafa nýjar og fínar viðbragðsskýrslur uppi í hillu og fara svo ekkert eftir þeim.“ Þá segir Mikael að hafa verði í huga ríka almannahagsmuni þegar sjúkraflug sé annars vegar. Beina þurfi sjónum í opinberri rannsókn að rekstri Mýflugs á sjúkrafluginu og þætti eftirlitsaðila. „Það var svo margt sem var talið eðlilegt en á ekki heima í þessum bransa og á ekki að líðast. Sjúkraflug er dauðans alvara,“ segir hann.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvélin hætti við lendingu skömmu fyrir slysið Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. 5. ágúst 2013 14:00 Flakið flutt til Reykjavíkur í dag Flugmaðurinn sem lifði af þegar flugvél brotlenti við Akureyri á mánudaginn hefur áður lent í flugslysi. Það slys bar upp sama mánaðardag, eða fimmta ágúst, árið 2001. 8. ágúst 2013 18:30 Bráðabirgðaskýrsla um flugslysið: Flak og hreyflar skoðaðir frekar Skrokkur vélarinnar brotnaði og hafnaði um 350 metrum frá þeim stað er vinstri vængurinn snerti jörð, segir í skýrslunni. 4. október 2013 15:53 60-70 manns leituðu áfallahjálpar Tíu manna áfallahjálparteymi Rauða krossins á Norðurlandi hlúir nú að aðstandendum og sjónarvottum eftir flugslys nálægt Akureyri í dag 5. ágúst 2013 16:56 Yfirlýsing frá Mýflugi: Engu ábótavant í viðhaldi og tækni þegar flugvélin hrapaði Engu var ábótavant í viðhaldi né tæknilegum atriðum þegar flugvél Mýflugs, TF-MYX, hrapaði í Hlíðarfjalli þann 5. ágúst síðastliðinn með þeim afleiðingum að tveir létust. Áhöfnin var rétt þjálfuð og hafði fengið næga tíma til hvíldar, veðuraðstæður voru hagstæðar og nægt eldsneyti var á vélinni. Þetta segir í tilkynningu frá Mýflugi. 27. ágúst 2013 12:03 „Það stóð allt í ljósum logum“ Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu. 6. ágúst 2013 19:13 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Flugvélin hætti við lendingu skömmu fyrir slysið Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. 5. ágúst 2013 14:00
Flakið flutt til Reykjavíkur í dag Flugmaðurinn sem lifði af þegar flugvél brotlenti við Akureyri á mánudaginn hefur áður lent í flugslysi. Það slys bar upp sama mánaðardag, eða fimmta ágúst, árið 2001. 8. ágúst 2013 18:30
Bráðabirgðaskýrsla um flugslysið: Flak og hreyflar skoðaðir frekar Skrokkur vélarinnar brotnaði og hafnaði um 350 metrum frá þeim stað er vinstri vængurinn snerti jörð, segir í skýrslunni. 4. október 2013 15:53
60-70 manns leituðu áfallahjálpar Tíu manna áfallahjálparteymi Rauða krossins á Norðurlandi hlúir nú að aðstandendum og sjónarvottum eftir flugslys nálægt Akureyri í dag 5. ágúst 2013 16:56
Yfirlýsing frá Mýflugi: Engu ábótavant í viðhaldi og tækni þegar flugvélin hrapaði Engu var ábótavant í viðhaldi né tæknilegum atriðum þegar flugvél Mýflugs, TF-MYX, hrapaði í Hlíðarfjalli þann 5. ágúst síðastliðinn með þeim afleiðingum að tveir létust. Áhöfnin var rétt þjálfuð og hafði fengið næga tíma til hvíldar, veðuraðstæður voru hagstæðar og nægt eldsneyti var á vélinni. Þetta segir í tilkynningu frá Mýflugi. 27. ágúst 2013 12:03
„Það stóð allt í ljósum logum“ Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu. 6. ágúst 2013 19:13