Spánverjar áttu ekki í vandræðum í leik sínum gegn sænska landsliðinu í síðasta æfingarleik liðsins fyrir Evrópumótið í handbolta sem fer fram í Danmörku.
Jafnræði var með liðunum framan af og var staðan 8-8 þegar tíu mínútur voru til hálfleiks en þá setti spænska liðið í lás og breytti stöðunni í 17-9 fyrir hálfleikinn. Eftir það var sigurinn ekki í hættu og héldu Spánverjar öruggu forskoti það sem eftir lifði leiks og unnu að lokum öruggan sigur, 28-22.
Spánverjar unnu alla þrjá leiki sína á æfingarmótinu sem fór fram á Spáni og koma því á góðu skriði inn í Evrópumótið þrátt fyrir að hafa misst Alex Dujshebaev í meiðsli stuttu fyrir mót.
Ungverjar töpuðu fyrir Pólverjum í síðasta æfingarleik sínum fyrir mótið með sjö mörkum. Ungverjar sem tóku þátt í æfingarmótinu með Pólverjum, Tékkum og Hvít-Rússum unnu aðeins einn leik af þremur og ættu því ekki að vera með mikið sjálfstraust fyrir leikina sem eru framundan. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en pólska liðið jók smátt og smátt muninn í seinni hálfleik og vann að lokum öruggan sigur.
Það er því ljóst að liðin sem eru með Íslandi í riðli á Evrópumótinu koma í misgóðu standi inn í mótið en síðasta lið riðilsins, Noregur tapaði óvænt gegn Katar í dag.
Heimsmeistararnir á góðu róli stuttu fyrir mót

Mest lesið





Allt annað en sáttur með Frey
Fótbolti




Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn

Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United
Enski boltinn