Umfjöllun: Ísland- Þýskaland 24-32 | Strákarnir fengu stóran skell Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2014 16:30 Kári Kristjánsson skoraði fimm mörk fyrir íslenska liðið í kvöld. Mynd/NordicPhotos/Getty Íslenska handboltalandsliðið var skotið niður á jörðina í lokaleik sínum á fjögurra þjóða æfingamótinu í Þýskalandi í kvöld þegar liðið tapaði með átta marka mun á móti heimamönnum, 24-32. Íslenska liðið hefði tryggt sér sigur á mótinu með því að ná jafntefli í leiknum en þarf að sætta sig við annað sætið. Íslenska liðið vann tvo fyrstu leiki sína á mótinu þar af átta marka sigur á Austurríki í gær en strákarnir áttu aldrei möguleika á móti léttleikandi þýsku liði í Oberhausen. Þetta var síðasti undirbúningsleikur íslenska liðsins fyrir EM í Danmörku sem hefst eftir viku. Þjóðverjar tryggðu sér sigur á mótinu með þessum sigri en íslenska liðið endaði í öðru sæti. Austurríki fékk fjögur stig eins og Þýskaland og Ísland en Austurríkismenn voru með lökustu útkomuna í innbyrðisleikjum liðanna þriggja. Íslenska liðið var síðast yfir í leiknum í stöðunni 4-3 en þá komu sjö þýsk mörk í röð og Þjóðverjarnir voru með góð tök á leiknum það sem eftir var. Þjóðverjar voru sjö mörkum yfir í hálfleik, 18-11, og skoruðu síðan þrjú fyrstu mörk seinni hálfleiksins. Eftir það var öll von úti hjá íslenska liðinu. Þórir Ólafsson lék ekki með íslenska liðinu í kvöld og Aron Pálmarsson var aðeins með á upphafsmínútunum en náði sér ekki á strik frekar en flestir aðrir leikmenn íslenska liðsins. Aron Rafn Eðvarðsson átti ágæta innkomu í íslenska markið en það dugði þó lítið til að hægja á þýska liðinu sem labbaði hvað eftir annað í gegnum íslensku vörnina. Snorri Steinn Guðjónsson og Kári Kristjánsson voru markahæstir hjá íslenska liðinu með fimm mörk hvor en fjögur mörk Snorra komu af vítalínunni. Kári Kristján Kristjánsson nýtti öll fimm skotin sín á línunni og fiskaði tvö víti að auki. Það var sama hvar var komið niður hjá þýska liðinu því það virtust allir leikmenn liðsins vera í stuði. Þýska liðið kláraði mótið með miklum glæsibrag því liðið vann Rússa og Íslendinga með samtals 17 mörkum í síðustu tveimur leikjum sínum. Íslenska liðið var án lykilmanna á mótinu því Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason eru að reyna að ná sér góðum af meiðslum. Gott gengi íslenska liðsins í fyrstu tveimur leikjum gaf ástæðu til bjartsýni en leikurinn í kvöld var ekki til útflutnings. Liðið lærir vonandi af þessum skelli en það gekk bara ekkert upp hjá íslensku strákunum í þessum leik.Ólafur Bjarki Ragnarsson í leiknum í kvöld.Mynd/NordicPhotos/GettyDario Quenstedt var íslenska liðinu erfiður.Mynd/NordicPhotos/Getty EM 2014 karla Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið var skotið niður á jörðina í lokaleik sínum á fjögurra þjóða æfingamótinu í Þýskalandi í kvöld þegar liðið tapaði með átta marka mun á móti heimamönnum, 24-32. Íslenska liðið hefði tryggt sér sigur á mótinu með því að ná jafntefli í leiknum en þarf að sætta sig við annað sætið. Íslenska liðið vann tvo fyrstu leiki sína á mótinu þar af átta marka sigur á Austurríki í gær en strákarnir áttu aldrei möguleika á móti léttleikandi þýsku liði í Oberhausen. Þetta var síðasti undirbúningsleikur íslenska liðsins fyrir EM í Danmörku sem hefst eftir viku. Þjóðverjar tryggðu sér sigur á mótinu með þessum sigri en íslenska liðið endaði í öðru sæti. Austurríki fékk fjögur stig eins og Þýskaland og Ísland en Austurríkismenn voru með lökustu útkomuna í innbyrðisleikjum liðanna þriggja. Íslenska liðið var síðast yfir í leiknum í stöðunni 4-3 en þá komu sjö þýsk mörk í röð og Þjóðverjarnir voru með góð tök á leiknum það sem eftir var. Þjóðverjar voru sjö mörkum yfir í hálfleik, 18-11, og skoruðu síðan þrjú fyrstu mörk seinni hálfleiksins. Eftir það var öll von úti hjá íslenska liðinu. Þórir Ólafsson lék ekki með íslenska liðinu í kvöld og Aron Pálmarsson var aðeins með á upphafsmínútunum en náði sér ekki á strik frekar en flestir aðrir leikmenn íslenska liðsins. Aron Rafn Eðvarðsson átti ágæta innkomu í íslenska markið en það dugði þó lítið til að hægja á þýska liðinu sem labbaði hvað eftir annað í gegnum íslensku vörnina. Snorri Steinn Guðjónsson og Kári Kristjánsson voru markahæstir hjá íslenska liðinu með fimm mörk hvor en fjögur mörk Snorra komu af vítalínunni. Kári Kristján Kristjánsson nýtti öll fimm skotin sín á línunni og fiskaði tvö víti að auki. Það var sama hvar var komið niður hjá þýska liðinu því það virtust allir leikmenn liðsins vera í stuði. Þýska liðið kláraði mótið með miklum glæsibrag því liðið vann Rússa og Íslendinga með samtals 17 mörkum í síðustu tveimur leikjum sínum. Íslenska liðið var án lykilmanna á mótinu því Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason eru að reyna að ná sér góðum af meiðslum. Gott gengi íslenska liðsins í fyrstu tveimur leikjum gaf ástæðu til bjartsýni en leikurinn í kvöld var ekki til útflutnings. Liðið lærir vonandi af þessum skelli en það gekk bara ekkert upp hjá íslensku strákunum í þessum leik.Ólafur Bjarki Ragnarsson í leiknum í kvöld.Mynd/NordicPhotos/GettyDario Quenstedt var íslenska liðinu erfiður.Mynd/NordicPhotos/Getty
EM 2014 karla Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira