Bestu afrek á frjálsíþróttamóti RIG sem fram fór í Laugardalshöll í dag áttu þau Kristinn Torfason úr FH og Aníta Hinriksdóttir úr ÍR.
Kristinn kom, sá og sigraði á mótinu þriðja árið í röð en hann stökk lengst 7,58 metra sem gefur 1037 stig samkvæmt stigatöflu IAAF. Daniel Gardiner frá Bretlandi varð annar með 7,37 metra í sínu eina gilda stökki.
Kristinn sagði í viðtali við Fréttablaðið í vikunni að tap á heimavelli væri ekki á dagskránni. Hafnfirðingurinn stóð við stóru orðin í samkeppninni við Gardiner og Danann Morten Jensen.
Aníta sigraði 800 m hlaup kvenna eins og greint var frá á Vísi fyrr í dag. Aníta setti nýtt Evrópumet 19 ára og yngri þegar hún kom í mark á tímanum 2:01,81 sekúndum. Fyrir árangur sinn hlaut hún 1150 stig samkvæmt stigatöflu IAAF.
Afrek Kristins og Anítu stóðu upp úr
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar
Enski boltinn


Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd
Íslenski boltinn

Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn

Adam Ægir á heimleið
Íslenski boltinn



Fleiri fréttir
