Þrátt fyrir að hafa misst niður sjö marka forskot í seinni hálfleik náðu Svíar að leggja Rússa að velli 29-27 í milliriðli tvö á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku í kvöld.
Fyrri hálfleikur var eign sænska liðsins og tóku þeir 20-13 forskot inn í hálfleik. Rússneska liðið gafst hinsvegar ekki upp og minnkuðu muninn smátt og smátt.
Þegar fimm mínútur voru til leiksloka náðu Rússar að jafna og náðu forskotinu eftir að hafa lokað markinu í þrettán mínútur. Það virtist vera vakninginn sem sænska liðið þurfti því liðið tók við sér og náði aftur forskotinu á lokamínútum leiksins og unnu að lokum nauman sigur.
Mikilvægur sigur fyrir sænska liðið sem er eftir leikinn í þriðja sæti milliriðilsins með fjögur stig líkt og Pólland, Frakkland og Króatía. Frakkar taka á móti Króötum í stórleik kvöldsins í seinasta leik fyrstu umferðar milliriðlanna.
Svíar unnu nauman sigur

Mest lesið





Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn




„Þú ert að tengja þetta við Rashford“
Enski boltinn
