Þó svo Arnór Atlason sé ekki lengur í sextán manna hópi Íslands á EM þá er ekki loku fyrir það skotið að hann muni koma aftur inn í hópinn.
Arnór er enn með liðinu í Herning og er í stífri meðferð hjá sjúkraþjálfurum íslenska liðsins. Hann eyðir mestum tíma á æfingum þó á þrekhjólinu.
Hann lét aðeins reyna á meiðslin á æfingunni í dag en er augljóslega ekki orðinn nógu góður. Það er því frekar hæpið að hann geti spilað gegn Makedóníu á morgun.
Ísland á svo leik gegn Dönum á miðvikudag og ef liðinu gengur áfram vel þá á það einnig leik á föstudag. Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur notað tvær leikmannaskiptingar á mótinu og á eina inni.
Enn óvissa með Arnór
Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar

Mest lesið







Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool
Enski boltinn

Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað
Íslenski boltinn

„Stöð 2 Sport er enski boltinn“
Enski boltinn

Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Íslenski boltinn