"Við vorum svakalega einbeittir. Undirbjuggum okkur vel og ætluðum okkur aldrei neitt annað en sigur," sagði Sverre Andreas Jakobsson eftir sigurinn stóra á Austurríki.
"Við gáfum tóninn strax í byrjun. Þeir spiluðu kannski ekki mjög hratt en það reyndi á þolinmæðina hjá okkur. Þetta gekk allt upp hjá okkur.
"Mér fannst ég eiga inni síðan í Spánarleiknum en þá þurfti ég að hringja í vælubílinn og fara út af. Ég vildi ná góðum leik. Það gekk og við vorum allir frábærir í vörninni og Bjöggi þar fyrir aftan. Þetta er bara lítið skref en mikilvægt."
Austurríki hefur oft reynst Íslendingum óþægur ljár í þúfu og það var óvanalegt að sjá þá svona slaka gegn Íslandi.
"Ég átti von á þeim sterkari og líka góðum leik frá okkur. Ég átti ekki von á að við myndum stinga svona af í fyrri hálfleik."
Sverre: Gáfum tóninn strax í byrjun

Tengdar fréttir

Aron: Allir gáfu allt sitt í leikinn
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var hæstánægður með frammistöðu sinna manna í leiknum gegn Austurríki í kvöld.

Umfjöllun: Austurríki - Ísland 27-33 | Patti átti ekkert svar
Ísland vann frábæran sigur á Austurríki í fyrsta leik milliriðlakeppninnar á EM í Danmörku. Strákarnir gerðu út um leikinn með frábærum fyrri hálfleik.

Guðjón Valur með hundrað prósent skotnýtingu í öðrum leiknum í röð
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, nýtti öll sjö skotin sín í sigrinum á Austurríki í kvöld en þetta var fyrsti leikur strákanna okkar í milliriðli eitt á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku.