Handbolti

Strákarnir komnir til Herning

Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar
Aron stýrir æfingunni í Boxinu í dag.
Aron stýrir æfingunni í Boxinu í dag. vísir/daníel
Strákarnir okkar hefja leik í milliriðli EM á morgun. Þeir fluttu sig frá Álaborg í dag yfir til smábæjarins Herning en þar er engu að síður flottasta handboltahöll Danmerkur, Jyske Bank Boxen eða bara Boxið.

Í þessari glæsilegu höll er pláss fyrir um 14 þúsund manns. Það er því engin tilviljun að Danir spili alla leiki sína hér og hefur verið ótrúleg stemning á leikjum þeirra í Boxinu.

Strákarnir tóku létta æfingu í höllinni nú seinni partinn og þeim leist mjög vel á allt hérna. Þeir bíða spenntir eftir því að spila í stemningunni.

Aron Pálmarsson hvíldi algjörlega á æfingunni enda er standið á honum langt frá því að gera gott. Sömu sögu er að segja af Arnóri Atlasyni en Þórir Ólafsson er betri sem og varnartröllin Sverre Jakobsson og Vignir Svavarsson.

Leikur Íslands og Austurríkis hefst klukkan 17.15 á morgun og verður í beinni textalýsingu á Vísi.

Aron Pálmarsson hvíldi á æfingunni í dag.vísir/daníel



Fleiri fréttir

Sjá meira


×