Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð tvö, fékk menn til að fara yfir frammistöðuna í riðlakeppninni og meta möguleika íslenska handboltalandsliðsins í milliriðlinum á EM í Danmörku en fyrsti leikur Íslands er á móti Austurríki á morgun.
„Riðlakeppninni í Álaborg er lokið og nú tekur við ný keppni, ný riðlakeppni, milliriðlar. En hvað getum við tekið með okkur úr leikjum þremur í Álaborg?,“ spyr Guðjón Guðmundsson í upphafi innslags síns frá Danmörku.
Guðjón ræddi við íslensku landsliðsmennina Ásgeir Örn Hallgrímsson og Rúnar Kárason, Spánverjann frábæra Joan Canellas og Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfara, en framundan eru leikir í milliriðli við Austurríki, Makedóníu og Danmörk.
„Ég held að það séu fullt af hlutum sem við getum tekið með okkur,“ sagði Ásgeir Örn sem fór yfir leiki íslenska liðsins í riðlinum.
„Ég held að við getum verið þokkalega sáttir en við hefðum getað gert betur bæði í Ungverjaleiknum og á móti Spáni. Það er alveg pláss fyrir bætingu,“ sagði Rúnar Kárason.
„Þetta var besti leikurinn okkar á mótinu til þessa og þá sérstaklega í sókninni. Við náðum markmiðinu okkar með því að taka öll stigin með okkur í milliriðilinn og nú þurfum við að berjast fyrir sæti í undanúrslitunum,“ sagði Spánverjinn Joan Canellas sem átti frábæran leik á móti Íslandi.
„Það eru margir búnir að skila framlagi í liðinu og við höfum notað sextán leikmenn sem er mjög jákvætt og veit á gott,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson.
Það er hægt að finna öll viðtölin hans Gaupa með því að smella hér fyrir ofan.
Gaupi fór yfir EM með þeim Ásgeiri, Rúnari, Aroni og Canellas
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mest lesið





Allt annað en sáttur með Frey
Fótbolti




Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn

Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United
Enski boltinn