Umfjöllun: Spánn - Ísland 33-28 | Hetjuleg barátta dugði ekki til Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. janúar 2014 13:57 visir/daníel Ísland varð að játa sig sigrað gegn heimsmeistaraliði Spánverja á EM í handbolta. Strákarnir voru lengi vel inni í leiknum og komust tvívegis þremur mörkum yfir. Þegar staðan var 22-19, Íslandi í vil, og tæpar 20 mínútur eftir af leiknum kom Jose Manuel Sierra aftur inn á í spænska markið eftir að hafa verið tekinn af velli í fyrri hálfleik. Sierra lokaði markinu næstu sex mínúturnar og Spánverjar skoruðu sex mörk í röð. Strákarnir neituðu þó að játa sig sigraða og héldu spennu í leiknum fram á lokamínútur leiksins. Björgvin Páll Gústavsson varði vel í markinu og Ásgeir Örn Hallgrímsson minnkaði muninn í tvö mörk þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. En þá sögðu Spánverjar stopp og tryggðu sér sigurinn með því að skora fjögur af fimm síðustu mörkum leiksins. Þar með er ljóst að Spánn fer áfram í milliriðlakeppnina í fullt hús stiga. Ísland þarf að bíða eftir úrslitum úr síðari leik dagsins í B-riðli, viðureign Noregs og Ungverjalands, til að sjá hvort að liðið fari áfram með eitt eða tvö stig. Spænska liðið mætti gríðarlega sterkt til leiks og skoraði úr fyrstu sex skotunum sínum í leiknum. En okkar menn létu ekki slá sig út af laginu. Björgvin Páll hrökk í gang með því að verja tvö vítaskot á skömmum tíma og strákarnir náðu forystu, 9-7, eftir sautján mínútna leik.Aron Pálmarsson átti stórleik í fyrri hálfleik og skoraði sex stórglæsileg mörk. Þeir spænsku ákváðu undir lok hálfleiksins að taka Aron úr umferð eftir að Ísland hafði komist á 6-1 sprett og náð 15-12 forystu í leiknum. Það virkaði hjá spænska liðinu sem gekk á lagið með því að skora fjögur síðustu mörk hálfleiksins, þar af úr aukakasti eftir að leiktíminn rann út. Strákarnir byrjuðu vel í síðari hálfleik. Ásgeir Örn Hallgrímsson hrökk í gang og skoraði nokkur glæsileg mörk. Strákarnir voru á fínu skriði en eftir að Spánverjar skiptu í gír í varnarleiknum fór leikurinn að snúast þeim í hag, hægt og rólega. Spánverjar kunna þá list vel að stíga upp þegar mest á reynir og það gerðu þeir í dag. Það sést best á því að liðið vann fimm marka sigur sem gefur engan veginn rétta mynd af gangi leiksins. Strákarnir börðust hetjulega og sýndu að Ísland á lið sem getur á góðum degi staðið í hvaða andstæðingi sem er. Guðjón Valur gerði sitt afskaplega vel í dag og klikkaði ekki á skoti allan leikinn. Það gerði Rúnar Kárason ekki heldur auk þess sem Gunnar Steinn Jónsson átti fína innkomu. Vörnin átti sína spretti en Spánverjar voru grimmir í fráköstunum og leituðu grimmt inn á línuna með góðum árangri. Ísland er komið áfram í milliriðlakeppnina og leikur fyrsta leik sinn þar í Herning á laugardaginn. Það kemur í ljós í kvöld hver andstæðingurinn verður og hvenær flautað verður til leiks. EM 2014 karla Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira
Ísland varð að játa sig sigrað gegn heimsmeistaraliði Spánverja á EM í handbolta. Strákarnir voru lengi vel inni í leiknum og komust tvívegis þremur mörkum yfir. Þegar staðan var 22-19, Íslandi í vil, og tæpar 20 mínútur eftir af leiknum kom Jose Manuel Sierra aftur inn á í spænska markið eftir að hafa verið tekinn af velli í fyrri hálfleik. Sierra lokaði markinu næstu sex mínúturnar og Spánverjar skoruðu sex mörk í röð. Strákarnir neituðu þó að játa sig sigraða og héldu spennu í leiknum fram á lokamínútur leiksins. Björgvin Páll Gústavsson varði vel í markinu og Ásgeir Örn Hallgrímsson minnkaði muninn í tvö mörk þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. En þá sögðu Spánverjar stopp og tryggðu sér sigurinn með því að skora fjögur af fimm síðustu mörkum leiksins. Þar með er ljóst að Spánn fer áfram í milliriðlakeppnina í fullt hús stiga. Ísland þarf að bíða eftir úrslitum úr síðari leik dagsins í B-riðli, viðureign Noregs og Ungverjalands, til að sjá hvort að liðið fari áfram með eitt eða tvö stig. Spænska liðið mætti gríðarlega sterkt til leiks og skoraði úr fyrstu sex skotunum sínum í leiknum. En okkar menn létu ekki slá sig út af laginu. Björgvin Páll hrökk í gang með því að verja tvö vítaskot á skömmum tíma og strákarnir náðu forystu, 9-7, eftir sautján mínútna leik.Aron Pálmarsson átti stórleik í fyrri hálfleik og skoraði sex stórglæsileg mörk. Þeir spænsku ákváðu undir lok hálfleiksins að taka Aron úr umferð eftir að Ísland hafði komist á 6-1 sprett og náð 15-12 forystu í leiknum. Það virkaði hjá spænska liðinu sem gekk á lagið með því að skora fjögur síðustu mörk hálfleiksins, þar af úr aukakasti eftir að leiktíminn rann út. Strákarnir byrjuðu vel í síðari hálfleik. Ásgeir Örn Hallgrímsson hrökk í gang og skoraði nokkur glæsileg mörk. Strákarnir voru á fínu skriði en eftir að Spánverjar skiptu í gír í varnarleiknum fór leikurinn að snúast þeim í hag, hægt og rólega. Spánverjar kunna þá list vel að stíga upp þegar mest á reynir og það gerðu þeir í dag. Það sést best á því að liðið vann fimm marka sigur sem gefur engan veginn rétta mynd af gangi leiksins. Strákarnir börðust hetjulega og sýndu að Ísland á lið sem getur á góðum degi staðið í hvaða andstæðingi sem er. Guðjón Valur gerði sitt afskaplega vel í dag og klikkaði ekki á skoti allan leikinn. Það gerði Rúnar Kárason ekki heldur auk þess sem Gunnar Steinn Jónsson átti fína innkomu. Vörnin átti sína spretti en Spánverjar voru grimmir í fráköstunum og leituðu grimmt inn á línuna með góðum árangri. Ísland er komið áfram í milliriðlakeppnina og leikur fyrsta leik sinn þar í Herning á laugardaginn. Það kemur í ljós í kvöld hver andstæðingurinn verður og hvenær flautað verður til leiks.
EM 2014 karla Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira