Svona fór síðast gegn Ungverjum | Myndband Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2014 14:51 Mynd/Skjáskot Íslenska karlalandsliðið í handbolta hyggur á hefndir gegn Ungverjum á EM í Danmörku í dag. Strákarnir muna vel eftir tapinu dramatíska sem gerði út um vonir um verðlaun á Ólympíuleikunum í London sumarið 2012. Íslenska liðið var í banastuði í London. Með Ólaf Stefánsson í broddi fylkingar fór liðið á kostum og þótti afar líklegt til afreka gegn sterku liði Ungverja í átta liða úrslitum. Ungverjar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik. Þeir náðu fljótlega fjögurra marka forskoti og leiddu í hálfleik 16-12. Okkar menn sneru við blaðinu í síðari hálfleik og komust yfir í 27-26 með marki Guðjóns Vals Sigurðssonar þegar tvær mínútur lifðu leiks. Allt virðist vera að falla með Íslendingum þegar Ólafur Stefánsson sótti vítakast þegar ellefu sekúndur voru eftir af leiknum. Snorri Steinn Guðjónsson kom af bekknum til að taka vítið en markvörður Ungverja varði. Þeir brunuðu í hraðaupphlaup og jöfnuðu metin svo framlengja þurfti leikinn. Aftur var framlengt eftir fyrstu framlengingu þegar staðan var 30-30. Það voru hins vegar Ungverjar sem höfðu betur eftir síðari framlengingu 34-33 og tryggðu sér sæti í undanúrslitum. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem Ungverjar reyndust gleðispillir því þeir slógu íslenska liðið einnig út í átta liða úrslitum á HM í Japan árið 1997. Þá var Ísland enn í leit að sínum fyrsta verðlaunapening á stórmóti í handbolta ef frá er talin B-keppnin í Frakklandi árið 1989. Tíu leikmenn í núverandi landsliðshópi Íslands voru í liðinu í London árið 2012 eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í morgun. Þeir ætla ekki að láta Ungverja eyðileggja annan draum sinn.Leikurinn hefst klukkan 17 og verður í beinni útsendingu á Bylgjunni og textalýsingu hér á Vísi.Hér að neðan má sjá þriggja mínútna samantekt úr leiknum þar sem dramatíkinni er gerð góð skil.Smella þarf á „Watch on YouTube“ til þess að horfa á myndbandið. EM 2014 karla Handbolti Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta hyggur á hefndir gegn Ungverjum á EM í Danmörku í dag. Strákarnir muna vel eftir tapinu dramatíska sem gerði út um vonir um verðlaun á Ólympíuleikunum í London sumarið 2012. Íslenska liðið var í banastuði í London. Með Ólaf Stefánsson í broddi fylkingar fór liðið á kostum og þótti afar líklegt til afreka gegn sterku liði Ungverja í átta liða úrslitum. Ungverjar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik. Þeir náðu fljótlega fjögurra marka forskoti og leiddu í hálfleik 16-12. Okkar menn sneru við blaðinu í síðari hálfleik og komust yfir í 27-26 með marki Guðjóns Vals Sigurðssonar þegar tvær mínútur lifðu leiks. Allt virðist vera að falla með Íslendingum þegar Ólafur Stefánsson sótti vítakast þegar ellefu sekúndur voru eftir af leiknum. Snorri Steinn Guðjónsson kom af bekknum til að taka vítið en markvörður Ungverja varði. Þeir brunuðu í hraðaupphlaup og jöfnuðu metin svo framlengja þurfti leikinn. Aftur var framlengt eftir fyrstu framlengingu þegar staðan var 30-30. Það voru hins vegar Ungverjar sem höfðu betur eftir síðari framlengingu 34-33 og tryggðu sér sæti í undanúrslitum. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem Ungverjar reyndust gleðispillir því þeir slógu íslenska liðið einnig út í átta liða úrslitum á HM í Japan árið 1997. Þá var Ísland enn í leit að sínum fyrsta verðlaunapening á stórmóti í handbolta ef frá er talin B-keppnin í Frakklandi árið 1989. Tíu leikmenn í núverandi landsliðshópi Íslands voru í liðinu í London árið 2012 eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í morgun. Þeir ætla ekki að láta Ungverja eyðileggja annan draum sinn.Leikurinn hefst klukkan 17 og verður í beinni útsendingu á Bylgjunni og textalýsingu hér á Vísi.Hér að neðan má sjá þriggja mínútna samantekt úr leiknum þar sem dramatíkinni er gerð góð skil.Smella þarf á „Watch on YouTube“ til þess að horfa á myndbandið.
EM 2014 karla Handbolti Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Sjá meira