Landslið Serbíu og Króatíu byrjuðu bæði Evrópumótið í handbolta í Danmörku með því að vinna sinn fyrsta leik en keppni í C- og D-riðli hófst í dag. Serbar unnu spennuleik við Pólverja en Króatar fóru illa með Hvít-Rússa.
Serbía vann eins marks sigur á Póllandi, 20-19, en miklar sveiflur voru í seinni hálfleiknum. Pólverjar áttu möguleika á því að jafna í lokin en klúðruðu síðustu sókninni sinni.
Serbar voru 13-9 yfir í hálfleik en skoruðu ekki mark á fyrstu átta mínútum seinni hálfleiksins og á meðan skoruðu Pólverjar sex mörk og tveimur mörkum yfir, 13-15. Serbar náðu aftur forystunni, komust í 18-16 og tókst síðan að landa tveimur mikilvægum stigum.
Króatar áttu ekki í miklum vandræðum með Hvít-Rússa. Króatar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 16-11, og unnu síðan með ellefu marka mun, 33-22.
Serbar unnu spennuleik á móti Pólverjum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Allt annað en sáttur með Frey
Fótbolti




Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn

Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United
Enski boltinn