Tomas Svensson, Peter Gentzel, Mats Olsson, Martin Frändesjö, Stefan Lövgren, Martin Boquist, Magnus Andersson, Ljubomir Vranjes, Andreas Larsson, Magnus Wilander, Thomas Sivertsson, Mathias Franzén og Bengt Johansson spá allir Dönum Evrópumeistaratitlinum en Danir myndu þá vinna annað EM-gullið í röð.
Bengt Johansson gerði sænska landsliðið fjórum sinnum að Evrópumeisturum (1994, 1998, 2000 og 2002) en hann þjálfaði Svía frá 1988 til 2004. Síðasta EM-gullið hans kom á heimavelli á EM í Svíþjóð árið 2002.
Danir unnu sannfærandi 29-21 sigur á Makedóníu í fyrsta leiknum sínum í gær en á morgun mæta þeir Patreki Jóhannessyni og lærisveinum hans í Austurríki. Austurríki vann tíu marka sigur á Tékklandi í fyrsta leik.
