Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik fyrir Ísland er það lagði Noreg af velli. Björgvin varði oft glæsilega og svaraði öllum gagnrýnisröddum á réttan hátt.
"Við vorum algjörlega klárir í slaginn og þetta var ógeðslega gaman. Stúkan var rauð til að byrja með en svo dró úr þeim og bláa fólkið í stúkunni stóð og söng. Það var frábært og okkur leið eins og á heimavelli," sagði Björgvin kátur og mátti vel vera það.
Norðmenn voru í miklum meirihluta meðal áhorfenda en íslensku áhorfendurnir voru algjörlega frábærir og eiga hrós skilið.
"Við vorum í gírnum og þegar við erum í þessum gír þá er rosalega erfitt að eiga við okkur. Það er mikil reynsla og við vitum hvað þarf."
"Við verðum að halda í þessa geðveiki sem var frá upphafi og mæta svona gíraðir í alla leiki. Það má vel vera að leikurinn gegn Þýskalandi hafi verið góð áminning en hann sýndi okkur að við verðum alltaf að vera klárir frá fyrstu mínútu."
"Ég fann mig vel en varðir boltar eru aukaatriði þegar sigur er annars vegar. Við verðum að halda áfram á þessari braut."
Björgvin: Okkur leið eins og á heimavelli
Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum
Körfubolti

Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn






Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum
Körfubolti