Það liggur fyrir hverjir munu dæma leik Íslands og Noregs í dag. Það eru króatískir dómarar sem stýra umferðinni að þessu sinni.
Þeir heita Matija Gubica og Boris Milosevic. Hitt dómaraparið í B-riðli kemur frá Slóveníu.
Jóhann Ingi Gunnarsson íþróttasálfræðingur sér um að undirbúa dómara fyrir mótið og mun vinna með þeim á mótinu allt til enda.
Blaðamaður Vísis hitti á Jóhann Inga í gær og hann lofaði því að dómararnir væru tilbúnir í slaginn.
