Körfubolti

Suðurnesjaslagurinn í beinni á Stöð 2 Sport

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Ólafsson skoraði sigurkörfu Keflavíkur í síðasta leik liðsins gegn Njarðvík.
Gunnar Ólafsson skoraði sigurkörfu Keflavíkur í síðasta leik liðsins gegn Njarðvík. Vísir/Vilhelm
Það má búast við hörkuleik, eins og ávallt, þegar að erkifjendurnir Keflavík og Njarðvík eigast við í Domino's-deild karla í kvöld.

Keflvíkingar þurfa sigur til að halda í við KR-inga á toppi deildarinnar en Njarðvík hefur unnið þrjá leiki í röð og er komið upp í fjórða sætið.

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, rétt eins og fyrri viðureign liðanna á tímabilinu. Þá vann Keflavík nauman sigur í æsispennandi leik, 88-85, þar sem Gunnar Ólafsson tryggði sínum mönnum sigur með þriggja stiga körfu á lokasekúndunum.

Guðmundur Benediktsson mun lýsa leiknum í kvöld en hann verður einnig í beinni textalýsingu hér á Vísi.


Tengdar fréttir

Baráttan um Reykjanesbæ verður baráttan um Brooklyn

Elvar Már Friðriksson og Gunnar Ólafsson eru þrátt fyrir ungan aldur í stórum hlutverkum hjá Keflavík og Njarðvík í karlakörfunni. Þeir voru báðir í aðalhlutverkum þegar Reykjanesbæjarliðin mættust í Dominos-deildinni fyrr í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×