Sá besti fékk núll í einkunn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. janúar 2014 23:35 Landin svekktur á svip í leiknum í dag. Vísir/AFP Bent Nyegaard, handboltasérfærðingur TV2, er ekki að skafa af hlutunum eftir útreið danska karlalandsliðsins í úrslitaleik Evrópumótsins gegn Frökkum í dag.Danir sáu aldrei til sólar í leiknum og töpuðu 41-32. Frændur okkar töpuðu einnig úrslitaleiknum á HM á Spáni fyrir ári er heimamenn tóku þá í kennslustund 35-19. Nyegaard gefur öllum leikmönnum danska landsliðsins einkunn fyrir frammistöðuna í dag. Niklas Landin, markvörður Rhein-Neckar Löwen sem valinn var í úrvalslið mótsins, fær núll í einkunn líkt og línumaðurinn René Toft Hansen. Allar einkunnirnar má sjá á vef TV2. „Hann var með 15 prósent vörslu í úrslitaleiknum á EM. Þannig fór það en ég minnist ekki að hafa séð hann svo slakan nokkru sinni. Hann fékk ekki hjálp frá vörninni en stóð sig líka illa,“ segir Nyegaard um Landin sem er af mörgum talinn besti markvörður í heimi í dag. Um Hansen sagði Nyegaard: „Það er óþarfi að flækja hlutina. Þetta var ekki hans dagur. Hann fékk tvær tveggja mínútna brottvísanir snemma í leiknum og var of seinn í öllum sínum aðgerðum. Hann var aldrei límið sem átti að halda danska liðinu saman.“ Þjálfarinn Ulrik Wilbek fékk einn í einkunn eins og fleiri leikmenn liðsins. Mikkel Hansen og Hans Lindberg fengu fjóra af sex í einkunn og voru hæstir í einkunnagjöfinni. EM 2014 karla Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Sjá meira
Bent Nyegaard, handboltasérfærðingur TV2, er ekki að skafa af hlutunum eftir útreið danska karlalandsliðsins í úrslitaleik Evrópumótsins gegn Frökkum í dag.Danir sáu aldrei til sólar í leiknum og töpuðu 41-32. Frændur okkar töpuðu einnig úrslitaleiknum á HM á Spáni fyrir ári er heimamenn tóku þá í kennslustund 35-19. Nyegaard gefur öllum leikmönnum danska landsliðsins einkunn fyrir frammistöðuna í dag. Niklas Landin, markvörður Rhein-Neckar Löwen sem valinn var í úrvalslið mótsins, fær núll í einkunn líkt og línumaðurinn René Toft Hansen. Allar einkunnirnar má sjá á vef TV2. „Hann var með 15 prósent vörslu í úrslitaleiknum á EM. Þannig fór það en ég minnist ekki að hafa séð hann svo slakan nokkru sinni. Hann fékk ekki hjálp frá vörninni en stóð sig líka illa,“ segir Nyegaard um Landin sem er af mörgum talinn besti markvörður í heimi í dag. Um Hansen sagði Nyegaard: „Það er óþarfi að flækja hlutina. Þetta var ekki hans dagur. Hann fékk tvær tveggja mínútna brottvísanir snemma í leiknum og var of seinn í öllum sínum aðgerðum. Hann var aldrei límið sem átti að halda danska liðinu saman.“ Þjálfarinn Ulrik Wilbek fékk einn í einkunn eins og fleiri leikmenn liðsins. Mikkel Hansen og Hans Lindberg fengu fjóra af sex í einkunn og voru hæstir í einkunnagjöfinni.
EM 2014 karla Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Sjá meira