Valskonur halda öðru sæti sínu í Olísdeild kvenna í handbolta eftir stórsigur á Aftureldingu í Vodafone-höllinni 39-18.
Rebekka Rut Skúladóttir skoraði tíu mörk fyrir heimakonur sem leiddur með tíu mörkum í hálfleik, 20-10. Kristín Guðmundsdóttir skoraði níu mörk fyrir Val og hornamaðurinn Karólína Bæhrenz Lárudóttir átta.
Hjá gestunum var það stórskyttan Hekla Daðadóttir sem var atkvæðamest með tíu mörk. Valur hefur 22 stig í öðru sæti deildarinnar en Afturelding er enn án stiga í botnsætinu.
Fyrr í dag vann ÍBV þriggja marka sigur á Selfossi í spennandi leik í Eyjum.
Tíu mörk Heklu dugðu skammt gegn Valskonum
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
