Íslandsmetin féllu hvert á fætur öðru 25. janúar 2014 15:48 Keppni í lyftingum á Reykjavíkurleikunum lauk rétt í þessu. Hvorki meira né minna en níu Íslandsmet voru slegin í keppninni, þar af átta í kvennaflokki. Sigurvegarar mótsins voru þau Þuríður Erla Helgadóttir, Ármanni, og Gísli Kristjánsson, Lyftingafélagi Reykjavíkur en þau voru stigahæst í keppninni óháð þyngdarflokki. Þuríður Erla setti Íslandsmet í -63 kg flokki þegar hún jafnhattaði 93 kg. Annie Mist Þórisdóttir setti tvö met í -69 kg flokki. Annarsvegar í jafnhöttun þar sem hún lyfti 95 kg og sló 2 ára gamalt eigið met og hinsvegar í samanlögðu sem var 170 kg en gamla metið var 164 kg. Katrín Tanja Davíðsdóttir setti einnig met í -69 kg flokki en það var í snörun þegar hún lyfti 78 kg. Gamla metið átti hún sjálf sem var 76 kg. Hin stórefnilega lyftingakona, Lilja Lind Helgadóttir sem er aðeins 17 ára gömul og keppir í +75 kg flokki, gerði sér lítið fyrir og setti fjögur Íslandsmet á mótinu. Lilja Lind bætti Íslandsmetið í snörun um 10 kg þegar hún lyfti 80 kg. Síðan tvíbætti hún Íslandsmetið í jafnhöttun fyrst 93 kg og svo 96 kg en gamla metið var 90 kg. Samanlagt lyfti hún því 176 kg sem er 16 kg bæting á Íslandsmetinu í samanlögðu.Björgvin Karl Guðmundsson var eini karlinn sem setti Íslandsmet á mótinu en hann lyfti 112 kg í snörun sem var 1 kg bæting á hans eigin meti í -85 kg flokki. Þá má geta þess að Gísli Kristjánsson sem verður 50 ára í sumar hefði sett heimsmet í dag ef hann hefði verið að keppa á heimsmeistaramóti öldunga (masters). Aðeins er þó hægt að fá slíkt met skráð á heimsmeistaramótinu sjálfu.Verðlaunahafar í kvennaflokki – stigakeppni óháð þyngdarflokki 1. Þuríður Erla Helgadóttir, Ármann 2. Björk Óðinsdóttir, Lyftingafélagi Reykjavíkur 3. Anna Hulda Ólafsdóttir, Lyftingafélagi ReykjavíkurVerðlaunahafar í karlaflokki – stigakeppni óháð þyngdarflokki 1. Gísli Kristjánsson, Lyftingafélagi Reykjavíkur 2. Kristian Helleren, Noregi 3. Andri Gunnarsson, Lyftingafélagi Garðabæjar Íþróttir Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Keppni í lyftingum á Reykjavíkurleikunum lauk rétt í þessu. Hvorki meira né minna en níu Íslandsmet voru slegin í keppninni, þar af átta í kvennaflokki. Sigurvegarar mótsins voru þau Þuríður Erla Helgadóttir, Ármanni, og Gísli Kristjánsson, Lyftingafélagi Reykjavíkur en þau voru stigahæst í keppninni óháð þyngdarflokki. Þuríður Erla setti Íslandsmet í -63 kg flokki þegar hún jafnhattaði 93 kg. Annie Mist Þórisdóttir setti tvö met í -69 kg flokki. Annarsvegar í jafnhöttun þar sem hún lyfti 95 kg og sló 2 ára gamalt eigið met og hinsvegar í samanlögðu sem var 170 kg en gamla metið var 164 kg. Katrín Tanja Davíðsdóttir setti einnig met í -69 kg flokki en það var í snörun þegar hún lyfti 78 kg. Gamla metið átti hún sjálf sem var 76 kg. Hin stórefnilega lyftingakona, Lilja Lind Helgadóttir sem er aðeins 17 ára gömul og keppir í +75 kg flokki, gerði sér lítið fyrir og setti fjögur Íslandsmet á mótinu. Lilja Lind bætti Íslandsmetið í snörun um 10 kg þegar hún lyfti 80 kg. Síðan tvíbætti hún Íslandsmetið í jafnhöttun fyrst 93 kg og svo 96 kg en gamla metið var 90 kg. Samanlagt lyfti hún því 176 kg sem er 16 kg bæting á Íslandsmetinu í samanlögðu.Björgvin Karl Guðmundsson var eini karlinn sem setti Íslandsmet á mótinu en hann lyfti 112 kg í snörun sem var 1 kg bæting á hans eigin meti í -85 kg flokki. Þá má geta þess að Gísli Kristjánsson sem verður 50 ára í sumar hefði sett heimsmet í dag ef hann hefði verið að keppa á heimsmeistaramóti öldunga (masters). Aðeins er þó hægt að fá slíkt met skráð á heimsmeistaramótinu sjálfu.Verðlaunahafar í kvennaflokki – stigakeppni óháð þyngdarflokki 1. Þuríður Erla Helgadóttir, Ármann 2. Björk Óðinsdóttir, Lyftingafélagi Reykjavíkur 3. Anna Hulda Ólafsdóttir, Lyftingafélagi ReykjavíkurVerðlaunahafar í karlaflokki – stigakeppni óháð þyngdarflokki 1. Gísli Kristjánsson, Lyftingafélagi Reykjavíkur 2. Kristian Helleren, Noregi 3. Andri Gunnarsson, Lyftingafélagi Garðabæjar
Íþróttir Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira