Ester Óskarsdóttir og Kristrún Hlynsdóttir skoruðu sex mörk hvor þegar ÍBV lagði Selfoss 30-27 í Olísdeild kvenna í handbolta í dag.
Leikurinn var jafn og spennandi fram í miðjan síðari hálfleikinn. Gestirnir leiddu óvænt í hálfleik 15-14 og enn var jafnt 23-23 þegar ellefu mínútur voru til leiksloka.
ÍBV vann hins vegar lokakaflann 7-4 og tryggði sér stigin tvö. Þuríður Guðjónsdótir og Carmen Palamariu skoruðu sjö mörk hvor fyrir Selfyssinga og Tinna Soffía Traustadóttir sex.
ÍBV hefur nú 20 stig í þriðja sæti deildarinnar. Selfoss er í 10. sæti með 6 stig.
Góður lokakafli tryggði ÍBV sigur á Selfossi
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið





„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti

Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti


Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti
