Fíll í felum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 25. janúar 2014 06:00 Fyrirheit stjórnarflokkanna um afnám verðtryggingar á neytendalánum hefur frá upphafi verið innantómt. Ástæðan er að það gengur þvert á þá stefnu ríkisstjórnarinnar að halda í íslenzku krónuna sem gjaldmiðil og hafna öðrum kostum sem eru í boði. Verðtryggingin er nefnilega verðið sem við greiðum fyrir krónuna. Hún er veikur og óstöðugur gjaldmiðill sem rýrnar stöðugt. Engum dettur í hug að lána fólki krónur til langs tíma nema hafa tryggingu fyrir því að fá jafnverðmætar krónur til baka. Verðtrygging er eitt form slíkrar tryggingar, annað er háir vextir sem geta tekið stökk ef krónan fellur og verðbólga eykst og það þriðja gengisviðmiðun, sem búið er að dæma ólöglega. Verðtryggingin er í rauninni bara fylgikvilli þess undirliggjandi sjúkleika íslenzka hagkerfisins sem felst í því að búa við krónuna. Með tillögum nefndar um afnám verðtryggingar neytendalána, sem skilaði af sér í fyrradag, er einungis reynt að fást við fylgikvillann – og það með einhvers konar smáskammta- eða skottulækningum. Það verður að teljast nokkurt afrek, en í fjörutíu og fimm blaðsíðna skýrslu nefndarinnar er ekki að finna stafkrók um samhengi verðtryggingarinnar og veiks gjaldmiðils. Það mætti halda að það hafi staðið í erindisbréfinu að bezt væri að nefna það ekki. Í tillögum nefndarinnar felst ekkert afnám verðtryggingar á neytendalánum. Þvert á móti er skýrslan á löngum köflum ágætur rökstuðningur fyrir því að við núverandi aðstæður í hagkerfinu (sem ekki er fyrirséð að breytist) sé ómögulegt og í rauninni stórhættulegt að afnema verðtrygginguna. Það eina sem nefndin kreistir upp úr sér er að banna eigi verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára og sömuleiðis verðtryggð lán með skamman lánstíma. Þetta mun hafa lítil áhrif önnur en þau að fækka valkostum neytenda sem vilja taka lán, þyngja greiðslubyrðina hjá fólki sem tekur ný lán og gera þeim tekjulægri erfiðara fyrir að eignast húsnæði. Löngu verðtryggðu húsnæðislánin eru að sönnu andstyggileg og skiljanlegt að fólk vilji vera laust við þau; eignamyndunin er óskaplega hæg og höfuðstóllinn fer stundum hækkandi árum saman. Þau verja hins vegar fólk, og þá sérstaklega þá tekjulægri, fyrir höggum verðbólgunnar með því að fresta greiðslubyrðinni í stað þess að taka út áfallið strax eins og gerist með óverðtryggðum lánum. Og í hagkerfi þar sem verðbólguskotin eru tíð og í beinu samhengi við gengisfall krónunnar hefur þetta lánsform reynzt skárra en óverðtryggðu lánin; samanburður sem Alþýðusambandið gerði fyrir nokkrum misserum sýndi að til langs tíma væru raunvextir verðtryggðra lána neytendum hagstæðari en þeirra óverðtryggðu, af því að lánastofnanir reikna verðbólguáhættu inn í vexti þeirra síðarnefndu. Nefndin lætur eins og eftir tvö ár sé hægt að skoða það að taka næsta skref; að afnema verðtryggingu neytendalána að fullu. Þegar skýrslan er lesin vel sést að nefndin hefur í raun enga trú á að hægt sé að gera það án þess að það hafi skelfilegar afleiðingar. Umræðan um afnám verðtryggingar snýst að miklu leyti um hluti sem skipta í raun ekki máli. Ef við viljum losna við verðtrygginguna verðum við að tala um fílinn í stofunni, ónýtan gjaldmiðil, sem virðist hafa tekizt svona ljómandi vel að fela sig fyrir nefnd forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirheit stjórnarflokkanna um afnám verðtryggingar á neytendalánum hefur frá upphafi verið innantómt. Ástæðan er að það gengur þvert á þá stefnu ríkisstjórnarinnar að halda í íslenzku krónuna sem gjaldmiðil og hafna öðrum kostum sem eru í boði. Verðtryggingin er nefnilega verðið sem við greiðum fyrir krónuna. Hún er veikur og óstöðugur gjaldmiðill sem rýrnar stöðugt. Engum dettur í hug að lána fólki krónur til langs tíma nema hafa tryggingu fyrir því að fá jafnverðmætar krónur til baka. Verðtrygging er eitt form slíkrar tryggingar, annað er háir vextir sem geta tekið stökk ef krónan fellur og verðbólga eykst og það þriðja gengisviðmiðun, sem búið er að dæma ólöglega. Verðtryggingin er í rauninni bara fylgikvilli þess undirliggjandi sjúkleika íslenzka hagkerfisins sem felst í því að búa við krónuna. Með tillögum nefndar um afnám verðtryggingar neytendalána, sem skilaði af sér í fyrradag, er einungis reynt að fást við fylgikvillann – og það með einhvers konar smáskammta- eða skottulækningum. Það verður að teljast nokkurt afrek, en í fjörutíu og fimm blaðsíðna skýrslu nefndarinnar er ekki að finna stafkrók um samhengi verðtryggingarinnar og veiks gjaldmiðils. Það mætti halda að það hafi staðið í erindisbréfinu að bezt væri að nefna það ekki. Í tillögum nefndarinnar felst ekkert afnám verðtryggingar á neytendalánum. Þvert á móti er skýrslan á löngum köflum ágætur rökstuðningur fyrir því að við núverandi aðstæður í hagkerfinu (sem ekki er fyrirséð að breytist) sé ómögulegt og í rauninni stórhættulegt að afnema verðtrygginguna. Það eina sem nefndin kreistir upp úr sér er að banna eigi verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára og sömuleiðis verðtryggð lán með skamman lánstíma. Þetta mun hafa lítil áhrif önnur en þau að fækka valkostum neytenda sem vilja taka lán, þyngja greiðslubyrðina hjá fólki sem tekur ný lán og gera þeim tekjulægri erfiðara fyrir að eignast húsnæði. Löngu verðtryggðu húsnæðislánin eru að sönnu andstyggileg og skiljanlegt að fólk vilji vera laust við þau; eignamyndunin er óskaplega hæg og höfuðstóllinn fer stundum hækkandi árum saman. Þau verja hins vegar fólk, og þá sérstaklega þá tekjulægri, fyrir höggum verðbólgunnar með því að fresta greiðslubyrðinni í stað þess að taka út áfallið strax eins og gerist með óverðtryggðum lánum. Og í hagkerfi þar sem verðbólguskotin eru tíð og í beinu samhengi við gengisfall krónunnar hefur þetta lánsform reynzt skárra en óverðtryggðu lánin; samanburður sem Alþýðusambandið gerði fyrir nokkrum misserum sýndi að til langs tíma væru raunvextir verðtryggðra lána neytendum hagstæðari en þeirra óverðtryggðu, af því að lánastofnanir reikna verðbólguáhættu inn í vexti þeirra síðarnefndu. Nefndin lætur eins og eftir tvö ár sé hægt að skoða það að taka næsta skref; að afnema verðtryggingu neytendalána að fullu. Þegar skýrslan er lesin vel sést að nefndin hefur í raun enga trú á að hægt sé að gera það án þess að það hafi skelfilegar afleiðingar. Umræðan um afnám verðtryggingar snýst að miklu leyti um hluti sem skipta í raun ekki máli. Ef við viljum losna við verðtrygginguna verðum við að tala um fílinn í stofunni, ónýtan gjaldmiðil, sem virðist hafa tekizt svona ljómandi vel að fela sig fyrir nefnd forsætisráðherra.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar