Spánverjar tryggðu sér annað sætið í milliriðli Íslands og þar með sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta í Danmörku með því að vinna ellefu marka sigur á Makedóníu í dag, 33-22. Þar með fór síðasti möguleiki íslenska liðsins að komast í undanúrslitin.
Spánverjar eru með átta stig og íslenska liðið getur mest náð sjö stigum vinni liði Dani í kvöld.
Íslenska liðið á samt enn möguleika á því að spila um fimmta sætið á mótinu en til þess má íslenska liðið ekki tapa niður átta marka forskoti á Ungverjaland í leikjum kvöldsins.
Spánverjar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12, en gerðu nánast út um leikinn með því að skora þrjú fyrstu mörkin í seinni hálfleiknum.
Kiril Lazarov, langbesti leikmaður Makedóníu og einn besti handboltamaður heims, spilaði ekki í þessum leik vegna meiðsla. Það var því strax ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir makedónska liðið.
Joan Canellas var markahæstur hjá Spáni með sex mörk en Filip Mirkulovski skoraði sjö mörk fyrir Makedóníu.
Undanúrslitadraumurinn úti hjá Íslandi - stórsigur Spánverja
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið







Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool
Enski boltinn

Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað
Íslenski boltinn

„Stöð 2 Sport er enski boltinn“
Enski boltinn

Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Íslenski boltinn