Seattle mætir Denver í Ofurskálinni | Myndband Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. janúar 2014 08:03 Pete Carroll þjálfari var hinn hressasti eftir sigurinn í nótt. Mynd/Heimasíða Seahawks Sterkasta varnarlið NFL-deildarinnar, Seattle Seahawks, tryggði sér í nótt sæti í leiknum um Ofurskálina (e. Superbowl) eftir 23-17 sigur á erkifjendunum í San Francisco 49ers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. Leikurinn í Seattle var æsispennandi frá upphafi til enda en þar fóru liðin tvö sem eru af flestum talin sterkustu varnarlið deildarinnar. Russell Wilson, leikstjórnandi heimamanna, virkaði stressaður framan af leik en átti eftir að blása á gagnrýnisraddir eins og svo oft áður. Gestirnir komust í 3-0 í fyrsta leikhluta og Seattle komst ekki á blað fyrr en í öðrum leikhluta. Áfram hélt spennan en tvenn mistök Colin Kaepernick, leikstjórnanda 49ers, komu Sjóhaukunum í góða stöðu í lokafjórðungnum. Úrslitin réðust þó ekki fyrr en á lokasekúndunum þegar sending Kaepernick, þegar 49ers voru komnir í námunda við snertimark, hafnaði í röngum höndum. Háværir heimamenn fögnuðu því að vera komnir í Ofurskálina í annað skiptið á átta árum. Seattle mætir Peyton Manning og félögum í Denver Broncos. Manning fór á kostum í sigri á Tom Brady og félögum í New England Patriots fyrr í gær. Úrslitaleikurinn fer fram í New Jersey þann 2. febrúar og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport líkt og leikirnir í nótt.Allt það helsta úr leiknum í nótt má sjá hér.Tweets about '#nflisland' NFL Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Sterkasta varnarlið NFL-deildarinnar, Seattle Seahawks, tryggði sér í nótt sæti í leiknum um Ofurskálina (e. Superbowl) eftir 23-17 sigur á erkifjendunum í San Francisco 49ers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. Leikurinn í Seattle var æsispennandi frá upphafi til enda en þar fóru liðin tvö sem eru af flestum talin sterkustu varnarlið deildarinnar. Russell Wilson, leikstjórnandi heimamanna, virkaði stressaður framan af leik en átti eftir að blása á gagnrýnisraddir eins og svo oft áður. Gestirnir komust í 3-0 í fyrsta leikhluta og Seattle komst ekki á blað fyrr en í öðrum leikhluta. Áfram hélt spennan en tvenn mistök Colin Kaepernick, leikstjórnanda 49ers, komu Sjóhaukunum í góða stöðu í lokafjórðungnum. Úrslitin réðust þó ekki fyrr en á lokasekúndunum þegar sending Kaepernick, þegar 49ers voru komnir í námunda við snertimark, hafnaði í röngum höndum. Háværir heimamenn fögnuðu því að vera komnir í Ofurskálina í annað skiptið á átta árum. Seattle mætir Peyton Manning og félögum í Denver Broncos. Manning fór á kostum í sigri á Tom Brady og félögum í New England Patriots fyrr í gær. Úrslitaleikurinn fer fram í New Jersey þann 2. febrúar og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport líkt og leikirnir í nótt.Allt það helsta úr leiknum í nótt má sjá hér.Tweets about '#nflisland'
NFL Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira