Körfubolti

Páll Axel skoraði fimm þrista á fyrstu fimm mínútunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Páll Axel Vilbergsson.
Páll Axel Vilbergsson. Vísir/Vilhelm
Páll Axel Vilbergsson átti einu ótrúlegustu byrjun í manna minnum í úrvalsdeild karla á Íslandi þegar Skallagrímur heimsótti KFÍ á Ísafjörð í Dóminos-deild karla í körfubolta í kvöld en leikurinn stendur nú yfir og er hægt að fylgjast með honum hér á Vísi.

Páll Axel skoraði fimm þriggja stiga körfur á fyrstu fimm mínútum leiksins og skoraði fimmtán fyrstu stig síns liðs.

Það voru aðeins 5 mínútur og 5 sekúndur liðnar af leiknum þegar Páll Axel setti niður sinn fimmta þrist og kom Skallagrími 15-4. Páll Axel skoraði alls 17 stig í fyrsta leikhlutanum sem KFÍ vann 20-16.

Páll Axel Vilbergsson sló met Guðjóns Skúlasonar í síðasta leik og er nú sá leikmaður sem hefur skorað flestar þriggja stiga körfur í sögu úrvalsdeildar karla.

Páll Axel var með 16 þriggja stiga körfur í þremur fyrstu leikjum ársins 2014 og hefur nýtt yfir fimmtíu prósent þriggja stiga skota sinna í síðustu tveimur leikjum (13 af 23, 57 prósent nýting).


Tengdar fréttir

Dramatískur sigur KFÍ - Joshua Brown með 49 stig

KFÍ vann dramatískan og gríðarlega mikilvægan eins stigs sigur á Skallagrími, 83-82, í kvöld í 15. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta en með honum náðu Ísfirðingar Borgnesingum að stigum í baráttunni fyrir lífi sínu í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×