María Rún á íþróttastyrk til Bandaríkjanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. janúar 2014 09:00 María Rún við keppni í langstökki á Vormóti ÍR í fyrra. Mynd/Gunnlaugur Júlíusson Fjölþrautarkonan María Rún Gunnlaugsdóttir úr Ármanni flutti um miðjan mánuðinn til Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum. Þar verður hún næstu misserin á fullum skólastyrk við nám, æfingar og keppni í University of Minnesota. Þjálfarar frjálsíþróttaliðs skólans sáu Maríu Rún fyrst á heimsmeistaramóti 19 ára og yngri sumarið 2012. Síðan hafa þeir fylgst með henni og meðal annars í tvígang sótt Ísland heim í þeim tilgangi að sjá hana á æfingum og í keppni auk þess að ræða um framtíðina við fjölskyldu hennar. María Rún fær sem fyrr segir fullan skólastyrk og annað sem hún þarf á að halda varðandi íþróttaiðkun sína. Megin grein hennar í keppni fyrir skólann verður sjöþraut. María Rún fetar í fótspor fjölmargra íslenskra afreksíþróttamanna í frjálsum íþróttum sem farið hafa vestur um haf og numið við bandaríska háskóla auk þess að æfa og keppa. Hún er þó fyrsti Íslendingurinn sem keppir fyrir hönd frjálsíþróttalið University of Minnesota.María Rún og íslenski fáninn í Minneappolis.Mynd/Gunnlaugur JúlíussonMaría Rún glímir enn við meiðsli sem tóku sig upp á Evrópumóti 20-22 ára í júlí. Við komuna út var hún strax send í myndatöku og nánari skoðun. Hún er nú í meðferð ytra og bundnar vonir við að hún skili árangri. Hún kemur svo heim í vor og stefnir á að geta keppt á mótum hér heima í sumar að því er greint er frá á vefsíðunni Frjálsar.is. María Rún situr í fimmta sæti yfir bestan árangur íslenskra sjöþrautarkvenna. Þær fimm efstu má sjá hér að neðan en María Rún náði 5.321 stigi í Portúgal á síðasta ári.Stigahæstu sjöþrautarkonur Íslandssögunnar 1. Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Ármann 5878 stig (Tékklandi 2009) 2. Sveinbjörg Zophaníasdóttir, FH 5479 stig (Finnlandi 2013) 3. Kristín Birna Ólafsdóttir, ÍR 5402 stig (Bandaríkin, 2006) 4. Arna Stefanía Guðmundsdóttir, ÍR 5383 stig (Ítalíu 2013) 5. María Rún Gunnlaugsdóttir, Ármann 5321 stig (Portúgal 2013)Stöllurnar Arna Stefanía Guðmundsdóttir, María Rún og Fjóla Signý Hannesdóttir.Mynd/Gunnlaugur Júlíusson Frjálsar íþróttir Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Í beinni: England - Wales | Nágrannaslagur í lokaleiknum Í beinni: Frakkland - Holland | Frakkar vilja fara með fullt hús áfram Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Sjá meira
Fjölþrautarkonan María Rún Gunnlaugsdóttir úr Ármanni flutti um miðjan mánuðinn til Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum. Þar verður hún næstu misserin á fullum skólastyrk við nám, æfingar og keppni í University of Minnesota. Þjálfarar frjálsíþróttaliðs skólans sáu Maríu Rún fyrst á heimsmeistaramóti 19 ára og yngri sumarið 2012. Síðan hafa þeir fylgst með henni og meðal annars í tvígang sótt Ísland heim í þeim tilgangi að sjá hana á æfingum og í keppni auk þess að ræða um framtíðina við fjölskyldu hennar. María Rún fær sem fyrr segir fullan skólastyrk og annað sem hún þarf á að halda varðandi íþróttaiðkun sína. Megin grein hennar í keppni fyrir skólann verður sjöþraut. María Rún fetar í fótspor fjölmargra íslenskra afreksíþróttamanna í frjálsum íþróttum sem farið hafa vestur um haf og numið við bandaríska háskóla auk þess að æfa og keppa. Hún er þó fyrsti Íslendingurinn sem keppir fyrir hönd frjálsíþróttalið University of Minnesota.María Rún og íslenski fáninn í Minneappolis.Mynd/Gunnlaugur JúlíussonMaría Rún glímir enn við meiðsli sem tóku sig upp á Evrópumóti 20-22 ára í júlí. Við komuna út var hún strax send í myndatöku og nánari skoðun. Hún er nú í meðferð ytra og bundnar vonir við að hún skili árangri. Hún kemur svo heim í vor og stefnir á að geta keppt á mótum hér heima í sumar að því er greint er frá á vefsíðunni Frjálsar.is. María Rún situr í fimmta sæti yfir bestan árangur íslenskra sjöþrautarkvenna. Þær fimm efstu má sjá hér að neðan en María Rún náði 5.321 stigi í Portúgal á síðasta ári.Stigahæstu sjöþrautarkonur Íslandssögunnar 1. Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Ármann 5878 stig (Tékklandi 2009) 2. Sveinbjörg Zophaníasdóttir, FH 5479 stig (Finnlandi 2013) 3. Kristín Birna Ólafsdóttir, ÍR 5402 stig (Bandaríkin, 2006) 4. Arna Stefanía Guðmundsdóttir, ÍR 5383 stig (Ítalíu 2013) 5. María Rún Gunnlaugsdóttir, Ármann 5321 stig (Portúgal 2013)Stöllurnar Arna Stefanía Guðmundsdóttir, María Rún og Fjóla Signý Hannesdóttir.Mynd/Gunnlaugur Júlíusson
Frjálsar íþróttir Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Í beinni: England - Wales | Nágrannaslagur í lokaleiknum Í beinni: Frakkland - Holland | Frakkar vilja fara með fullt hús áfram Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Sjá meira