Leggur skóna á hilluna fyrir aldur fram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. janúar 2014 12:51 Rakel Dögg brosar út að eyrum í leik með Garðabæjarliðinu. Vísir/Valli Landsliðskonan Rakel Dögg Bragadóttir hefur lagt skóna á hilluna vegna höfuðmeiðsla. Þetta tilkynnti hún á Fésbókarsíðu sinni í dag. Rakel er aðeins 27 ára gömul. Rakel Dögg, sem er uppalin hjá Stjörnunni í Garðabæ og á mála hjá félaginu, fékk slæmt höfuðhögg í nóvember sem olli heilahristingi. Síðan hefur hún verið í skoðun hjá sérfræðimenntuðum læknum við höfuðmeiðslum enda hefur hún átt erfitt með að fara í göngutúra án þess að fá verkjaköst í kjölfarið. „Tímabilið er búið hjá mér og ekki er hægt að segja til um hvenær eða jafnvel hvort ég get spilað aftur. Þær fréttir voru þungar enda hefur handbolti verið stór hluti af mínu lífi frá því ég man eftir mér og þegar eitthvað hamlar mér að geta gert það sem ég elska er erfitt að sætta sig við það,“ skrifar Rakel Dögg og staðfestir að með trega og tár í augum sjái hún engan annan kost en að leggja skóna á hilluna.Rakel Dögg með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Serbíu.Vísir/Stefán Rakel Dögg hefur glímt við fjölmörg meiðsli á löngum handboltaferli sínum. „Ég hef handleggsbrotnað, ristarbrotnað, rifbeinsbrotnað, farið í uppskurð á báðum fótleggjum, farið í uppskurð á hægri öxl og það stefndi í aðra aðgerð, dottið úr lið á vinstri öxl, glímt við nárameiðsli í 2 ár og svo að sjálfsögðu slitið bæði hægra og vinstra krossband. Vonbrigðin eru auðvitað alltaf mikil við meiðsli en ástríðan og gleðin við að spila handbolta hefur ávallt drifið mig áfram og hef ég alltaf lagt mig alla fram til að koma til baka sterkari og með enn meiri krafti en áður.“ Hún hefur verið ein allra fremsta handboltakona landsins og spilaði einnig sem atvinnumaður bæði í Danmörku og Noregi. „Margt annað skemmtilegt bíður mín í lífinu en samt er erfitt að horfast í augu við það að mögulega hef ég spilað minn síðasta leik og ekki fengið að hætta á mínum eigin forsendum,“ skrifar Rakel Dögg og rifjar upp, með stolti, skemmtilegan feril sinn. „Ég hef spilað í 10 ár með landsliðinu og tók þátt í að koma landsliðinu í fyrsta skipti á Evrópumót og í fyrsta skipti á Heimsmeistaramót. Ég hef tvívegis orðið Íslandsmeistari með liðinu mínu Stjörnunni, tvíveigis bikarmeistari og þrisvar orðið deildarbikarmeistari,“ skrifar Rakel og ljóst er að titlar hennar í yngri flokkum Stjörnunnar voru ófáir.Rakel fagnar marki í leik með íslenska landsliðinu.Vísir/Valli Rakel Dögg hefur einnig verið heiðruð margoft fyrir frammistöðu sína og var kosin handknattleikskona ársins á Íslandi árið 2007 og íþróttamaður Stjörnunnar sama ár. Í byrjun janúar 2008 var Rakel svo kjörin íþróttamaður Garðabæjar. Ljóst er að Rakel Dögg skilur eftir sig stórt skarð í íslenskum handbolta hvort sem er í félagsliði sínu eða landsliði. Hún hefur hins vegar getið sér gott orð fyrir þjálfun og sem handboltasérfræðingur í sjónvarpi og vonandi fyrir íslenskt handboltasamfélag að hún verði áfram virk í hreyfingunni.Rakel Dögg gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að styðjast við Fésbókarfærslu sína við vinnslu þessarar fréttar. Olís-deild kvenna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Landsliðskonan Rakel Dögg Bragadóttir hefur lagt skóna á hilluna vegna höfuðmeiðsla. Þetta tilkynnti hún á Fésbókarsíðu sinni í dag. Rakel er aðeins 27 ára gömul. Rakel Dögg, sem er uppalin hjá Stjörnunni í Garðabæ og á mála hjá félaginu, fékk slæmt höfuðhögg í nóvember sem olli heilahristingi. Síðan hefur hún verið í skoðun hjá sérfræðimenntuðum læknum við höfuðmeiðslum enda hefur hún átt erfitt með að fara í göngutúra án þess að fá verkjaköst í kjölfarið. „Tímabilið er búið hjá mér og ekki er hægt að segja til um hvenær eða jafnvel hvort ég get spilað aftur. Þær fréttir voru þungar enda hefur handbolti verið stór hluti af mínu lífi frá því ég man eftir mér og þegar eitthvað hamlar mér að geta gert það sem ég elska er erfitt að sætta sig við það,“ skrifar Rakel Dögg og staðfestir að með trega og tár í augum sjái hún engan annan kost en að leggja skóna á hilluna.Rakel Dögg með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Serbíu.Vísir/Stefán Rakel Dögg hefur glímt við fjölmörg meiðsli á löngum handboltaferli sínum. „Ég hef handleggsbrotnað, ristarbrotnað, rifbeinsbrotnað, farið í uppskurð á báðum fótleggjum, farið í uppskurð á hægri öxl og það stefndi í aðra aðgerð, dottið úr lið á vinstri öxl, glímt við nárameiðsli í 2 ár og svo að sjálfsögðu slitið bæði hægra og vinstra krossband. Vonbrigðin eru auðvitað alltaf mikil við meiðsli en ástríðan og gleðin við að spila handbolta hefur ávallt drifið mig áfram og hef ég alltaf lagt mig alla fram til að koma til baka sterkari og með enn meiri krafti en áður.“ Hún hefur verið ein allra fremsta handboltakona landsins og spilaði einnig sem atvinnumaður bæði í Danmörku og Noregi. „Margt annað skemmtilegt bíður mín í lífinu en samt er erfitt að horfast í augu við það að mögulega hef ég spilað minn síðasta leik og ekki fengið að hætta á mínum eigin forsendum,“ skrifar Rakel Dögg og rifjar upp, með stolti, skemmtilegan feril sinn. „Ég hef spilað í 10 ár með landsliðinu og tók þátt í að koma landsliðinu í fyrsta skipti á Evrópumót og í fyrsta skipti á Heimsmeistaramót. Ég hef tvívegis orðið Íslandsmeistari með liðinu mínu Stjörnunni, tvíveigis bikarmeistari og þrisvar orðið deildarbikarmeistari,“ skrifar Rakel og ljóst er að titlar hennar í yngri flokkum Stjörnunnar voru ófáir.Rakel fagnar marki í leik með íslenska landsliðinu.Vísir/Valli Rakel Dögg hefur einnig verið heiðruð margoft fyrir frammistöðu sína og var kosin handknattleikskona ársins á Íslandi árið 2007 og íþróttamaður Stjörnunnar sama ár. Í byrjun janúar 2008 var Rakel svo kjörin íþróttamaður Garðabæjar. Ljóst er að Rakel Dögg skilur eftir sig stórt skarð í íslenskum handbolta hvort sem er í félagsliði sínu eða landsliði. Hún hefur hins vegar getið sér gott orð fyrir þjálfun og sem handboltasérfræðingur í sjónvarpi og vonandi fyrir íslenskt handboltasamfélag að hún verði áfram virk í hreyfingunni.Rakel Dögg gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að styðjast við Fésbókarfærslu sína við vinnslu þessarar fréttar.
Olís-deild kvenna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira