Þegar enginn hlustar Andri Steinn Hilmarsson skrifar 8. febrúar 2014 11:00 Á laugardagsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir viku var ég spurður hvers vegna ungt fólk ætti að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þessarar spurningar hef ég oft spurt sjálfan mig að. Stjórnmálaflokkur sem hampar sér fyrir að tala fyrir frelsi einstaklingsins en býr á sama tíma við linnulausa innanbúðar árekstra frjálslyndra og íhaldssamra sjónarmiða er ekki aðlaðandi fyrir ungt fólk. Ungt fólk hefur aldrei verið jafnt frjálslynt eins og í dag. Það segir sig því sjálft að flokkur sem jaðrar við að miða lagasetningu sína af kristnum gildum, forsjárhyggju og íhaldsemi er ekki flokkur sem talar til ungs fólks. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki nýtt þau mörgu tækifæri sem hann hefur til höfða til ungs fólks. Heldur hefur hann, líkt og flestir stjórnmálaflokkar, komið fram við ungt fólk eins og að skoðanir þeirra og atkvæði skipti ekki máli. Að auki eru málefni ungs fólks nær alltaf látin mæta afgöngum. Hvergi, hvorki á þingi né í sveitarstjórn hefur flokkurinn verið málsvari ungs fólks. Við erum ekki spurð og á okkur er ekki hlustað þegar ákvarðanir eru teknar sem varða okkur beint. Það ætti því ekki að koma á óvart að þátttaka ungs fólks í bæði kosningum og stjórnmálum hefur farið snar minnkandi. Því það vill oft gerast að þegar ekki er hlustað, þá hættir maður að tala. Þau viðhorf og þær skoðanir sem við höfum þegar við erum ung eru sjónarmið sem einkennast oftar en ekki af frjálslyndi og róttækni. Það eru forréttindi sem við vöxum flest upp úr. Það þýðir þó ekki að þau viðhorf séu ekki jafn mikils verð og þau sem við höfum þegar lengra er komið á lífsleiðina. Öll mál eru okkar mál. Það ætti því að vera sjálfsögð krafa að fá að taka þátt í ákvarðanatökum sem munu móta framtíðina, því hún er okkar. Þrátt fyrir slæma ásýnd ungs fólks á flokknum, þá er sú spurning sem ég var spurður að á laugardaginn jafnframt það sem heldur mér í flokknum. Því hér eru stærstu tækifærin til að snúa vörn í sókn. Frelsi og sjálfsákvörðunarréttur einstaklingsins hefur dregið ungt fólk að flokknum í 85 ár og þarf flokkurinn að byrja að sína þessa stefnu í verki. Ef að ungt fólk sér ekki ástæðu til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn þurfum við að búa hana til. Það gerum við með því að kjósa ungt fólk til áhrifa. Höfundur er frambjóðandi í 4.-5. sæti prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og formaður Týs, félags ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andri Steinn Hilmarsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Sjá meira
Á laugardagsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir viku var ég spurður hvers vegna ungt fólk ætti að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þessarar spurningar hef ég oft spurt sjálfan mig að. Stjórnmálaflokkur sem hampar sér fyrir að tala fyrir frelsi einstaklingsins en býr á sama tíma við linnulausa innanbúðar árekstra frjálslyndra og íhaldssamra sjónarmiða er ekki aðlaðandi fyrir ungt fólk. Ungt fólk hefur aldrei verið jafnt frjálslynt eins og í dag. Það segir sig því sjálft að flokkur sem jaðrar við að miða lagasetningu sína af kristnum gildum, forsjárhyggju og íhaldsemi er ekki flokkur sem talar til ungs fólks. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki nýtt þau mörgu tækifæri sem hann hefur til höfða til ungs fólks. Heldur hefur hann, líkt og flestir stjórnmálaflokkar, komið fram við ungt fólk eins og að skoðanir þeirra og atkvæði skipti ekki máli. Að auki eru málefni ungs fólks nær alltaf látin mæta afgöngum. Hvergi, hvorki á þingi né í sveitarstjórn hefur flokkurinn verið málsvari ungs fólks. Við erum ekki spurð og á okkur er ekki hlustað þegar ákvarðanir eru teknar sem varða okkur beint. Það ætti því ekki að koma á óvart að þátttaka ungs fólks í bæði kosningum og stjórnmálum hefur farið snar minnkandi. Því það vill oft gerast að þegar ekki er hlustað, þá hættir maður að tala. Þau viðhorf og þær skoðanir sem við höfum þegar við erum ung eru sjónarmið sem einkennast oftar en ekki af frjálslyndi og róttækni. Það eru forréttindi sem við vöxum flest upp úr. Það þýðir þó ekki að þau viðhorf séu ekki jafn mikils verð og þau sem við höfum þegar lengra er komið á lífsleiðina. Öll mál eru okkar mál. Það ætti því að vera sjálfsögð krafa að fá að taka þátt í ákvarðanatökum sem munu móta framtíðina, því hún er okkar. Þrátt fyrir slæma ásýnd ungs fólks á flokknum, þá er sú spurning sem ég var spurður að á laugardaginn jafnframt það sem heldur mér í flokknum. Því hér eru stærstu tækifærin til að snúa vörn í sókn. Frelsi og sjálfsákvörðunarréttur einstaklingsins hefur dregið ungt fólk að flokknum í 85 ár og þarf flokkurinn að byrja að sína þessa stefnu í verki. Ef að ungt fólk sér ekki ástæðu til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn þurfum við að búa hana til. Það gerum við með því að kjósa ungt fólk til áhrifa. Höfundur er frambjóðandi í 4.-5. sæti prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og formaður Týs, félags ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun