Olían gæti þurrkað út skuldir Íslendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 16. febrúar 2014 10:37 Þremur sérleyfum hefur verið úthlutað til olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Kort/Eykon Energy. Norska „Dagbladet“ segir í fréttaskýringu um Drekasvæðið að olían geti gert Íslendinga skuldlausa, og gott betur. Blaðinu reiknast til, út frá mati Eykons Energy og Olíustofnunar Noregs, að olía á norsk-íslenska Jan Mayen-svæðinu sé um 6.700 milljarða norskra króna virði, miðað við núverandi olíuverð. Það jafngildir um 125 þúsund milljörðum íslenskra króna, eða sem nemur 220-földum fjárlögum íslenska ríkisins. Umfjöllun blaðsins hefur vakið athygli einkum á vestnorræna svæðinu og hafa netmiðlar bæði á Grænlandi og í Færeyjum vitnað í hana um helgina, þar á meðal Arctic Journal, sem er alþjóðleg útgáfa á vegum grænlenska blaðsins Sermitsiaq. Fleiri norskir miðlar hafa einnig fjallað um málið, eins og Aftenposten og Stavangeravisen. Í greininni er fjallað um olíuútboð Íslendinga og Jan Mayen-samkomulagið frá árinu 1981, sem veitir Norðmönnum rétt til 25% þátttöku. Olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs segist í svari til blaðsins hafa nýtt þann rétt til að tryggja norska hagsmuni. Því er lýst hvernig jarðfræði svæðisins eigi sér hliðstæðu í Noregshafi og við Austur-Grænland. Rætt er við Heiðar Má Guðjónsson, stjórnarformann Eykons Energy. Vitnað er til fyrirlesturs sem Þórarinn Sveinn Arnarson hjá Orkustofnun flutti fyrir tveimur vikum á ráðstefnu í Osló um olíuleit á Norðurslóðum þar sem hann sagði meðal annars að koma yrði á fót þyrlumiðstöð á norðausturhorni Íslands. Þá er er rætt við Thinu Saltvedt, olíusérfræðing Nordea-bankans, en hún var meðal fyrirlesara á ráðstefnu um Drekasvæðið sem Arion-banki stóð fyrir í Reykjavík fyrir tveimur árum. Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Tengdar fréttir Hækkandi olíuverð gerir Drekann arðvænlegri Drekasvæðið verður arðbærara eftir því sem olíuverð hækkar, segir olíusérfræðingur Nordea-bankans, sem telur að Ísland, þótt lítið sé, gæti orðið mikilvægt olíuútflutningsríki. Þetta kom fram á ráðstefnu í dag um olíu á Drekasvæðinu. 7. júní 2012 20:30 Stórþingið samþykkti að ganga inn í Drekaleyfið Norska Stórþingið staðfesti í dag þátttöku norska ríkisins í þriðja olíuleitarleyfinu á íslenska Drekasvæðinu, með samþykkt sérstakrar fjárveitingar til verkefnisins á fjárlögum Noregs. 16. desember 2013 19:04 Olíulindin Bergþóra afmörkuð á Dreka Sérfræðingar Eykons Energy hafa afmarkað líklega olíulind á Drekasvæðinu sem þeir kalla Bergþóru. 30. janúar 2014 18:45 Boranir fyrirhugaðar á Drekanum eftir 4-8 ár Innkoma fyrsta olíurisans á Drekasvæðið, kínversks ríkisolíufélags, sem formlega var innsigluð í dag, markar þáttaskil í olíuleitinni, að mati stjórnarformanns íslenska félagsins Eykons. 22. janúar 2014 19:30 Ísland með hæstu olíuskatta heims Skattheimtan sem íslenska ríkið hyggst leggja á olíuvinnslu verður sú hæsta í heimi, ef tekið er tillit til endurgreiðslna sem norska ríkið býður þar í landi. Þetta staðhæfir stjórnarformaður Eykons. 25. janúar 2014 19:15 Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Norska „Dagbladet“ segir í fréttaskýringu um Drekasvæðið að olían geti gert Íslendinga skuldlausa, og gott betur. Blaðinu reiknast til, út frá mati Eykons Energy og Olíustofnunar Noregs, að olía á norsk-íslenska Jan Mayen-svæðinu sé um 6.700 milljarða norskra króna virði, miðað við núverandi olíuverð. Það jafngildir um 125 þúsund milljörðum íslenskra króna, eða sem nemur 220-földum fjárlögum íslenska ríkisins. Umfjöllun blaðsins hefur vakið athygli einkum á vestnorræna svæðinu og hafa netmiðlar bæði á Grænlandi og í Færeyjum vitnað í hana um helgina, þar á meðal Arctic Journal, sem er alþjóðleg útgáfa á vegum grænlenska blaðsins Sermitsiaq. Fleiri norskir miðlar hafa einnig fjallað um málið, eins og Aftenposten og Stavangeravisen. Í greininni er fjallað um olíuútboð Íslendinga og Jan Mayen-samkomulagið frá árinu 1981, sem veitir Norðmönnum rétt til 25% þátttöku. Olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs segist í svari til blaðsins hafa nýtt þann rétt til að tryggja norska hagsmuni. Því er lýst hvernig jarðfræði svæðisins eigi sér hliðstæðu í Noregshafi og við Austur-Grænland. Rætt er við Heiðar Má Guðjónsson, stjórnarformann Eykons Energy. Vitnað er til fyrirlesturs sem Þórarinn Sveinn Arnarson hjá Orkustofnun flutti fyrir tveimur vikum á ráðstefnu í Osló um olíuleit á Norðurslóðum þar sem hann sagði meðal annars að koma yrði á fót þyrlumiðstöð á norðausturhorni Íslands. Þá er er rætt við Thinu Saltvedt, olíusérfræðing Nordea-bankans, en hún var meðal fyrirlesara á ráðstefnu um Drekasvæðið sem Arion-banki stóð fyrir í Reykjavík fyrir tveimur árum.
Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Tengdar fréttir Hækkandi olíuverð gerir Drekann arðvænlegri Drekasvæðið verður arðbærara eftir því sem olíuverð hækkar, segir olíusérfræðingur Nordea-bankans, sem telur að Ísland, þótt lítið sé, gæti orðið mikilvægt olíuútflutningsríki. Þetta kom fram á ráðstefnu í dag um olíu á Drekasvæðinu. 7. júní 2012 20:30 Stórþingið samþykkti að ganga inn í Drekaleyfið Norska Stórþingið staðfesti í dag þátttöku norska ríkisins í þriðja olíuleitarleyfinu á íslenska Drekasvæðinu, með samþykkt sérstakrar fjárveitingar til verkefnisins á fjárlögum Noregs. 16. desember 2013 19:04 Olíulindin Bergþóra afmörkuð á Dreka Sérfræðingar Eykons Energy hafa afmarkað líklega olíulind á Drekasvæðinu sem þeir kalla Bergþóru. 30. janúar 2014 18:45 Boranir fyrirhugaðar á Drekanum eftir 4-8 ár Innkoma fyrsta olíurisans á Drekasvæðið, kínversks ríkisolíufélags, sem formlega var innsigluð í dag, markar þáttaskil í olíuleitinni, að mati stjórnarformanns íslenska félagsins Eykons. 22. janúar 2014 19:30 Ísland með hæstu olíuskatta heims Skattheimtan sem íslenska ríkið hyggst leggja á olíuvinnslu verður sú hæsta í heimi, ef tekið er tillit til endurgreiðslna sem norska ríkið býður þar í landi. Þetta staðhæfir stjórnarformaður Eykons. 25. janúar 2014 19:15 Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Hækkandi olíuverð gerir Drekann arðvænlegri Drekasvæðið verður arðbærara eftir því sem olíuverð hækkar, segir olíusérfræðingur Nordea-bankans, sem telur að Ísland, þótt lítið sé, gæti orðið mikilvægt olíuútflutningsríki. Þetta kom fram á ráðstefnu í dag um olíu á Drekasvæðinu. 7. júní 2012 20:30
Stórþingið samþykkti að ganga inn í Drekaleyfið Norska Stórþingið staðfesti í dag þátttöku norska ríkisins í þriðja olíuleitarleyfinu á íslenska Drekasvæðinu, með samþykkt sérstakrar fjárveitingar til verkefnisins á fjárlögum Noregs. 16. desember 2013 19:04
Olíulindin Bergþóra afmörkuð á Dreka Sérfræðingar Eykons Energy hafa afmarkað líklega olíulind á Drekasvæðinu sem þeir kalla Bergþóru. 30. janúar 2014 18:45
Boranir fyrirhugaðar á Drekanum eftir 4-8 ár Innkoma fyrsta olíurisans á Drekasvæðið, kínversks ríkisolíufélags, sem formlega var innsigluð í dag, markar þáttaskil í olíuleitinni, að mati stjórnarformanns íslenska félagsins Eykons. 22. janúar 2014 19:30
Ísland með hæstu olíuskatta heims Skattheimtan sem íslenska ríkið hyggst leggja á olíuvinnslu verður sú hæsta í heimi, ef tekið er tillit til endurgreiðslna sem norska ríkið býður þar í landi. Þetta staðhæfir stjórnarformaður Eykons. 25. janúar 2014 19:15