Öqvist: Sumrin á Íslandi voru yndisleg Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. febrúar 2014 12:45 Peter Öqvist. vísir/anton „Það var alltaf vitað að ég myndi ekki þjálfa Ísland til eilífðar,“ segir Peter Öqvist í samtali við Vísi en Svíinn sagði starfi sínu lausu sem landsliðsþjálfari karla í körfubolta í dag. Öqvist hefur stýrt Íslandi undanfarin tvö ár en KKÍ sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem staðfest var að hann myndi hætta með liðið. Vonast var til að Svíinn yrði áfram enda árangurinn undir hans stjórn verið góður. „KKÍ vissi þegar ég tók við starfinu að ég myndi ekki þjálfa það næstu 10-15 árin,“ segir Öqvist sem þjálfar einnig Íslendingaliðið Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni. Öqvist er að eignast sitt þriðja barn eftir nokkrar vikur og heldur því ekki áfram af fjölskylduástæðum, segir hann. Hann getur ómögulega komið með fjölskylduna til Íslands í sumar. Öqvist segist hafa notið þess að þjálfa íslenska landsliðið og er stoltur af verkum sínum en undir hans stjórn vann Ísland m.a. stórlið Makedóníu og Svartfjallalands á síðasta ári. „Þetta er búið að vera svo skemmtilegt og ég hef eignast mikið af nýjum vinum. Ég hef lært mikið og á bara fallegar minningar frá mínum tíma á Íslandi. Ég er stoltur af skrefunum sem við höfum tekið sem lið og öllu í kringum sambandið. Sumrin á Íslandi hafa verið yndisleg,“ segir Peter Öqvist. Ljóst er að söknuður verður af Öqvist en Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfubolta, sagði við Vísi í síðustu viku að hann vildi ólmur halda Svíanum sem myndi gera íslenska liðið enn betra.Nánar verður rætt við Öqvist í Fréttablaðinu á morgun en talið er líklegt að hann verði næsti landsliðsþjálfari Svíþjóðar. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Hannes: Viljum ráða nýjan þjálfara á næstu tveim vikum „Þetta hefur legið í loftinu undanfarnar vikur en við vildum reyna það til fullnustu hvort þetta væri hægt,“ segir formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, en í morgun var tilkynnt að Svíinn Peter Öqvist myndi láta af þjálfun íslenska karlalandsliðsins. 10. febrúar 2014 11:15 Öqvist verður ekki áfram með landsliðið Svíinn Peter Öqvist verður ekki áfram landsliðsþjálfari karla í körfubolta eins og vonir stóðu til en hann hefur þjálfað liðið undanfarin tvö ár. 10. febrúar 2014 10:00 Jón Arnór: Öqvist getur gert okkur betri Svíinn Peter Öqvist, sem þjálfað hefur íslenska landsliðið í körfubolta undanfarin tvö ár, liggur nú undir feldi og íhugar tilboð Körfuknattleikssambands Íslands um að halda áfram með liðið. 8. febrúar 2014 07:30 Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Gerrard að verða afi Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Sjá meira
„Það var alltaf vitað að ég myndi ekki þjálfa Ísland til eilífðar,“ segir Peter Öqvist í samtali við Vísi en Svíinn sagði starfi sínu lausu sem landsliðsþjálfari karla í körfubolta í dag. Öqvist hefur stýrt Íslandi undanfarin tvö ár en KKÍ sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem staðfest var að hann myndi hætta með liðið. Vonast var til að Svíinn yrði áfram enda árangurinn undir hans stjórn verið góður. „KKÍ vissi þegar ég tók við starfinu að ég myndi ekki þjálfa það næstu 10-15 árin,“ segir Öqvist sem þjálfar einnig Íslendingaliðið Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni. Öqvist er að eignast sitt þriðja barn eftir nokkrar vikur og heldur því ekki áfram af fjölskylduástæðum, segir hann. Hann getur ómögulega komið með fjölskylduna til Íslands í sumar. Öqvist segist hafa notið þess að þjálfa íslenska landsliðið og er stoltur af verkum sínum en undir hans stjórn vann Ísland m.a. stórlið Makedóníu og Svartfjallalands á síðasta ári. „Þetta er búið að vera svo skemmtilegt og ég hef eignast mikið af nýjum vinum. Ég hef lært mikið og á bara fallegar minningar frá mínum tíma á Íslandi. Ég er stoltur af skrefunum sem við höfum tekið sem lið og öllu í kringum sambandið. Sumrin á Íslandi hafa verið yndisleg,“ segir Peter Öqvist. Ljóst er að söknuður verður af Öqvist en Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfubolta, sagði við Vísi í síðustu viku að hann vildi ólmur halda Svíanum sem myndi gera íslenska liðið enn betra.Nánar verður rætt við Öqvist í Fréttablaðinu á morgun en talið er líklegt að hann verði næsti landsliðsþjálfari Svíþjóðar.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Hannes: Viljum ráða nýjan þjálfara á næstu tveim vikum „Þetta hefur legið í loftinu undanfarnar vikur en við vildum reyna það til fullnustu hvort þetta væri hægt,“ segir formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, en í morgun var tilkynnt að Svíinn Peter Öqvist myndi láta af þjálfun íslenska karlalandsliðsins. 10. febrúar 2014 11:15 Öqvist verður ekki áfram með landsliðið Svíinn Peter Öqvist verður ekki áfram landsliðsþjálfari karla í körfubolta eins og vonir stóðu til en hann hefur þjálfað liðið undanfarin tvö ár. 10. febrúar 2014 10:00 Jón Arnór: Öqvist getur gert okkur betri Svíinn Peter Öqvist, sem þjálfað hefur íslenska landsliðið í körfubolta undanfarin tvö ár, liggur nú undir feldi og íhugar tilboð Körfuknattleikssambands Íslands um að halda áfram með liðið. 8. febrúar 2014 07:30 Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Gerrard að verða afi Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Sjá meira
Hannes: Viljum ráða nýjan þjálfara á næstu tveim vikum „Þetta hefur legið í loftinu undanfarnar vikur en við vildum reyna það til fullnustu hvort þetta væri hægt,“ segir formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, en í morgun var tilkynnt að Svíinn Peter Öqvist myndi láta af þjálfun íslenska karlalandsliðsins. 10. febrúar 2014 11:15
Öqvist verður ekki áfram með landsliðið Svíinn Peter Öqvist verður ekki áfram landsliðsþjálfari karla í körfubolta eins og vonir stóðu til en hann hefur þjálfað liðið undanfarin tvö ár. 10. febrúar 2014 10:00
Jón Arnór: Öqvist getur gert okkur betri Svíinn Peter Öqvist, sem þjálfað hefur íslenska landsliðið í körfubolta undanfarin tvö ár, liggur nú undir feldi og íhugar tilboð Körfuknattleikssambands Íslands um að halda áfram með liðið. 8. febrúar 2014 07:30