Handbolti

Berge tekur við norska landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Berge í leik með Flensburg.
Berge í leik með Flensburg. Vísir/Getty
Christian Berge var í dag ráðinn þjálfari norska landsliðsins í handbolta og tekur hann við starfinu af Svíanum Robert Hedin.

Berge er fyrrum landsliðsmaður en þessi fertugi kappi var á mála hjá Flensburg í Þýskalandi í sjö ár. Hann hefur undanfarið verið þjálfari Elverum og heldur því starfi áfram.

Norska landsliðið sat eftir í riðlakeppninni á EM í Danmörku í vetur og hefur valdið vonbrigðum á síðustu stórmótum. Berge fær nú það verkefni að koma liðinu á HM í Katar á næsta ári.

Noregur mætir lærisveinum Patreks Jóhannessonar í tveimur umspilsleikjum um sæti á HM en þeir fara fram í júní. Ísland leikur þá gegn Bosníu í sömu undankeppni.


Tengdar fréttir

Hedin hættur með norska handboltalandsliðið

Svíinn Robert Hedin er hættur með norska handboltalandsliðið en hann hefur verið þjálfari liðsins undanfarin fimm og hálft ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á heimasíðu norska handboltalandsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×