Handbolti

Lærisveinar Arons komnir á toppinn í Danmörku

Aron Kristjánsson.
Aron Kristjánsson. vísir/vilhelm
Það er ekkert lát á góðu gengi danska liðsins KIF Kolding undir stjórn Arons Kristjánssonar en liðið vann enn einn leikinn í kvöld.

Að þessu sinni á útivelli gegn Aarhus, 18-25. Kolding komst með sigrinum á topp deildarinnar. Er með stigi meira en Skjern en hefur leikið einum leik meira.

Danski landsliðsmaðurinn Bo Spellerberg fór fyrir liði Kolding í kvöld og skoraði átta mörk. Lasse Andersson skoraði sex.

Kasper Olsen var markahæstur hjá Aarhus með fimm mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×