Slitastjórnin Ólafur Stephensen skrifar 25. febrúar 2014 08:43 Nú er algjörlega skýrt að tal stjórnarflokkanna beggja fyrir kosningar um að þjóðin fengi að taka ákvörðun í atkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið var tómt fals, til þess ætlað að slá ryki í augu kjósenda. Báðir flokkar ályktuðu á landsfundi að hætti ætti viðræðum og ekki halda áfram nema eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Formenn beggja flokka gáfu hins vegar líka til kynna fyrir kosningar að sú atkvæðagreiðsla yrði á fyrrihluta kjörtímabilsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði þannig aðspurður í Fréttablaðinu 24. apríl í fyrra, þremur dögum fyrir kosningar, að atkvæðagreiðsla gæti jafnvel orðið snemma á kjörtímabilinu. Þetta var enn skýrara í tilviki Sjálfstæðisflokksins, þar sem í kosningabæklingum og -auglýsingum flokksins stóð: „Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram.“ Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, sagði: „Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins.“ Þessi aðlögun á stefnu landsfundar var ekki tilviljun; Bjarni vissi að út á hana fengi hann atkvæði sjálfstæðisfólks, sem vildi ekki loka dyrunum að ESB-aðild. Hann lét því sem hann ætlaði að hafa á þeim rifu. Nú telur hann þjóðina ekki eiga að hafa neitt um málið segja. Það á að skella í lás. Umfjöllun Fréttablaðsins 24. apríl 2013 snerist um að sú staða gæti komið upp að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur stýrðu lokaspretti viðræðna við ESB þvert á eigin stefnu, ef þjóðin samþykkti í atkvæðagreiðslu að ljúka viðræðunum. Á þessum tíma voru Sigmundur og Bjarni sammála um að það væri vissulega flókið, en hvorugur hélt því fram sem er nýja mantran; að það gangi bara alls ekki að flokkar sem eru andvígir ESB-aðild framkvæmdu þannig þjóðarviljann. Þvert á móti sagði Bjarni: „Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það.“ Nú heitir það hjá honum að það væri „súrrealískt“ að ætlast til að ráðherrarnir tækju mark á því ef þjóðin vildi halda áfram viðræðum. Margir skildu stjórnarsáttmálann þannig í upphafi að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin. Þegar sáttmálinn var kynntur sagði forsætisráðherrann að það kæmi „að sjálfsögðu“ til atkvæðagreiðslu, en það þyrfti að ræða tímasetninguna. Í sáttmálanum stendur líka að úttekt á stöðu aðildarviðræðna verði „lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni“. Raunin er að umræðu um þá úttekt var ekki einu sinni lokið á Alþingi þegar stjórnin lagði fram tillöguna um að slíta aðildarviðræðum. Loforðið um að stjórnin kynni þjóðinni skýrsluna verður líka svikið, enda er sú kynning tilgangslaus úr þessu. Sumir stjórnarliðar bera nú fyrir sig að fyrri ríkisstjórn hafi ekki orðið við kröfum um þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja ætti um aðild að ESB. Munurinn er sá að síðasta stjórn lofaði engum þjóðaratkvæði og sveik fyrir vikið ekkert loforð. Vinnubrögðin í þessu máli eru bæði óvönduð og óheiðarleg. Ríkistjórnin hefur ekki bara ákveðið að slíta aðildarviðræðunum, heldur slítur hún líka trúnað við kjósendur sem tóku mark á því sem sagt var fyrir kosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er algjörlega skýrt að tal stjórnarflokkanna beggja fyrir kosningar um að þjóðin fengi að taka ákvörðun í atkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið var tómt fals, til þess ætlað að slá ryki í augu kjósenda. Báðir flokkar ályktuðu á landsfundi að hætti ætti viðræðum og ekki halda áfram nema eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Formenn beggja flokka gáfu hins vegar líka til kynna fyrir kosningar að sú atkvæðagreiðsla yrði á fyrrihluta kjörtímabilsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði þannig aðspurður í Fréttablaðinu 24. apríl í fyrra, þremur dögum fyrir kosningar, að atkvæðagreiðsla gæti jafnvel orðið snemma á kjörtímabilinu. Þetta var enn skýrara í tilviki Sjálfstæðisflokksins, þar sem í kosningabæklingum og -auglýsingum flokksins stóð: „Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram.“ Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, sagði: „Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins.“ Þessi aðlögun á stefnu landsfundar var ekki tilviljun; Bjarni vissi að út á hana fengi hann atkvæði sjálfstæðisfólks, sem vildi ekki loka dyrunum að ESB-aðild. Hann lét því sem hann ætlaði að hafa á þeim rifu. Nú telur hann þjóðina ekki eiga að hafa neitt um málið segja. Það á að skella í lás. Umfjöllun Fréttablaðsins 24. apríl 2013 snerist um að sú staða gæti komið upp að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur stýrðu lokaspretti viðræðna við ESB þvert á eigin stefnu, ef þjóðin samþykkti í atkvæðagreiðslu að ljúka viðræðunum. Á þessum tíma voru Sigmundur og Bjarni sammála um að það væri vissulega flókið, en hvorugur hélt því fram sem er nýja mantran; að það gangi bara alls ekki að flokkar sem eru andvígir ESB-aðild framkvæmdu þannig þjóðarviljann. Þvert á móti sagði Bjarni: „Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það.“ Nú heitir það hjá honum að það væri „súrrealískt“ að ætlast til að ráðherrarnir tækju mark á því ef þjóðin vildi halda áfram viðræðum. Margir skildu stjórnarsáttmálann þannig í upphafi að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin. Þegar sáttmálinn var kynntur sagði forsætisráðherrann að það kæmi „að sjálfsögðu“ til atkvæðagreiðslu, en það þyrfti að ræða tímasetninguna. Í sáttmálanum stendur líka að úttekt á stöðu aðildarviðræðna verði „lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni“. Raunin er að umræðu um þá úttekt var ekki einu sinni lokið á Alþingi þegar stjórnin lagði fram tillöguna um að slíta aðildarviðræðum. Loforðið um að stjórnin kynni þjóðinni skýrsluna verður líka svikið, enda er sú kynning tilgangslaus úr þessu. Sumir stjórnarliðar bera nú fyrir sig að fyrri ríkisstjórn hafi ekki orðið við kröfum um þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja ætti um aðild að ESB. Munurinn er sá að síðasta stjórn lofaði engum þjóðaratkvæði og sveik fyrir vikið ekkert loforð. Vinnubrögðin í þessu máli eru bæði óvönduð og óheiðarleg. Ríkistjórnin hefur ekki bara ákveðið að slíta aðildarviðræðunum, heldur slítur hún líka trúnað við kjósendur sem tóku mark á því sem sagt var fyrir kosningar.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar