Handbolti

KIF Kolding búið að vinna sex fyrstu leikina undir stjórn Arons

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Kristjánsson.
Aron Kristjánsson. Vísir/Getty
KIF Kolding hélt áfram sigurgöngu sinni undir stjórn Arons Kristjánssonar þegar liðið vann sex marka sigur á Skive í lokaumferð dönsku deildarkeppninnar í dag. Íslendingarnir í Nordsjælland voru á sama tíma aðalmennirnir í dramatískum endurkomusigri.

KIF Kolding vann leikinn á móti Skive 19-13 og Aron hefur greinilega tekið vörnina fyrir því liðið fékk aðeins 31 mark samtals á sig í síðustu tveimur deildarleikjum sínum. KIF Kolding var 9-6 yfir í hálfleik.

KIF Kolding tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með sigrinum en liðið hefur unnið sex fyrstu leikina undir stjórn íslenska landsliðsþjálfarans þar af voru fjórir þeirra í deildinni.

Atli Ævar Ingólfsson skoraði átta mörk og Anton Rúnarsson var með sjö mörk þegar Nordsjælland vann 27-24 útisigur á Ribe-Esbjerg eftir að hafa verið 14-11 undir í hálfleik.

Guðmundur Árni Ólafsson skoraði þrjú mörk þegar Mors-Thy Håndbold tapaði 26-28 á útivelli á móti Team Tvis Holstebro.

Sborri Steinn Guðjónsson skoraði ekki fyrir GOG Håndbold sem vann 27-25 endurkomusigur á TMS Ringsted.

Kári Kristjánsson skoraði ekki fyrir Bjerringbro-Silkeborg sem tapaði 22-27 á heimavelli á móti Skjern Håndbold.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×