Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Njarðvík 61-84 | Stjarnan steinlá Guðmundur Marinó Ingvarsson í Ásgarði skrifar 16. mars 2014 00:01 Úr leik liðanna í kvöld. vísir/valli Njarðvík skellti Stjörnunni 84-61 í Garðabæ í síðustu umferð Dominos deildar karla í körfubolta í kvöld. Bæði lið taka þátt í úrslitakeppninni. Njarðvík byrjaði leikinn af miklum krafti. Liðið mætti pressulaust til leiks þar sem liðið var öruggt í fjórða sæti sama hvernig færi í kvöld og virtust leikmenn liðsins njóta þess að leika á meðan margir leikmenn Stjörnunnar virtust ekki tilbúnir í verkefni kvöldsins. Stjarnan var í sjöunda sæti deildarinnar fyrir leikinn og þurfti því að reysta á að Keflavík ynni Snæfell svo liðið þurfi ekki að mæta KR í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Njarðvík var 19-14 yfir eftir fyrsta leikhluta og jók liðið forskotið í öðrum leikhluta í 38-26. Sóknarleikur Stjörnunnar í fyrri hálfleik var allt annað en góður auk þess sem lykilmenn fundu sig ekki í skotunum. Hæst ber þar að nefna Matthew Hairston Junior sem hitti úr einu af átta skotum sínum í hálfleiknum. Stjarnan náði rétt að minnka muninn í átta stig í þriðja leikhluta en Njarðvík svaraði öllum sprettum Stjörnunnar og gott betur. Munurinn var 16 stig þegar flautað var til fjórða leikhluta og gerði Njarðvík út um leikinn strax í upphafi síðasta leikhlutans þegar liðið komst meira en 20 stigum yfir 68-47. Of margir lykilmenn Stjörnunnar náðu sér ekki á strik í leiknum til að liðið ætti einhverja möguleika gegn sterku liði Njarðvíkur. Margir leikmenn gestanna skiluðu góðu dagsverki, bæði í vörn og sókn og ljóst að þegar lykilmenn Njarðvíkur eiga góðan leik og lykilmenn Stjörnunnar slakan þá verður viðureign liðanna aldrei spennandi. Logi: Skiptir máli að enda á sigrivísir/valli„Við komum á heimavöll hjá góðu liði og spiluðum frábæra vörn. Ég tel þetta vera gott skref fyrir úrslitakeppnina, sérstaklega varnarlega,“ sagði Logi Gunnarsson leikmaður Njarðvíkur eftir sigurinn auðvelda í kvöld. Njarðvík leit virkilega vel út í leiknum og vann mjög sannfærandi sigur sem gefur Loga góð fyrirheit fyrir úrslitakeppnina. „Í úrslitakeppninni skiptir öllu að spila góða vörn. Það skiptir líka máli að fara inn í úrslitakeppnina með góðum sigri. Ég er búinn að vera í þessu það lengi að ég er búinn að sjá að það skiptir máli að enda deildarkeppnina á góðum sigri. „Við erum búnir að hafa mjög gaman að því að leika í síðustu leikjum og það skín af okkur ánægjan og krafturinn. Það á að einkenna okkur. Við höfum svo gaman að þessu og það er mikill kraftur í okkar leik. Ef við missum það þá er mikið farið. „Við förum fullir sjálfstrausts inn í úrslitakeppnina. Okkur líður vel að spila saman. Þetta er góður hópur og við erum að spila sem lið. Það eru allir að vinna fyrir hvern annan í vörninni og svoleiðis á það að vera, svoleiðis eru góð lið,“ sagði Logi. Teitur: Leiðinlegt fyrir áhorfendur sem keyptu sig inn á þessa hörmungvísir/valli„Einbeitingin var einhvers staðar allt annars staðar. Ég kannast við þetta. Við vorum að rifja það upp að við töpuðum síðasta leik gegn Hamri um árið sem var fallið og búið að reka kanann sinn,“ sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar. „Þetta gerist svona. Þetta er mennskt. Þetta er leiðinlegt fyrir áhorfendur sem keyptu sig inn á þessa hörmung. „Þessi leikur skiptir ekki máli og menn eru að bíða eftir Keflavík,“ sagði Teitur en hefði Þór unnið sinn leik í kvöld og Stjarnan líka hefði Stjarnan fengið Grindavík og það hefði Teitur ekki viljað. „Grindavík hentar okkur illa. Við teljum að Keflavík henti okkar leikstíl betur. „Keflavík er frábært lið og á þetta annað sæti vel skilið. Liðið er búið að vinna fyrir því í allan vetur en þeir eru ekki óvinnandi vígi. Við förum fullir sjálfstraust inn í þessa seríu. „Við erum ánægðir að menn eru komnir úr meiðslum. Við getum leikið á fleiri mörnnum, við erum með níu manna róteringu sem hjálpar okkur mikið og hjálpar í svona seríum þar sem er stutt á milli leikja,“ sagði Teitur sem óttast lítið að frammistaðan í kvöld fylgi liðinu til Keflavíkur. „Þegar við töpuðum fyrir Hamri um árið fórum við alla leið í úrslit.“ Leik lokið (61-84): Auðvelt hjá Njarðvík38. mínúta (57-76): Munurinn helst stöðugur.36. mínúta (53-73): Minni spámenn fá nú góðar mínútur þegar úrslitin eru ráðin.33. mínúta (47-68): Fátt jákvætt hjá Stjörnunni en margt gott hjá Njarðvík, mjög margt.32. mínúta (45-66): Stjarnan kemur ekki til baka úr þessu.31. mínúta (45-61): Liðin skiptast á körfum.3. leikhluta lokið (43-59): Frábær endir á leikhlutanum hjá Njarðvík og sigurinn blasir við liðinu þó enn séu 12 mínútur til leiksloka.29. mínúta (43-55): Smith er með 19 stig fyrir Njarðvík.27. mínúta (41-50): Munurinn aftur kominn undir tíu stigin, kemst Stjarnan nær?26. mínúta (37-50): Njarðvík svarar öllum sprettum Stjörnunnar.24. mínúta (37-45): Þristur hjá Justin Shouse minnkar muninn í átta stig.23. mínúta (33-42): Marvin með þriggja stiga fléttu.22. mínúta (30-40): Dagur Kári með þrist og Fannar með víti og munurinn kominn niður í tíu stig aftur.21. mínúta (26-40): Ólafur Jónsson með fyrstu körfuna í seinni hálfleik.Hálfleikur (26-38): Njarðvík var fyrra til að vakna úr rotinu sem liðin voru í upphafi annars leikhluta og er með gott forskot í hálfleik.19. mínúta (26-36): Njarðvík komið tíu stigum yfir á ný.18. mínúta (24-32): Njarðvíkingar refsa með hraða sínum en Junior kemst loks á blað utan af velli. Tók heil 7 skot.17. mínúta (22-27): Smith er með 13 stig fyrir Njarðvík. Dagur með 6 fyrir Stjörnuna.16. mínúta (20-23): Átta stig á fyrstu fimm mínútum annars leikhluta. Þetta er ekki mikið fyrir augað!14. mínúta (18-23): Víti að koma Junior á blað. Kannski fer þetta að detta hjá honum núna.13. mínúta (16-23): Njarðvíkingar bíta frá sér aftur. Svona mun þetta örugglega sveiflast langt fram eftir kvöldi.12. mínúta (16-19): Hairston Junior leikmaður Stjörnunnar hittir ekkert en félagar hans hjálpa honum og Stjörnunni inn í leikinn.1. leikhluta lokið (14-19): Góð byrjun skilar Njarðvík fimm stiga forystu eftir einn leikhluta.9. mínúta (13-16): Sæmundur með þrist. Körfurnar komu um leið og Stjarnan fór að spila vörn.8. mínúta (10-16): Þetta tekur ekki langan tíma. Stjarnan er komin inn í leikinn.7. mínúta (8-16): Heimamenn eru með lífsmarki.6. mínúta (5-16): Smith er kominn með 7 stig fyrir Njarðvík.5. mínúta (2-13): Stjarnan er reyndar ekki heldur að spila boðlega sókn.4. mínúta (2-11): Stjarnan vill ekki mæta KR en örlögin verða ekki í þeirra höndum nema liðið farið að leika smá vörn.3. mínúta (2-9): Heimamenn mistækir hér í upphafi og Njarðvík gengur á lagið.2. mínúta (2-5): Gestirnir spila pressulausir og virðist líða vel.1. mínúta (0-3): Ágúst Orrason með fyrstu körfuna og hún er af löngu færi.Fyrir leik: Það eru fjórar mínútur til leiks og ekki þétt setið á pöllunum. Það er enn nóg pláss ef þú ert í grenndinni.Fyrir leik: Njarðvík vann öruggan sigur þegar liðin mættust í ljónagryfjunni 98-87.Fyrir leik: Vinni Stjarnan getur liðið farið upp í sjötta sæti deildarinnar en aðeins þó ef Þór vinnur ÍR og Haukar tapi fyrir KR.Fyrir leik: Stjarnan tryggir sér sjöunda sæti deildarinnar með sigri en Snæfell getur tekið sjöunda sætið af Stjörnunni með því að leggja Keflavík í kvöld, tapi Stjarnan hér í kvöld.Fyrir leik: ÍR er í níunda sæti og getur náð Stjörnunni að stigum en Stjarnan er með betri árangur úr innbyrðis viðureignum liðanna í vetur.Fyrir leik: Njarðvík hafnar í fjórða sæti deildarinnar sama hvernig fer hér í kvöld og Stjarnan er örugg í úrslitakeppninaFyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Stjörnunnar og Njarðvíkur lýst. Dominos-deild karla Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Fleiri fréttir „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Sjá meira
Njarðvík skellti Stjörnunni 84-61 í Garðabæ í síðustu umferð Dominos deildar karla í körfubolta í kvöld. Bæði lið taka þátt í úrslitakeppninni. Njarðvík byrjaði leikinn af miklum krafti. Liðið mætti pressulaust til leiks þar sem liðið var öruggt í fjórða sæti sama hvernig færi í kvöld og virtust leikmenn liðsins njóta þess að leika á meðan margir leikmenn Stjörnunnar virtust ekki tilbúnir í verkefni kvöldsins. Stjarnan var í sjöunda sæti deildarinnar fyrir leikinn og þurfti því að reysta á að Keflavík ynni Snæfell svo liðið þurfi ekki að mæta KR í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Njarðvík var 19-14 yfir eftir fyrsta leikhluta og jók liðið forskotið í öðrum leikhluta í 38-26. Sóknarleikur Stjörnunnar í fyrri hálfleik var allt annað en góður auk þess sem lykilmenn fundu sig ekki í skotunum. Hæst ber þar að nefna Matthew Hairston Junior sem hitti úr einu af átta skotum sínum í hálfleiknum. Stjarnan náði rétt að minnka muninn í átta stig í þriðja leikhluta en Njarðvík svaraði öllum sprettum Stjörnunnar og gott betur. Munurinn var 16 stig þegar flautað var til fjórða leikhluta og gerði Njarðvík út um leikinn strax í upphafi síðasta leikhlutans þegar liðið komst meira en 20 stigum yfir 68-47. Of margir lykilmenn Stjörnunnar náðu sér ekki á strik í leiknum til að liðið ætti einhverja möguleika gegn sterku liði Njarðvíkur. Margir leikmenn gestanna skiluðu góðu dagsverki, bæði í vörn og sókn og ljóst að þegar lykilmenn Njarðvíkur eiga góðan leik og lykilmenn Stjörnunnar slakan þá verður viðureign liðanna aldrei spennandi. Logi: Skiptir máli að enda á sigrivísir/valli„Við komum á heimavöll hjá góðu liði og spiluðum frábæra vörn. Ég tel þetta vera gott skref fyrir úrslitakeppnina, sérstaklega varnarlega,“ sagði Logi Gunnarsson leikmaður Njarðvíkur eftir sigurinn auðvelda í kvöld. Njarðvík leit virkilega vel út í leiknum og vann mjög sannfærandi sigur sem gefur Loga góð fyrirheit fyrir úrslitakeppnina. „Í úrslitakeppninni skiptir öllu að spila góða vörn. Það skiptir líka máli að fara inn í úrslitakeppnina með góðum sigri. Ég er búinn að vera í þessu það lengi að ég er búinn að sjá að það skiptir máli að enda deildarkeppnina á góðum sigri. „Við erum búnir að hafa mjög gaman að því að leika í síðustu leikjum og það skín af okkur ánægjan og krafturinn. Það á að einkenna okkur. Við höfum svo gaman að þessu og það er mikill kraftur í okkar leik. Ef við missum það þá er mikið farið. „Við förum fullir sjálfstrausts inn í úrslitakeppnina. Okkur líður vel að spila saman. Þetta er góður hópur og við erum að spila sem lið. Það eru allir að vinna fyrir hvern annan í vörninni og svoleiðis á það að vera, svoleiðis eru góð lið,“ sagði Logi. Teitur: Leiðinlegt fyrir áhorfendur sem keyptu sig inn á þessa hörmungvísir/valli„Einbeitingin var einhvers staðar allt annars staðar. Ég kannast við þetta. Við vorum að rifja það upp að við töpuðum síðasta leik gegn Hamri um árið sem var fallið og búið að reka kanann sinn,“ sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar. „Þetta gerist svona. Þetta er mennskt. Þetta er leiðinlegt fyrir áhorfendur sem keyptu sig inn á þessa hörmung. „Þessi leikur skiptir ekki máli og menn eru að bíða eftir Keflavík,“ sagði Teitur en hefði Þór unnið sinn leik í kvöld og Stjarnan líka hefði Stjarnan fengið Grindavík og það hefði Teitur ekki viljað. „Grindavík hentar okkur illa. Við teljum að Keflavík henti okkar leikstíl betur. „Keflavík er frábært lið og á þetta annað sæti vel skilið. Liðið er búið að vinna fyrir því í allan vetur en þeir eru ekki óvinnandi vígi. Við förum fullir sjálfstraust inn í þessa seríu. „Við erum ánægðir að menn eru komnir úr meiðslum. Við getum leikið á fleiri mörnnum, við erum með níu manna róteringu sem hjálpar okkur mikið og hjálpar í svona seríum þar sem er stutt á milli leikja,“ sagði Teitur sem óttast lítið að frammistaðan í kvöld fylgi liðinu til Keflavíkur. „Þegar við töpuðum fyrir Hamri um árið fórum við alla leið í úrslit.“ Leik lokið (61-84): Auðvelt hjá Njarðvík38. mínúta (57-76): Munurinn helst stöðugur.36. mínúta (53-73): Minni spámenn fá nú góðar mínútur þegar úrslitin eru ráðin.33. mínúta (47-68): Fátt jákvætt hjá Stjörnunni en margt gott hjá Njarðvík, mjög margt.32. mínúta (45-66): Stjarnan kemur ekki til baka úr þessu.31. mínúta (45-61): Liðin skiptast á körfum.3. leikhluta lokið (43-59): Frábær endir á leikhlutanum hjá Njarðvík og sigurinn blasir við liðinu þó enn séu 12 mínútur til leiksloka.29. mínúta (43-55): Smith er með 19 stig fyrir Njarðvík.27. mínúta (41-50): Munurinn aftur kominn undir tíu stigin, kemst Stjarnan nær?26. mínúta (37-50): Njarðvík svarar öllum sprettum Stjörnunnar.24. mínúta (37-45): Þristur hjá Justin Shouse minnkar muninn í átta stig.23. mínúta (33-42): Marvin með þriggja stiga fléttu.22. mínúta (30-40): Dagur Kári með þrist og Fannar með víti og munurinn kominn niður í tíu stig aftur.21. mínúta (26-40): Ólafur Jónsson með fyrstu körfuna í seinni hálfleik.Hálfleikur (26-38): Njarðvík var fyrra til að vakna úr rotinu sem liðin voru í upphafi annars leikhluta og er með gott forskot í hálfleik.19. mínúta (26-36): Njarðvík komið tíu stigum yfir á ný.18. mínúta (24-32): Njarðvíkingar refsa með hraða sínum en Junior kemst loks á blað utan af velli. Tók heil 7 skot.17. mínúta (22-27): Smith er með 13 stig fyrir Njarðvík. Dagur með 6 fyrir Stjörnuna.16. mínúta (20-23): Átta stig á fyrstu fimm mínútum annars leikhluta. Þetta er ekki mikið fyrir augað!14. mínúta (18-23): Víti að koma Junior á blað. Kannski fer þetta að detta hjá honum núna.13. mínúta (16-23): Njarðvíkingar bíta frá sér aftur. Svona mun þetta örugglega sveiflast langt fram eftir kvöldi.12. mínúta (16-19): Hairston Junior leikmaður Stjörnunnar hittir ekkert en félagar hans hjálpa honum og Stjörnunni inn í leikinn.1. leikhluta lokið (14-19): Góð byrjun skilar Njarðvík fimm stiga forystu eftir einn leikhluta.9. mínúta (13-16): Sæmundur með þrist. Körfurnar komu um leið og Stjarnan fór að spila vörn.8. mínúta (10-16): Þetta tekur ekki langan tíma. Stjarnan er komin inn í leikinn.7. mínúta (8-16): Heimamenn eru með lífsmarki.6. mínúta (5-16): Smith er kominn með 7 stig fyrir Njarðvík.5. mínúta (2-13): Stjarnan er reyndar ekki heldur að spila boðlega sókn.4. mínúta (2-11): Stjarnan vill ekki mæta KR en örlögin verða ekki í þeirra höndum nema liðið farið að leika smá vörn.3. mínúta (2-9): Heimamenn mistækir hér í upphafi og Njarðvík gengur á lagið.2. mínúta (2-5): Gestirnir spila pressulausir og virðist líða vel.1. mínúta (0-3): Ágúst Orrason með fyrstu körfuna og hún er af löngu færi.Fyrir leik: Það eru fjórar mínútur til leiks og ekki þétt setið á pöllunum. Það er enn nóg pláss ef þú ert í grenndinni.Fyrir leik: Njarðvík vann öruggan sigur þegar liðin mættust í ljónagryfjunni 98-87.Fyrir leik: Vinni Stjarnan getur liðið farið upp í sjötta sæti deildarinnar en aðeins þó ef Þór vinnur ÍR og Haukar tapi fyrir KR.Fyrir leik: Stjarnan tryggir sér sjöunda sæti deildarinnar með sigri en Snæfell getur tekið sjöunda sætið af Stjörnunni með því að leggja Keflavík í kvöld, tapi Stjarnan hér í kvöld.Fyrir leik: ÍR er í níunda sæti og getur náð Stjörnunni að stigum en Stjarnan er með betri árangur úr innbyrðis viðureignum liðanna í vetur.Fyrir leik: Njarðvík hafnar í fjórða sæti deildarinnar sama hvernig fer hér í kvöld og Stjarnan er örugg í úrslitakeppninaFyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Stjörnunnar og Njarðvíkur lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Fleiri fréttir „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Sjá meira