Handbolti

Gróttukonur skoruðu bara fimmtán mörk en unnu samt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Unnur Ómarsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Gróttu í kvöld.
Unnur Ómarsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Gróttu í kvöld. Vísir/Daníel
Grótta vann 15-13 sigur á Fram í Safamýri í kvöld í mikilvægum leik liðanna í baráttunni um góð sæti í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta.

Sigur Gróttu setur mikla spennu í baráttu efstu liðanna en nú munar aðeins einu stigi á Fram (3. sæti)  og Gróttu (5. sæti) en ÍBV er með jafnmörg stig og Fram í fjórða sætinu.

Fram var 7-6 yfir í hálfleik en Gróttukonur tryggðu sér sigurinn með því að vinna seinni hálfleikinn 9-6.

Íris Björk Símonardóttir, markvörður Gróttu, og varnarleikur liðsins voru í aðalhlutverkinu í kvöld en Unnur Ómarsdóttir var markahæst með sjö mörk þar af skoraði hún öll sex mörk liðsins í fyrri hálfleiknum.

Ragnheiður Júlíusdóttir og Sigurbjörg Jóhannsdóttir skoruðu báðar fjögur mörk fyrir Framliðið í kvöld en sóknarleikur liðsins í kvöld var ekki til útflutnings.



Fram - Grótta 13-15 (7-6)

Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 4, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4, Marthe Sördal 3, Hekla Rún Ámundadóttir 1, Steinunn Björnsdóttir 1.

Mörk Gróttu: Unnur Ómarsdóttir 7, Anett Köbli 4, Eva Björk Davíðsdóttir 2, Sóley Arnarsdóttir 1, Agnes Þóra Árnadóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×