Körfubolti

Stjörnumenn fyrstir til að slá Keflavík út þrjú ár í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marvin Valdimarsson og félagar í Stjörnunni fagna einum af þremur sigrum sínum á Keflavík í átta liða úrslitunum.
Marvin Valdimarsson og félagar í Stjörnunni fagna einum af þremur sigrum sínum á Keflavík í átta liða úrslitunum. Vísir/Daníel
Það er kominn sannkölluð Stjörnugrýla í Keflavík eftir að Stjarnan sló Keflavík út í kvöld í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. Stjörnumenn hafa þar með sent Keflvíkinga snemma í sumarfrí þrjú ár í röð og alltaf í átta liða úrslitunum.

Þetta er í fyrsta sinn sem sama félag nær að slá Keflvíkinga út þrjú ár í röð en Grindvíkingar voru þeir fyrstu sem náðu því að slá Keflavík út tvö ár í röð. Garðbæingar jöfnuðu það met í fyrra og slógu það síðan í ár.

Þetta er ennfremur í áttunda sinn sem Njarðvíkingurinn Teitur Örlygsson tekur þátt í því að slá Keflavík út úr úrslitakeppninni, fyrst fimm sinnum sem leikmaður Njarðvíkur og nú þrjú ár í röð sem þjálfari Stjörnunnar.

Hér fyrir neðan má sjá nokkra topplista yfir þau félög sem hefur tekist að slá hið sigursæla lið Keflavíkur út úr úrslitakeppninni.

Félög sem hafa slegið Keflavík út í fyrstu umferð (Undanúrslit 1984-1994, 8 liða úrslit 1995-)

3 - Stjarnan (2012, 2013, 2014)

2 - Njarðvík (1986, 1994)

1 - Valur (1987)

1 - Haukar (1988)

1 - Grindavík (2000)

1 - Snæfell (2007)

Félög sem hafa slegið Keflavík út í 8 liða úrslitum

3 - Stjarnan (2012, 2013, 2014)

1 - Grindavík (2000)

1 - Snæfell (2007)

Félög sem hafa oftast slegið Keflavík út í úrslitakeppninni:

5 - Njarðvík (1986, 1991, 1994, 1998, 2002)

3 - Stjarnan (2012, 2013, 2014)

3 - KR (1990, 2009, 2011)

3 - Grindavík (1995, 1996, 2000)

2 - Snæfell (2007, 2010)

1 - Valur (1987)

1 - Haukar (1988)

1 - Tindastóll (2001)

1 - Skallagrímur (2006)

Félög sem hafa slegið Keflavík flest ár í röð

3 - Stjarnan (2012-2014)

2 - Grindavík (1995-1996)


Tengdar fréttir

Flautukarfa Marvins | Myndband

Stjarnan vann ævintýralegan sigur á Keflavík í kvöld með flautukörfu frá Marvin Valdimarssyni. Stjarnan komst þar með í undanúrslit Dominos-deildar karla en Garðbæingar unnu rimmuna, 3-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×