Handbolti

Snorri og félagar á toppinn

Snorri í leik með AG.
Snorri í leik með AG. vísir/afp
Lið Snorra Steins Guðjónssonar, GOG, vann sterkan útisugur, 27-30, á Århus í úrslitakeppni danska handboltans í dag.

Snorri er byrjaður að spila með liðinu á nýjan leik eftir að hafa kviðslitnað. Hann skoraði þrjú mörk í leiknum.

GOG er þar með komið á topp 2. riðils með fullt hús eftir fyrri umferðina. Liðið stendur því afar vel að vígi.

Átta lið eru í úrslitakeppninni og þau spila í tveimur fjögurra liða riðlum. Tvö efstu liðin fara síðan í undanúrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×