Handbolti

Heiðmar leysir Rúnar Kárason af í kvöld

Heiðmar með félaga sínum í Hannover í dag. Klár í slaginn.
Heiðmar með félaga sínum í Hannover í dag. Klár í slaginn. mynd/hannover
Forráðamenn þýska handboltaliðsins Hannover-Burgdorf þurftu að bregðast við meiðslum Rúnars Kárasonar sem spilar ekki meira á þessari leiktíð. Þeir fundu annan Íslending til þess að fylla hans skarð.

Gamla kempan Heiðmar Felixson er nefnilega búinn að rífa fram skóna og mun spila með liðinu gegn Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Hann er ekki ókunnugur í herbúðum félagsins. Lék með þeim frá 2004 til 2009 en hann fór til Lubbecke. Heiðmar tók svo við sem yfirþjálfari yngri flokka hjá Hannover árið 2012 og hefur haldið sér við með því að spila með varaliði félagsins. Það voru því hæg heimatökin hjá Hannover.

Verður áhugavert að sjá hvernig Heiðmari gengur með liðinu í kvöld.


Tengdar fréttir

Rúnar sleit krossband

Landsliðsmaðurinn Rúnar Kárason leikur ekki meira á þessari leiktíð eftir að hafa meiðst alvarlega á æfingu með félaginu sínu, Hannover-Burgdorf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×