Handbolti

Guðmundur á ekki von á afsökunarbeiðni frá Dujshebaev

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Guðmundur Guðmundsson var í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær.

Þar fór hann yfir ótrúlega atburðarrás sem átti sér stað eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeild Evrópu um helgina.

Þar veittist Talant Dujshebaev, þjálfari Kielce, að Guðmundi bæði strax eftir leik og á blaðmannafundi stuttu síðar. Guðmundur er þjálfari Löwen sem kærði uppákomuna og er málið nú til umfjöllunar hjá Handknattleikssambandi Evrópu.

„Ég á ekki von á afsökunarbeiðni frá honum og satt best að segja hef ég áhyggjur af öðrum hlutum núna,“ sagði Guðmundur meðal annars í viðtalinu sem má heyra í heild sinni hér efst í fréttinni.

„Þetta átti ekkert skylt við íþróttina og mér finnst jafnvel enn alvarlega að svona alvarlegar ásakanir séu bornar upp í jafn mikilvægri keppni og í Meistaradeildinni. Það var vegið að heiðri manns og það fannst mér eiginlega verst. Höggið þoldi ég nú,“ bætti hann við.


Tengdar fréttir

Rannsókn hafin á Dujshebaev

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, staðfestir á heimasíðu sinni í dag að dómstóll sambandsins muni taka mál Talant Dujshebaev fyrir.

Forseti Kielce baðst afsökunar

Framkvæmdarstjóri Rhein-Neckar Löwen staðfestir í dag að félagið hafi kært framkomu Talant Dujshebaev, þjálfara pólska liðsins Kielce.

Forseti Kielce: Við munum verja okkur

Ekkert virðist marka meinta afsökunarbeiðni sem forráðamönnum Rhein-Neckar Löwen á að hafa borist eftir leik liðsins gegn Kielce um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×