Ef Fulham hefði viljað fá Alfreð hefði það borgað uppsett verð Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. mars 2014 10:00 Alfreð Finnbogason er markahæstur í sögu Heerenveen í deildinni. Vísir/Getty Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í knattspyrnu, var ekki ánægður með forráðamenn félagsins þegar þeir hækkuðu skyndilega verðið á honum á lokadegi félagaskipta í janúar. Enska úrvalsdeildarliðið Fulham sóttist eftir kröftum Alfreðs og bauð Heerenveen tíu milljónir evra fyrir framherjann en hollenska félagið hækkaði verðið í tólf milljónir þegar símtalið barst og Fulham hætti þá við. „Þeir sögðust alltaf vilja tíu milljónir evra fyrir mig en nú voru þeir ekki samstarfsfúsir. Ég er svekktur út í Heerenveen því ég fæ ekki tækifæri til að spila í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Alfreð í byrjun febrúar.Jelko van der Wiel, forseti Heerenveen, gerir lítið úr áhuga Fulham í viðtali við hollenska miðilinn OmroepFriesland. „Fulham vissi í margar vikur að það þyrfti að styrkja sig. Svo kemur það og talar við okkur fimm mínútur í tólf og segist vilja Alfreð. Það vildi ekki borga uppsett verð en kaupr síðan Grikkjann fyrir 15 milljónir evra," segir Van der Wiel og vísar til Grikkjans Kostas Mitroglou. Mitroglou er eitthvað mesta flopp tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að raða inn mörkum fyrir Olympiacos í grísku deildinni og Meistaradeildinni fyrir áramót kom hann til liðsins í engu formi og hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum. Á sama tíma raðar Alfreð Finnbogason inn mörkum fyrir Heerenveen en hann varð um helgina markahæsti leikmaður liðsins í hollensku úrvalsdeildinni frá upphafi þegar hann skoraði annað mark liðsins í 2-2 jafntefli gegn NEC Nijmegen. „Ef þeir hefðu viljað Alfreð hefðu þeir borgað okkar verð. Við vorum ekki í neinum peningaleik,“ segir Jelko van der Wiel, forseti Heerenveen.Kostas Mitroglou hefur lítið gert fyrir 15 milljónir Evra.Vísir/EPA Fótbolti Tengdar fréttir Þetta er eitthvað sem maður segir barnabörnunum frá Alfreð Finnbogason varð um helgina markahæsti leikmaður í sögu Heerenveen í hollensku úrvalsdeildinni. Framherjar félagsins eru jafnan keyptir dýrum dómum til stærri liða. 24. mars 2014 06:00 Alfreð orðinn markahæsti leikmaður Heerenveen frá upphafi Íslenski landsliðsframherjinn skoraði sitt 48. deildarmark fyrir Heerenveen í 2-2 jafntefli NEC Nijmegen í kvöld. 22. mars 2014 20:34 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Sjá meira
Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í knattspyrnu, var ekki ánægður með forráðamenn félagsins þegar þeir hækkuðu skyndilega verðið á honum á lokadegi félagaskipta í janúar. Enska úrvalsdeildarliðið Fulham sóttist eftir kröftum Alfreðs og bauð Heerenveen tíu milljónir evra fyrir framherjann en hollenska félagið hækkaði verðið í tólf milljónir þegar símtalið barst og Fulham hætti þá við. „Þeir sögðust alltaf vilja tíu milljónir evra fyrir mig en nú voru þeir ekki samstarfsfúsir. Ég er svekktur út í Heerenveen því ég fæ ekki tækifæri til að spila í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Alfreð í byrjun febrúar.Jelko van der Wiel, forseti Heerenveen, gerir lítið úr áhuga Fulham í viðtali við hollenska miðilinn OmroepFriesland. „Fulham vissi í margar vikur að það þyrfti að styrkja sig. Svo kemur það og talar við okkur fimm mínútur í tólf og segist vilja Alfreð. Það vildi ekki borga uppsett verð en kaupr síðan Grikkjann fyrir 15 milljónir evra," segir Van der Wiel og vísar til Grikkjans Kostas Mitroglou. Mitroglou er eitthvað mesta flopp tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að raða inn mörkum fyrir Olympiacos í grísku deildinni og Meistaradeildinni fyrir áramót kom hann til liðsins í engu formi og hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum. Á sama tíma raðar Alfreð Finnbogason inn mörkum fyrir Heerenveen en hann varð um helgina markahæsti leikmaður liðsins í hollensku úrvalsdeildinni frá upphafi þegar hann skoraði annað mark liðsins í 2-2 jafntefli gegn NEC Nijmegen. „Ef þeir hefðu viljað Alfreð hefðu þeir borgað okkar verð. Við vorum ekki í neinum peningaleik,“ segir Jelko van der Wiel, forseti Heerenveen.Kostas Mitroglou hefur lítið gert fyrir 15 milljónir Evra.Vísir/EPA
Fótbolti Tengdar fréttir Þetta er eitthvað sem maður segir barnabörnunum frá Alfreð Finnbogason varð um helgina markahæsti leikmaður í sögu Heerenveen í hollensku úrvalsdeildinni. Framherjar félagsins eru jafnan keyptir dýrum dómum til stærri liða. 24. mars 2014 06:00 Alfreð orðinn markahæsti leikmaður Heerenveen frá upphafi Íslenski landsliðsframherjinn skoraði sitt 48. deildarmark fyrir Heerenveen í 2-2 jafntefli NEC Nijmegen í kvöld. 22. mars 2014 20:34 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Sjá meira
Þetta er eitthvað sem maður segir barnabörnunum frá Alfreð Finnbogason varð um helgina markahæsti leikmaður í sögu Heerenveen í hollensku úrvalsdeildinni. Framherjar félagsins eru jafnan keyptir dýrum dómum til stærri liða. 24. mars 2014 06:00
Alfreð orðinn markahæsti leikmaður Heerenveen frá upphafi Íslenski landsliðsframherjinn skoraði sitt 48. deildarmark fyrir Heerenveen í 2-2 jafntefli NEC Nijmegen í kvöld. 22. mars 2014 20:34