Ef Fulham hefði viljað fá Alfreð hefði það borgað uppsett verð Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. mars 2014 10:00 Alfreð Finnbogason er markahæstur í sögu Heerenveen í deildinni. Vísir/Getty Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í knattspyrnu, var ekki ánægður með forráðamenn félagsins þegar þeir hækkuðu skyndilega verðið á honum á lokadegi félagaskipta í janúar. Enska úrvalsdeildarliðið Fulham sóttist eftir kröftum Alfreðs og bauð Heerenveen tíu milljónir evra fyrir framherjann en hollenska félagið hækkaði verðið í tólf milljónir þegar símtalið barst og Fulham hætti þá við. „Þeir sögðust alltaf vilja tíu milljónir evra fyrir mig en nú voru þeir ekki samstarfsfúsir. Ég er svekktur út í Heerenveen því ég fæ ekki tækifæri til að spila í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Alfreð í byrjun febrúar.Jelko van der Wiel, forseti Heerenveen, gerir lítið úr áhuga Fulham í viðtali við hollenska miðilinn OmroepFriesland. „Fulham vissi í margar vikur að það þyrfti að styrkja sig. Svo kemur það og talar við okkur fimm mínútur í tólf og segist vilja Alfreð. Það vildi ekki borga uppsett verð en kaupr síðan Grikkjann fyrir 15 milljónir evra," segir Van der Wiel og vísar til Grikkjans Kostas Mitroglou. Mitroglou er eitthvað mesta flopp tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að raða inn mörkum fyrir Olympiacos í grísku deildinni og Meistaradeildinni fyrir áramót kom hann til liðsins í engu formi og hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum. Á sama tíma raðar Alfreð Finnbogason inn mörkum fyrir Heerenveen en hann varð um helgina markahæsti leikmaður liðsins í hollensku úrvalsdeildinni frá upphafi þegar hann skoraði annað mark liðsins í 2-2 jafntefli gegn NEC Nijmegen. „Ef þeir hefðu viljað Alfreð hefðu þeir borgað okkar verð. Við vorum ekki í neinum peningaleik,“ segir Jelko van der Wiel, forseti Heerenveen.Kostas Mitroglou hefur lítið gert fyrir 15 milljónir Evra.Vísir/EPA Fótbolti Tengdar fréttir Þetta er eitthvað sem maður segir barnabörnunum frá Alfreð Finnbogason varð um helgina markahæsti leikmaður í sögu Heerenveen í hollensku úrvalsdeildinni. Framherjar félagsins eru jafnan keyptir dýrum dómum til stærri liða. 24. mars 2014 06:00 Alfreð orðinn markahæsti leikmaður Heerenveen frá upphafi Íslenski landsliðsframherjinn skoraði sitt 48. deildarmark fyrir Heerenveen í 2-2 jafntefli NEC Nijmegen í kvöld. 22. mars 2014 20:34 Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í knattspyrnu, var ekki ánægður með forráðamenn félagsins þegar þeir hækkuðu skyndilega verðið á honum á lokadegi félagaskipta í janúar. Enska úrvalsdeildarliðið Fulham sóttist eftir kröftum Alfreðs og bauð Heerenveen tíu milljónir evra fyrir framherjann en hollenska félagið hækkaði verðið í tólf milljónir þegar símtalið barst og Fulham hætti þá við. „Þeir sögðust alltaf vilja tíu milljónir evra fyrir mig en nú voru þeir ekki samstarfsfúsir. Ég er svekktur út í Heerenveen því ég fæ ekki tækifæri til að spila í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Alfreð í byrjun febrúar.Jelko van der Wiel, forseti Heerenveen, gerir lítið úr áhuga Fulham í viðtali við hollenska miðilinn OmroepFriesland. „Fulham vissi í margar vikur að það þyrfti að styrkja sig. Svo kemur það og talar við okkur fimm mínútur í tólf og segist vilja Alfreð. Það vildi ekki borga uppsett verð en kaupr síðan Grikkjann fyrir 15 milljónir evra," segir Van der Wiel og vísar til Grikkjans Kostas Mitroglou. Mitroglou er eitthvað mesta flopp tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að raða inn mörkum fyrir Olympiacos í grísku deildinni og Meistaradeildinni fyrir áramót kom hann til liðsins í engu formi og hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum. Á sama tíma raðar Alfreð Finnbogason inn mörkum fyrir Heerenveen en hann varð um helgina markahæsti leikmaður liðsins í hollensku úrvalsdeildinni frá upphafi þegar hann skoraði annað mark liðsins í 2-2 jafntefli gegn NEC Nijmegen. „Ef þeir hefðu viljað Alfreð hefðu þeir borgað okkar verð. Við vorum ekki í neinum peningaleik,“ segir Jelko van der Wiel, forseti Heerenveen.Kostas Mitroglou hefur lítið gert fyrir 15 milljónir Evra.Vísir/EPA
Fótbolti Tengdar fréttir Þetta er eitthvað sem maður segir barnabörnunum frá Alfreð Finnbogason varð um helgina markahæsti leikmaður í sögu Heerenveen í hollensku úrvalsdeildinni. Framherjar félagsins eru jafnan keyptir dýrum dómum til stærri liða. 24. mars 2014 06:00 Alfreð orðinn markahæsti leikmaður Heerenveen frá upphafi Íslenski landsliðsframherjinn skoraði sitt 48. deildarmark fyrir Heerenveen í 2-2 jafntefli NEC Nijmegen í kvöld. 22. mars 2014 20:34 Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Þetta er eitthvað sem maður segir barnabörnunum frá Alfreð Finnbogason varð um helgina markahæsti leikmaður í sögu Heerenveen í hollensku úrvalsdeildinni. Framherjar félagsins eru jafnan keyptir dýrum dómum til stærri liða. 24. mars 2014 06:00
Alfreð orðinn markahæsti leikmaður Heerenveen frá upphafi Íslenski landsliðsframherjinn skoraði sitt 48. deildarmark fyrir Heerenveen í 2-2 jafntefli NEC Nijmegen í kvöld. 22. mars 2014 20:34