Handbolti

Drengirnir hans Dags unnu í EHF-bikarnum

Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans fögnuðu sigri.
Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans fögnuðu sigri. Vísir/Getty
Dagur Sigurðsson stýrði sínum mönnum í Füchse Berlin til sex marka sigurs, 34-28, á slóvakíska liðinu Sporta Hlohovec í EHF-bikarnum í handbolta.

Svíinn Fredrik Petersen var markahæstur Refanna með níu mörk, en landi hans Mattias Zachrisson kom næstur með fimm mörk.

Þetta var lokaleikur Füchse Berlin í riðlakeppni EHF-bikarsins, en liðið endaði í efsta sæti D-riðils með tíu stig, eftir fjóra sigurleiki og tvö jafntefli.

Füchse Berlin verður gestgjafi úrslitahelgarinnar ("Final Four") í EHF-bikarnum og er því með tryggt sæti í undanúrslitum.

Á morgun verður síðan dregið í átta liða úrslit keppninnar.




Tengdar fréttir

Sex íslensk mörk í sigri Kiel

Kiel er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir stórsigur á heimavelli á HC Motor Zaporozhye.

Kolding úr leik

Danska liðið Kolding, sem Aron Kristjánsson stjórnar, féll úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tap gegn Metalurg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×