Bikarhetjunni Alexander Scholz leið vel á Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. apríl 2014 13:15 Alexander Scholz í baráttunni í Belgíu. Vísir/getty Danski varnarmaðurinn Alexander Scholz, sem lék með Stjörnunni hér á landi sumarið 2012 við góðan orðstír, hefur vakið nokkra athygli í heimalandinu eftir að tryggja Lokeren sigurinn í belgísku bikarkeppninni á dögunum. Hann talar vel um veru sína á Íslandi í viðtali við danska vefmiðilinn detsmukkespil.net. Scholz, sem ólst upp hjá Vejle í Danmörku, sagði skilið við knattspyrnuna tímabundið 2011. Í byrjun árs 2012 pakkaði hann svo niður í bakpoka og hélt í reisu til Indlands. Eftir átta mánuði frá fótboltanum fór hann að sakna hans en Scholz vildi ekki snúa aftur til Danmerkur. Hann hafði samband við fyrrverandi liðsfélaga sína hjá Vejle, JesperJensen og NikolajHagelskjær, sem báðir spiluðu með Stjörnunni 2011. Þeir tveir mæltu með Íslandi og hafði Scholz þá samband við danska markvarðarþjálfarann og þúsundþjalasmiðinn HenrikBödker sem hefur dælt inn öflugum Dönum í Garðabæinn undanfarin ár. Hann hafði strax áhuga á Scholz enda vissi hann allt um gæði leikmannsins. Samið var við hann á Skype og kom Scholz frá Indlandi tilbúinn í slaginn í Pepsi-deildinni. Hann fór svo á kostum í deildinni og skoraði fimm mörk og var eftir tímabilið keyptur til Lokeren í Belgíu. „Ísland var raunhæfur staður til að byrja aftur og ég vissi að ég gæti náð árangri í deildinni þar. Það voru líka aðrir hlutir sem spiluðu inn í eins og lengd tímabilsins og staðsetning landsins, langt frá Danmörku,“ segir Scholz í viðtalinu við detsmukketspil.dk. „Á Íslandi var ég einangraður og þurfti ég því að takast á við allt sjálfur. Svo var það líka náttúran sem heillaði mig.“ Dvölin á Íslandi gerði Scholz gott en hér á landi fann hann loks fyrir fótfestu. Hann eignaðist nýja og góða vini, átti mikilli velgengni að fagna inni á fótboltavellinum og þá fékk hann vinnu hjá Ormsson sem honum líkaði vel. „Við æfðum aðallega seinnipartinn þannig félagið fann fyrir mig hlutastarf svo ég hefði eitthvað að gera. Ég fékk vinnu hjá raftækjafyrirtæki þar sem ég vann með frábæru fólki sem fékk mig til að njóta starfsins,“ segir Alexander Scholz. Allt viðtalið á dönsku má lesa hér. Íslenski boltinn Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Sjá meira
Danski varnarmaðurinn Alexander Scholz, sem lék með Stjörnunni hér á landi sumarið 2012 við góðan orðstír, hefur vakið nokkra athygli í heimalandinu eftir að tryggja Lokeren sigurinn í belgísku bikarkeppninni á dögunum. Hann talar vel um veru sína á Íslandi í viðtali við danska vefmiðilinn detsmukkespil.net. Scholz, sem ólst upp hjá Vejle í Danmörku, sagði skilið við knattspyrnuna tímabundið 2011. Í byrjun árs 2012 pakkaði hann svo niður í bakpoka og hélt í reisu til Indlands. Eftir átta mánuði frá fótboltanum fór hann að sakna hans en Scholz vildi ekki snúa aftur til Danmerkur. Hann hafði samband við fyrrverandi liðsfélaga sína hjá Vejle, JesperJensen og NikolajHagelskjær, sem báðir spiluðu með Stjörnunni 2011. Þeir tveir mæltu með Íslandi og hafði Scholz þá samband við danska markvarðarþjálfarann og þúsundþjalasmiðinn HenrikBödker sem hefur dælt inn öflugum Dönum í Garðabæinn undanfarin ár. Hann hafði strax áhuga á Scholz enda vissi hann allt um gæði leikmannsins. Samið var við hann á Skype og kom Scholz frá Indlandi tilbúinn í slaginn í Pepsi-deildinni. Hann fór svo á kostum í deildinni og skoraði fimm mörk og var eftir tímabilið keyptur til Lokeren í Belgíu. „Ísland var raunhæfur staður til að byrja aftur og ég vissi að ég gæti náð árangri í deildinni þar. Það voru líka aðrir hlutir sem spiluðu inn í eins og lengd tímabilsins og staðsetning landsins, langt frá Danmörku,“ segir Scholz í viðtalinu við detsmukketspil.dk. „Á Íslandi var ég einangraður og þurfti ég því að takast á við allt sjálfur. Svo var það líka náttúran sem heillaði mig.“ Dvölin á Íslandi gerði Scholz gott en hér á landi fann hann loks fyrir fótfestu. Hann eignaðist nýja og góða vini, átti mikilli velgengni að fagna inni á fótboltavellinum og þá fékk hann vinnu hjá Ormsson sem honum líkaði vel. „Við æfðum aðallega seinnipartinn þannig félagið fann fyrir mig hlutastarf svo ég hefði eitthvað að gera. Ég fékk vinnu hjá raftækjafyrirtæki þar sem ég vann með frábæru fólki sem fékk mig til að njóta starfsins,“ segir Alexander Scholz. Allt viðtalið á dönsku má lesa hér.
Íslenski boltinn Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki