Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 94-91 | KR-sigur í háspennuleik Ingvi Þór Sæmundsson í DHL-höllinni skrifar 3. apríl 2014 12:07 Fannar Freyr Helgason og Bandaríkjamennirnir Demond Watt og Junior Hairston í baráttunni undir körfunni. Vísir/Stefán KR vann sætan, en afar torsóttan þriggja stiga sigur á Stjörnunni í kvöld og tók þar með forystuna í einvígi liðanna í undanúrslitum Dominos deildarinnar. Lokatölur urðu 94-91, KR í vil. Stjarnan byrjaði leikinn betur og komst í 0-4, en KR-ingar tóku fljótt við sér. Þeir jöfnuðu og tóku svo á sprett seinni hluta leikhlutans. Helgi Már Magnússon og Pavel Ermolinskij settu niður góðar þriggja stiga körfur og sá síðarnefndi kom KR átta stigum yfir, 24-16, þegar ein og hálf mínúta var eftir af leikhlutanum. Stjörnumenn létu það þó ekki á sig fá og náðu að minnka muninn í eitt stig fyrir lok leikhlutans, ekki síst fyrir tilstuðlan fyrirliðans, Fannars Freys Helgasonar, sem skoraði tíu stig í fyrsta leikhluta. KR-ingar höfðu frumkvæðið í öðrum leikhluta og voru jafnan á undan að skora, en Stjarnan var aldrei fjarri. Alltaf þegar KR virtist vera að taka fram úr, þá eltu Stjörnumenn þá uppi. KR komst 38-30 yfir, en líkt og í fyrsta leikhluta áttu gestirnir góðan lokakafla og minnkuðu muninn í eitt stig eftir tvær körfur í röð frá Jóni Sverrissyni. Staðan í hálfleik var 38-37, KR í vil.Matthew Hairston hafði hægt um sig í fyrri hálfleik og að honum loknum var hann aðeins kominn með fimm stig og sjö fráköst. Hann vaknaði hins vegar til lífsins í byrjun seinni hálfleiks og skoraði hvert stigið á fætur öðru.Junior Hairston spilaði mjög vel í kvöld en hér rífur hann niður frákast.Vísir/StefánKR-ingar virtust vankaðir í byrjun seinni hálfleiks - töpuðu boltanum klaufalega og fráköstuðu illa - og Stjarnan náði góðum tökum á leiknum. Garðbæingar unnu þriðja leikhlutann með tíu stigum og leiddu, 51-60, að honum loknum. KR-ingar tóku hins vegar við sér í fjórða leikhluta og náðu að jafna um miðbik hans. Liðin héldust svo í hendur á lokamínútunum sem voru æsispennandi. Liðin skiptust á forystunni, en þegar 18 sekúndur voru eftir kom Hairston Stjörnunni þremur stigum yfir, 76-79, og sigurinn virtist í höfn. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR tók þá leikhlé og fór yfir málin með sínum mönnum. Að leikhléinu loknu tók Brynjar Þór Björnsson snöggt þriggja stiga skot sem geigaði. Pavel tók hins vegar sóknarfrákastið, boltinn barst á Martin Hermannsson sem sendi hann á Helga Má sem jafnaði leikinn með glæsilegri þriggja stiga körfu. Staðan var 79-79 að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. KR-ingar reyndust sterkari í framlengingunni, enda höfðu stór skörð verið höggvin í lið Stjörnunnar. Dagur Kár Jónsson lék ekkert í seinni hálfleik sökum meiðsla og þá fengu Jón Sverrisson, Fannar og Marvin Valdimarsson allir sína fimmtu villu í fjórða leikhluta. Stjörnumenn héngu þó í skottinu á KR allt til loka og fengu möguleika til að jafna leikinn og knýja fram aðra framlengingu. Lokaskot Justins Shouse misfórst hins vegar og KR-ingar fögnuðu því þriggja stiga sigri, 94-91.Magni Hafsteinsson tekur frákast í baráttunni við Sæmund Valdimarsson.Vísir/StefánHelgi Már átti magnaðan leik í liði KR og steig upp þegar mest á reyndi. Hann skoraði 27 stig og tók sjö fráköst. Pavel átti sömuleiðis góðan leik (16-11-9-4 stolnir boltar) og Demond Watt Jr. var sterkur, sérstaklega í þriðja leikhluta þegar félagar hans létu lítið að sér kveða. Watt endaði leikinn með 19 stig og 18 fráköst. Þá reyndist framlag Brynjars Þór Björnssonar þungt á metunum, en hann skoraði 15 stig, gaf fjórar stoðsendingar og var öruggur á vítalínunni. Hairston var atkvæðamestur Stjörnumanna með 24 stig, 14 fráköst, fjórar stoðsendingar, sex varin skot og þrjá stolna bolta. Fannar var öflugur í fyrri hálfleik og þá átti Jón Sverrisson góðan leik, en hann skoraði 11 stig og tók fjögur fráköst á þeim tæpu 15 mínútum sem hann spilaði. Shouse hefur hins vegar átt betri daga, þótt hann hefði tekið við sér undir lok leiksins. Hann lauk leik með 18 stig og sjö stoðsendingar, en tapaði boltanum hins vegar sjö sinnum. Leikurinn í kvöld var frábær skemmtun og lofar svo sannarlega góðu fyrir framhaldið.Pavel Ermolinskij: Þurftum að láta hlutina gerast og þeir gerðustPavel Ermolinskij átti góðan leik í liði KR og var að vonum sáttur eftir sigurinn nauma á Stjörnunni. "Þetta stóð tæpt. Þeir voru í mjög góðri stöðu fyrir síðasta fjórðung. En við breyttum leikskipulaginu svolítið hjá okkur og gáfum í. Við stoppuðum þá og beittum í raun sömu taktík á þá og þeir höfðu verið að gera á okkur - að stoppa þá í sporunum. Það gekk upp og svo var þetta leikur smáatriðanna; vítaskota, tapaðra bolta, sóknarfrákasta o.s.frv." KR var níu stigum undir að þriðja leikhluta loknum, en náðu að snúa taflinu sér í vil í þeim fjórða. "Manni fannst stefna í þetta í fyrri hálfleik, að þeir myndu ná að komast framúr, en við vorum ekki líkir sjálfum okkur. Það er í raun hægt að hrósa þeim fyrir það. Ég get ekki sagt að þetta hafi verið slæmur dagur hjá okkur, en þeir létu okkur gera hlutina öðruvísi en við viljum og það tók okkur smá tíma að átta okkur á því." "Í fjórða leikhluta hættum við að spá í þessum hlutum og vorum komnir með bakið upp að vegg. Við þurftum að láta hlutina gerast og þeir gerðust."Snorri Örn Arnaldsson: Margt sem við getum gert betur"Við hálfpartinn hentum þessu frá okkur. Við vorum yfir þegar lítið var eftir, en vörnin hélt ekki eins og við vildum," sagði Snorri Örn Arnaldsson, aðstoðarþjálfari Sjörnunnar, eftir tapið gegn KR í kvöld Fyrri hálfleikurinn var jafn, en Stjarnan tók völdin í þriðja leikhluta. "Við fórum að spila betur, spila okkar leik. Við vorum ekki að spila neinn spes leik í fyrri hálfleik. Við misstum Dag Kár (Jónsson) út af í öðrum leikhluta, þannig að við þurftum að finna smá jafnvægi. Við fundum það í þriðja leikhluta, fórum að frákasta betur og vörnin varð þéttari. Þá fór þetta að koma." "Við misstum síðan aðeins jafnvægið í fjórða leikhluta, fórum að hlaupa þegar við áttum ekki að hlaupa og leyfðum KR-ingum að ýta okkur út úr því sem við vildum gera. Það er margt sem við getum gert betur, en það er líka margt sem við tökum jákvætt úr þessum leik."KR-Stjarnan 94-91 (24-23, 14-14, 13-23, 28-19, 15-12)KR: Helgi Már Magnússon 27/7 fráköst, Demond Watt Jr. 19/18 fráköst/3 varin skot, Pavel Ermolinskij 16/11 fráköst/9 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 15, Martin Hermannsson 11, Darri Hilmarsson 6.Stjarnan: Matthew James Hairston 24/14 fráköst/6 varin skot, Justin Shouse 18/7 stoðsendingar, Fannar Freyr Helgason 14/6 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Sverrisson 11/4 fráköst, Marvin Valdimarsson 9/5 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 8, Björn Steinar Brynjólfsson 3/5 fráköst, Dagur Kár Jónsson 2, Sæmundur Valdimarsson 2.Leik lokið | 94-91 | Þriggja stiga skot Pavels geigar en KR tekur sóknarfrákastið. Brynjar setur tvö vítaskot niður. Shouse tekur boltann upp en þriggja stiga skot hans misferst. KR vinnur sigur í mögnuðum körfuboltaleik.45. mín | 92-91| Sæmundur minnkar muninn niður í eitt stig. Finnur tekur leikhlé. 35 sekúndur lifa leiks.45. mín | 92-89| Pavel setur tvö vítaskot niður, Shouse neglir niður þristi og KR tapar svo boltanum. Tæp mínúta eftir. Martin hefur lokið leik.44. mín | 90-86 | Pavel eykur muninn í fjögur stig af vítalínunni. Seinna skotið geigar, en Watt tekur sitt 18. frákast og Martin skorar í kjölfarið. Shouse svarar með körfu.42. mín | 85-81| Stjarnan tapar boltanum og Helgi fer í hraðaupphlaup og skorar. Sá hefur reynst dýrmætur hér í kvöld. Helgi er kominn með 27 stig og sjö fráköst. Teitur tekur leikhlé.42. mín | 83-81| Hairston skorar fyrstu stig framlengingarinnar af vítalínunni en Helgi jafnar og kemur KR svo yfir.Leik lokið | 79-79 | Þetta var hættulega spennandi. Brynjar fór strax í þrist sem geigaði. Pavel tók sóknarfrákastið og boltinn barst á Helga sem jafnaði leikinn með þriggja stiga skoti. Framlenging framundan.40. mín | 76-79| Darri sendir Hairston á vítalínuna. Sá bandaríski sýnir stáltaugar og setur bæði vítaskotin niður. Þriggja stiga munur. 17 sekúndur eftir. Darri er kominn með fimm villur. Fara KR-ingar í þrist?40. mín | 76-77 | Ruðningur dæmdur á Martin. Stór dómur, en líklega réttur. Leikhlé. 18 sekúndur eftir.40. mín |76-77| Shouse jafnar leikinn og kemur Stjörnunni yfir af vítalínunni. Finnur Freyr Stefánsson tekur leikhlé. 26 sekúndur eftir.40. mín | 76-75 | Marvin brýtur á Brynjari og hefur lokið leik. Brynjar setur bæði vítin niður. Sigurður Dagur minnkar muninn jafnharðan. Leikhlé. Stjarnan á boltann eftir það. 28 sekúndur lifa leiks.39. mín | 74-73 | Martin setur tvö vítaskot niður og kemur KR yfir. Fannar er kominn með fimm villur og leikur ekki meir í kvöld.38. mín | 72-73| Það rignir þristum hér í DHL-höllinni. Sigurður Dagur, Brynjar og Justin Shouse setja allir niður þriggja stiga skot á stuttum tíma.37. mín | 69-67| Martin kom KR þremur stigum yfir, en Jón Sverrisson svaraði með fallegu stökkskoti - spjaldið og niður. Í næstu sókn KR brýtur hann á Martin og hefur þar með lokið leik í kvöld. KR er komið í bónus. Martin setur annað vítið niður.36. mín | 66-65| Ég skal segja ykkur það, KR er komið yfir. Pavel skoraði körfu góða og setti svo vítaskotið niður. Justin Shouse þarf að stíga upp fyrir gestina. Hann er aðeins með sjö stig, auk sex stoðsendinga.35. mín | 63-65 | Marvin skorar eftir enn eitt sóknarfrákastið hjá Stjörnunni. Darri svarar með tveimur vítaskotum. Marvin og Jón Sverrisson eru komnir með fjórar villur hjá Stjörnunni.33. mín | 61-63| Ótrúlegur kafli; Darri minnkaði muninn í tvö stig, Hairston setti þrist í næstu sókn og Brynjar Þór svaraði svo með öðrum slíkum.32. mín | 54-60| Helgi minnkar muninn í sex stig og KR-ingar vinna boltann.Þriðja leikhluta lokið | 51-60| Björn Steinar setur niður þrist úr hægra horninu, en Brynjar svarar með tveimur vítaskotum. Martin, Brynjar og Darri hafa skorað 11 stig, - samtals. Það er ekki mikið. Watt var sá eini sem var með meðvitund í sókninni hjá KR í leikhlutanum.29. mín | 47-57 | Marvin setur niður þrist, sinn fyrsta í leiknum. Hann hefur verið rólegur í kvöld. Hairston bætir tveimur stigum við af vítalínunni. Tíu stiga munur!28. mín | 46-52 | Helgi á vítalínunni. Jón Sverrisson er kominn inn á og byrjaði á því að skora. Hann hefur nýtt þau færi sem hann hefur fengið undir körfunni mjög vel.27. mín | 44-50 | Hairston kemur Stjörnunni sex stigum yfir á ný. Hann hefur byrjað hálfleikinn mjög vel. KR-ingar verða að frákasta betur, en Stjörnumenn hafa tekið hvert sóknarfrákastið á fætur öðru hér í upphafi seinni hálfleiks.25. mín | 40-46 | Sigurður Dagur Sturluson neglir niður þristi og kemur gestunum sex stigum yfir. KR-ingar eru ekki vaknaðir. Finnur tekur leikhlé.22. mín | 38-41 | Hairston skorar fyrstu stig hálfleiksins og Fannar bætir tveimur stigum við.Seinni hálfleikur hafinn | 38-37 | Martin er enn á bekknum hjá KR.Fyrri hálfleik lokið | 38-37 | Lokaskot Björns Steinars Brynjólfssonar geigar og KR-ingar hafa eins stig forystu í hálfleik. Helgi Már er stigahæstur KR-inga með 12 stig og Watt er kominn með níu stig auk sex frákasta. Pavel er með 8/4/4 línu, en er hins vegar búinn að tapa fjórum boltum. Fannar er stigahæstur gestanna með tólf stig, en Shouse og Jón Sverrisson koma næstir með sjö stig hvor. Þriggja stiga nýting Stjörnunnar afleit, eða aðeins 23%, á móti 42% hjá KR.19. mín | 38-37| Fjögur stig í röð frá Jóni Sverrissyni og munurinn er kominn niður í eitt stig. Stjarnan tekur leikhlé.18. mín| 38-33| Watt ver skot frá Shouse við mikinn fögnuð stuðningsmanna KR. Martin Hermannsson situr á bekknum þessa stundina, en hann er kominn með þrjár villur.17. mín | 38-30 | Það hlaut að koma að því! segir vallarþulurinn þegar Brynjar Þór skorar sína fyrstu þriggja stiga körfu. Watt eykur svo muninn í átta stig. Hairston er ekki með sókninni hjá Stjörnunni.15. mín | 33-30| Leikhlé. Þriggja stiga munur. Frákastabaráttan er jöfn, 12-12. KR-ingar hafa tekið fimm sóknarfráköst. Stjarnan verður að fá fleiri stig frá Hairston, hann er aðeins kominn með tvö stig, auk sex frákasta.12. mín | 29-28| Dagur Kár er studdur af velli eftir að hafa lent í samstuði við Brynjar Þór Björnsson. Marvin minnkaði muninn áður í eitt stig eftir sendingu frá Fannari.11. mín | 29-26 | KR-ingar skora fjögur fyrstu stig leikhlutans, en Jón Sverrisson skorar körfu góða og setur svo vítaskotið niður.Fyrsta leikhluta lokið | 24-23 | Fannar skoraði síðustu stig leikhlutans af vítalínunni. Hann er stigahæstur Garðbæinga með tíu stig. Shouse kemur næstur með sjö stig. Pavel er kominn með flest stig heimamanna, eða átta talsins. Watt er kominn með sjö stig og fjögur fráköst.9. mín | 24-19 | Pavel kom KR átta stigum yfir, en Fannar minnkaði muninn jafnharðan niður í fimm stig með sínum öðrum þristi.8. mín | 20-16 | Watt tók sóknarfrákast og tróð af krafti. Shouse skoraði svo þriggja stiga körfu áður en Pavel setti sinn annan þrist niður.7. mín| 15-13 | Damond Watt Jr. skoraði körfu góða og bætir stigi við af vítalínunni.6. mín | 12-13| Helgi setur niður þrist og það sama gerir Fannar - spjaldið og ofan í.5. mín | 9-10 | Helgi Már Magnússon kom KR yfir, en Fannar Freyr Helgason svaraði með fallegri körfu.3. mín | 5-6 | Martin Hermannsson með frábær tilþrif og minnkar muninn í eitt stig. Darri Hilmarsson er kominn með tvær villur og situr nú á bekknum2. mín | 0-4 | Dagur Kár Jónsson skorar fyrstu stig leiksins af vítalínunni og Justin Shouse tvöfaldar forskotið.Fyrsti leikhluti hafinn | 0-0 | Þetta er komið af stað. Góða skemmtun!Fyrir leik: Það styttist í leik. Verið er að kynna liðin til leiks. Það var vel mætt í DHL-höllina.Fyrir leik: Björgvin Rúnarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson og Leifur S. Garðarson sjá um dómgæsluna í kvöld.Fyrir leik: Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, getur í kvöld orðið fyrstur til að vinna 100 leiki í úrslitakeppninni, bæði sem leikmaður og þjálfari. Sjá nánar: https://www.visir.is/teitur- getur-skrad-nafn-sitt-i-sogubaekurnar/article/2014704039949Fyrir leik: Líkt og KR-ingar gegn Snæfelli, þá hittu Stjörnumenn mjög vel í leikjunum gegn Keflavík, eða 53,9% úr tveggja stiga skotum og 44% úr þristum.Fyrir leik: Justin Shouse átti frábært einvígi gegn Keflavík. Hann skoraði 31 stig að meðaltali í leikjunum þremur, tók 3,7 fráköst, gaf 9,3 stoðsendingar, stal tveimur boltum, auk þess sem skotnýting hans var góð; 58,3% í tveggja stiga skotum og 48,3 í þristum. Marvin Valdimarsson átti einnig stórgott einvígi gegn Keflavík. Hann var með 18,7/8/2,3 línu og um 53% skotnýtingu, bæði úr tveggja og þriggja stiga skotum. Þá skoraði Matthew Hairston 11 stig að meðaltali í leik og tók tíu fráköst.Fyrir leik: Gengi Stjörnunnar í deildinni í vetur var misjafnt, en liðið sýndi mikinn styrk í einvíginu gegn Keflavík, liðinu sem endaði í öðru sæti deildarinnar. Stjarnan vann fyrsta leikinn í Keflavík 87-81, annan leikinn í Ásgarði 98-89 og kláraði svo dæmið í TM-höllinni með ævintýralegum eins stigs sigri, 94-93. Garðbæingar voru 14 stigum undir þegar um fimm mínútur voru lifðu leiks, en tókst á einhvern ótrúlegan hátt að snúa taflinu sér í vil og vinna leikinn. Marvin Valdimarsson skoraði sigurkörfuna þegar þrjár sekúndur voru eftir af leiknum.Fyrir leik: Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells og fyrrverandi þjálfari KR, bar mikið lof á KR eftir þriðja og síðasta leik liðanna í einvíginu: "Með allri virðingu fyrir okkur sjálfum vorum við að mæta langbesta liði landsins hér í kvöld. Þegar þú spilar á móti KR ertu ekkert að reyna að stoppa einn eða tvo leikmenn. Það er frábær boltahreyfing og menn tilbúnir að hjálpa hver öðrum. Allir leikmennirnir bera virðingu fyrir hver öðrum og spilamennskan er þannig að eina sem getur stoppað þá í vetur eru þeir sjálfir. Ég ber mikla virðingu fyrir því sem Finnur (Freyr Stefánsson, þjálfari KR) leikmennirnir hans eru búnir að gera hérna. Það er ekki auðvelt að vera með jafn marga góða leikmenn en þeir eru vel samstilltir og skilja sín hlutverk."Fyrir leik: KR-ingar hittu mjög vel í einvíginu gegn Snæfelli; 55,9% úr tveggja stiga skotum og 40% úr þriggja stiga skotum. Watt var sem áður segir með bestu tveggja stiga nýtinguna (81,5%), en Helgi Már Magnússon var með bestu nýtingu KR-inga úr þriggja stiga skotum, eða 52,6%.Fyrir leik: Martin Hermannsson var stigahæstur KR-inga í einvíginu gegn Snæfelli með 22,7 stig að meðaltali í leik. Bandaríkjamaðurinn Demond Watt Jr. kom næstur með 20 stig, en hann tók einnig 10,3 fráköst og skotnýting hans í einvíginu var lygileg, eða 81,5%. Pavel Ermolinskij var sömuleiðis öflugur í leikjunum gegn Snæfelli og var hársbreidd frá því að vera með þrefalda tvennu að meðatali í leik: 12,7 stig, 9,7 fráköst og 12,0 stoðsendingar.Fyrir leik: KR hefur verið nær ósigrandi í vetur og liðið hélt uppteknum hætti í einvíginu gegn Snæfelli í átta liða úrslitum. KR-ingar unnu fyrsta leikinn í Vesturbænum 98-76, annan leikinn í Stykkishólmi 99-85 og tryggðu sér svo sigurinn í einvíginu með 101-84 sigri í DHL-höllinni.Fyrir leik: Velkomin í beina lýsingu frá stórleik KR og Stjörnunnar í úrslitakeppni Domino's-deildarinnar. Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Sport Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira
KR vann sætan, en afar torsóttan þriggja stiga sigur á Stjörnunni í kvöld og tók þar með forystuna í einvígi liðanna í undanúrslitum Dominos deildarinnar. Lokatölur urðu 94-91, KR í vil. Stjarnan byrjaði leikinn betur og komst í 0-4, en KR-ingar tóku fljótt við sér. Þeir jöfnuðu og tóku svo á sprett seinni hluta leikhlutans. Helgi Már Magnússon og Pavel Ermolinskij settu niður góðar þriggja stiga körfur og sá síðarnefndi kom KR átta stigum yfir, 24-16, þegar ein og hálf mínúta var eftir af leikhlutanum. Stjörnumenn létu það þó ekki á sig fá og náðu að minnka muninn í eitt stig fyrir lok leikhlutans, ekki síst fyrir tilstuðlan fyrirliðans, Fannars Freys Helgasonar, sem skoraði tíu stig í fyrsta leikhluta. KR-ingar höfðu frumkvæðið í öðrum leikhluta og voru jafnan á undan að skora, en Stjarnan var aldrei fjarri. Alltaf þegar KR virtist vera að taka fram úr, þá eltu Stjörnumenn þá uppi. KR komst 38-30 yfir, en líkt og í fyrsta leikhluta áttu gestirnir góðan lokakafla og minnkuðu muninn í eitt stig eftir tvær körfur í röð frá Jóni Sverrissyni. Staðan í hálfleik var 38-37, KR í vil.Matthew Hairston hafði hægt um sig í fyrri hálfleik og að honum loknum var hann aðeins kominn með fimm stig og sjö fráköst. Hann vaknaði hins vegar til lífsins í byrjun seinni hálfleiks og skoraði hvert stigið á fætur öðru.Junior Hairston spilaði mjög vel í kvöld en hér rífur hann niður frákast.Vísir/StefánKR-ingar virtust vankaðir í byrjun seinni hálfleiks - töpuðu boltanum klaufalega og fráköstuðu illa - og Stjarnan náði góðum tökum á leiknum. Garðbæingar unnu þriðja leikhlutann með tíu stigum og leiddu, 51-60, að honum loknum. KR-ingar tóku hins vegar við sér í fjórða leikhluta og náðu að jafna um miðbik hans. Liðin héldust svo í hendur á lokamínútunum sem voru æsispennandi. Liðin skiptust á forystunni, en þegar 18 sekúndur voru eftir kom Hairston Stjörnunni þremur stigum yfir, 76-79, og sigurinn virtist í höfn. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR tók þá leikhlé og fór yfir málin með sínum mönnum. Að leikhléinu loknu tók Brynjar Þór Björnsson snöggt þriggja stiga skot sem geigaði. Pavel tók hins vegar sóknarfrákastið, boltinn barst á Martin Hermannsson sem sendi hann á Helga Má sem jafnaði leikinn með glæsilegri þriggja stiga körfu. Staðan var 79-79 að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. KR-ingar reyndust sterkari í framlengingunni, enda höfðu stór skörð verið höggvin í lið Stjörnunnar. Dagur Kár Jónsson lék ekkert í seinni hálfleik sökum meiðsla og þá fengu Jón Sverrisson, Fannar og Marvin Valdimarsson allir sína fimmtu villu í fjórða leikhluta. Stjörnumenn héngu þó í skottinu á KR allt til loka og fengu möguleika til að jafna leikinn og knýja fram aðra framlengingu. Lokaskot Justins Shouse misfórst hins vegar og KR-ingar fögnuðu því þriggja stiga sigri, 94-91.Magni Hafsteinsson tekur frákast í baráttunni við Sæmund Valdimarsson.Vísir/StefánHelgi Már átti magnaðan leik í liði KR og steig upp þegar mest á reyndi. Hann skoraði 27 stig og tók sjö fráköst. Pavel átti sömuleiðis góðan leik (16-11-9-4 stolnir boltar) og Demond Watt Jr. var sterkur, sérstaklega í þriðja leikhluta þegar félagar hans létu lítið að sér kveða. Watt endaði leikinn með 19 stig og 18 fráköst. Þá reyndist framlag Brynjars Þór Björnssonar þungt á metunum, en hann skoraði 15 stig, gaf fjórar stoðsendingar og var öruggur á vítalínunni. Hairston var atkvæðamestur Stjörnumanna með 24 stig, 14 fráköst, fjórar stoðsendingar, sex varin skot og þrjá stolna bolta. Fannar var öflugur í fyrri hálfleik og þá átti Jón Sverrisson góðan leik, en hann skoraði 11 stig og tók fjögur fráköst á þeim tæpu 15 mínútum sem hann spilaði. Shouse hefur hins vegar átt betri daga, þótt hann hefði tekið við sér undir lok leiksins. Hann lauk leik með 18 stig og sjö stoðsendingar, en tapaði boltanum hins vegar sjö sinnum. Leikurinn í kvöld var frábær skemmtun og lofar svo sannarlega góðu fyrir framhaldið.Pavel Ermolinskij: Þurftum að láta hlutina gerast og þeir gerðustPavel Ermolinskij átti góðan leik í liði KR og var að vonum sáttur eftir sigurinn nauma á Stjörnunni. "Þetta stóð tæpt. Þeir voru í mjög góðri stöðu fyrir síðasta fjórðung. En við breyttum leikskipulaginu svolítið hjá okkur og gáfum í. Við stoppuðum þá og beittum í raun sömu taktík á þá og þeir höfðu verið að gera á okkur - að stoppa þá í sporunum. Það gekk upp og svo var þetta leikur smáatriðanna; vítaskota, tapaðra bolta, sóknarfrákasta o.s.frv." KR var níu stigum undir að þriðja leikhluta loknum, en náðu að snúa taflinu sér í vil í þeim fjórða. "Manni fannst stefna í þetta í fyrri hálfleik, að þeir myndu ná að komast framúr, en við vorum ekki líkir sjálfum okkur. Það er í raun hægt að hrósa þeim fyrir það. Ég get ekki sagt að þetta hafi verið slæmur dagur hjá okkur, en þeir létu okkur gera hlutina öðruvísi en við viljum og það tók okkur smá tíma að átta okkur á því." "Í fjórða leikhluta hættum við að spá í þessum hlutum og vorum komnir með bakið upp að vegg. Við þurftum að láta hlutina gerast og þeir gerðust."Snorri Örn Arnaldsson: Margt sem við getum gert betur"Við hálfpartinn hentum þessu frá okkur. Við vorum yfir þegar lítið var eftir, en vörnin hélt ekki eins og við vildum," sagði Snorri Örn Arnaldsson, aðstoðarþjálfari Sjörnunnar, eftir tapið gegn KR í kvöld Fyrri hálfleikurinn var jafn, en Stjarnan tók völdin í þriðja leikhluta. "Við fórum að spila betur, spila okkar leik. Við vorum ekki að spila neinn spes leik í fyrri hálfleik. Við misstum Dag Kár (Jónsson) út af í öðrum leikhluta, þannig að við þurftum að finna smá jafnvægi. Við fundum það í þriðja leikhluta, fórum að frákasta betur og vörnin varð þéttari. Þá fór þetta að koma." "Við misstum síðan aðeins jafnvægið í fjórða leikhluta, fórum að hlaupa þegar við áttum ekki að hlaupa og leyfðum KR-ingum að ýta okkur út úr því sem við vildum gera. Það er margt sem við getum gert betur, en það er líka margt sem við tökum jákvætt úr þessum leik."KR-Stjarnan 94-91 (24-23, 14-14, 13-23, 28-19, 15-12)KR: Helgi Már Magnússon 27/7 fráköst, Demond Watt Jr. 19/18 fráköst/3 varin skot, Pavel Ermolinskij 16/11 fráköst/9 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 15, Martin Hermannsson 11, Darri Hilmarsson 6.Stjarnan: Matthew James Hairston 24/14 fráköst/6 varin skot, Justin Shouse 18/7 stoðsendingar, Fannar Freyr Helgason 14/6 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Sverrisson 11/4 fráköst, Marvin Valdimarsson 9/5 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 8, Björn Steinar Brynjólfsson 3/5 fráköst, Dagur Kár Jónsson 2, Sæmundur Valdimarsson 2.Leik lokið | 94-91 | Þriggja stiga skot Pavels geigar en KR tekur sóknarfrákastið. Brynjar setur tvö vítaskot niður. Shouse tekur boltann upp en þriggja stiga skot hans misferst. KR vinnur sigur í mögnuðum körfuboltaleik.45. mín | 92-91| Sæmundur minnkar muninn niður í eitt stig. Finnur tekur leikhlé. 35 sekúndur lifa leiks.45. mín | 92-89| Pavel setur tvö vítaskot niður, Shouse neglir niður þristi og KR tapar svo boltanum. Tæp mínúta eftir. Martin hefur lokið leik.44. mín | 90-86 | Pavel eykur muninn í fjögur stig af vítalínunni. Seinna skotið geigar, en Watt tekur sitt 18. frákast og Martin skorar í kjölfarið. Shouse svarar með körfu.42. mín | 85-81| Stjarnan tapar boltanum og Helgi fer í hraðaupphlaup og skorar. Sá hefur reynst dýrmætur hér í kvöld. Helgi er kominn með 27 stig og sjö fráköst. Teitur tekur leikhlé.42. mín | 83-81| Hairston skorar fyrstu stig framlengingarinnar af vítalínunni en Helgi jafnar og kemur KR svo yfir.Leik lokið | 79-79 | Þetta var hættulega spennandi. Brynjar fór strax í þrist sem geigaði. Pavel tók sóknarfrákastið og boltinn barst á Helga sem jafnaði leikinn með þriggja stiga skoti. Framlenging framundan.40. mín | 76-79| Darri sendir Hairston á vítalínuna. Sá bandaríski sýnir stáltaugar og setur bæði vítaskotin niður. Þriggja stiga munur. 17 sekúndur eftir. Darri er kominn með fimm villur. Fara KR-ingar í þrist?40. mín | 76-77 | Ruðningur dæmdur á Martin. Stór dómur, en líklega réttur. Leikhlé. 18 sekúndur eftir.40. mín |76-77| Shouse jafnar leikinn og kemur Stjörnunni yfir af vítalínunni. Finnur Freyr Stefánsson tekur leikhlé. 26 sekúndur eftir.40. mín | 76-75 | Marvin brýtur á Brynjari og hefur lokið leik. Brynjar setur bæði vítin niður. Sigurður Dagur minnkar muninn jafnharðan. Leikhlé. Stjarnan á boltann eftir það. 28 sekúndur lifa leiks.39. mín | 74-73 | Martin setur tvö vítaskot niður og kemur KR yfir. Fannar er kominn með fimm villur og leikur ekki meir í kvöld.38. mín | 72-73| Það rignir þristum hér í DHL-höllinni. Sigurður Dagur, Brynjar og Justin Shouse setja allir niður þriggja stiga skot á stuttum tíma.37. mín | 69-67| Martin kom KR þremur stigum yfir, en Jón Sverrisson svaraði með fallegu stökkskoti - spjaldið og niður. Í næstu sókn KR brýtur hann á Martin og hefur þar með lokið leik í kvöld. KR er komið í bónus. Martin setur annað vítið niður.36. mín | 66-65| Ég skal segja ykkur það, KR er komið yfir. Pavel skoraði körfu góða og setti svo vítaskotið niður. Justin Shouse þarf að stíga upp fyrir gestina. Hann er aðeins með sjö stig, auk sex stoðsendinga.35. mín | 63-65 | Marvin skorar eftir enn eitt sóknarfrákastið hjá Stjörnunni. Darri svarar með tveimur vítaskotum. Marvin og Jón Sverrisson eru komnir með fjórar villur hjá Stjörnunni.33. mín | 61-63| Ótrúlegur kafli; Darri minnkaði muninn í tvö stig, Hairston setti þrist í næstu sókn og Brynjar Þór svaraði svo með öðrum slíkum.32. mín | 54-60| Helgi minnkar muninn í sex stig og KR-ingar vinna boltann.Þriðja leikhluta lokið | 51-60| Björn Steinar setur niður þrist úr hægra horninu, en Brynjar svarar með tveimur vítaskotum. Martin, Brynjar og Darri hafa skorað 11 stig, - samtals. Það er ekki mikið. Watt var sá eini sem var með meðvitund í sókninni hjá KR í leikhlutanum.29. mín | 47-57 | Marvin setur niður þrist, sinn fyrsta í leiknum. Hann hefur verið rólegur í kvöld. Hairston bætir tveimur stigum við af vítalínunni. Tíu stiga munur!28. mín | 46-52 | Helgi á vítalínunni. Jón Sverrisson er kominn inn á og byrjaði á því að skora. Hann hefur nýtt þau færi sem hann hefur fengið undir körfunni mjög vel.27. mín | 44-50 | Hairston kemur Stjörnunni sex stigum yfir á ný. Hann hefur byrjað hálfleikinn mjög vel. KR-ingar verða að frákasta betur, en Stjörnumenn hafa tekið hvert sóknarfrákastið á fætur öðru hér í upphafi seinni hálfleiks.25. mín | 40-46 | Sigurður Dagur Sturluson neglir niður þristi og kemur gestunum sex stigum yfir. KR-ingar eru ekki vaknaðir. Finnur tekur leikhlé.22. mín | 38-41 | Hairston skorar fyrstu stig hálfleiksins og Fannar bætir tveimur stigum við.Seinni hálfleikur hafinn | 38-37 | Martin er enn á bekknum hjá KR.Fyrri hálfleik lokið | 38-37 | Lokaskot Björns Steinars Brynjólfssonar geigar og KR-ingar hafa eins stig forystu í hálfleik. Helgi Már er stigahæstur KR-inga með 12 stig og Watt er kominn með níu stig auk sex frákasta. Pavel er með 8/4/4 línu, en er hins vegar búinn að tapa fjórum boltum. Fannar er stigahæstur gestanna með tólf stig, en Shouse og Jón Sverrisson koma næstir með sjö stig hvor. Þriggja stiga nýting Stjörnunnar afleit, eða aðeins 23%, á móti 42% hjá KR.19. mín | 38-37| Fjögur stig í röð frá Jóni Sverrissyni og munurinn er kominn niður í eitt stig. Stjarnan tekur leikhlé.18. mín| 38-33| Watt ver skot frá Shouse við mikinn fögnuð stuðningsmanna KR. Martin Hermannsson situr á bekknum þessa stundina, en hann er kominn með þrjár villur.17. mín | 38-30 | Það hlaut að koma að því! segir vallarþulurinn þegar Brynjar Þór skorar sína fyrstu þriggja stiga körfu. Watt eykur svo muninn í átta stig. Hairston er ekki með sókninni hjá Stjörnunni.15. mín | 33-30| Leikhlé. Þriggja stiga munur. Frákastabaráttan er jöfn, 12-12. KR-ingar hafa tekið fimm sóknarfráköst. Stjarnan verður að fá fleiri stig frá Hairston, hann er aðeins kominn með tvö stig, auk sex frákasta.12. mín | 29-28| Dagur Kár er studdur af velli eftir að hafa lent í samstuði við Brynjar Þór Björnsson. Marvin minnkaði muninn áður í eitt stig eftir sendingu frá Fannari.11. mín | 29-26 | KR-ingar skora fjögur fyrstu stig leikhlutans, en Jón Sverrisson skorar körfu góða og setur svo vítaskotið niður.Fyrsta leikhluta lokið | 24-23 | Fannar skoraði síðustu stig leikhlutans af vítalínunni. Hann er stigahæstur Garðbæinga með tíu stig. Shouse kemur næstur með sjö stig. Pavel er kominn með flest stig heimamanna, eða átta talsins. Watt er kominn með sjö stig og fjögur fráköst.9. mín | 24-19 | Pavel kom KR átta stigum yfir, en Fannar minnkaði muninn jafnharðan niður í fimm stig með sínum öðrum þristi.8. mín | 20-16 | Watt tók sóknarfrákast og tróð af krafti. Shouse skoraði svo þriggja stiga körfu áður en Pavel setti sinn annan þrist niður.7. mín| 15-13 | Damond Watt Jr. skoraði körfu góða og bætir stigi við af vítalínunni.6. mín | 12-13| Helgi setur niður þrist og það sama gerir Fannar - spjaldið og ofan í.5. mín | 9-10 | Helgi Már Magnússon kom KR yfir, en Fannar Freyr Helgason svaraði með fallegri körfu.3. mín | 5-6 | Martin Hermannsson með frábær tilþrif og minnkar muninn í eitt stig. Darri Hilmarsson er kominn með tvær villur og situr nú á bekknum2. mín | 0-4 | Dagur Kár Jónsson skorar fyrstu stig leiksins af vítalínunni og Justin Shouse tvöfaldar forskotið.Fyrsti leikhluti hafinn | 0-0 | Þetta er komið af stað. Góða skemmtun!Fyrir leik: Það styttist í leik. Verið er að kynna liðin til leiks. Það var vel mætt í DHL-höllina.Fyrir leik: Björgvin Rúnarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson og Leifur S. Garðarson sjá um dómgæsluna í kvöld.Fyrir leik: Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, getur í kvöld orðið fyrstur til að vinna 100 leiki í úrslitakeppninni, bæði sem leikmaður og þjálfari. Sjá nánar: https://www.visir.is/teitur- getur-skrad-nafn-sitt-i-sogubaekurnar/article/2014704039949Fyrir leik: Líkt og KR-ingar gegn Snæfelli, þá hittu Stjörnumenn mjög vel í leikjunum gegn Keflavík, eða 53,9% úr tveggja stiga skotum og 44% úr þristum.Fyrir leik: Justin Shouse átti frábært einvígi gegn Keflavík. Hann skoraði 31 stig að meðaltali í leikjunum þremur, tók 3,7 fráköst, gaf 9,3 stoðsendingar, stal tveimur boltum, auk þess sem skotnýting hans var góð; 58,3% í tveggja stiga skotum og 48,3 í þristum. Marvin Valdimarsson átti einnig stórgott einvígi gegn Keflavík. Hann var með 18,7/8/2,3 línu og um 53% skotnýtingu, bæði úr tveggja og þriggja stiga skotum. Þá skoraði Matthew Hairston 11 stig að meðaltali í leik og tók tíu fráköst.Fyrir leik: Gengi Stjörnunnar í deildinni í vetur var misjafnt, en liðið sýndi mikinn styrk í einvíginu gegn Keflavík, liðinu sem endaði í öðru sæti deildarinnar. Stjarnan vann fyrsta leikinn í Keflavík 87-81, annan leikinn í Ásgarði 98-89 og kláraði svo dæmið í TM-höllinni með ævintýralegum eins stigs sigri, 94-93. Garðbæingar voru 14 stigum undir þegar um fimm mínútur voru lifðu leiks, en tókst á einhvern ótrúlegan hátt að snúa taflinu sér í vil og vinna leikinn. Marvin Valdimarsson skoraði sigurkörfuna þegar þrjár sekúndur voru eftir af leiknum.Fyrir leik: Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells og fyrrverandi þjálfari KR, bar mikið lof á KR eftir þriðja og síðasta leik liðanna í einvíginu: "Með allri virðingu fyrir okkur sjálfum vorum við að mæta langbesta liði landsins hér í kvöld. Þegar þú spilar á móti KR ertu ekkert að reyna að stoppa einn eða tvo leikmenn. Það er frábær boltahreyfing og menn tilbúnir að hjálpa hver öðrum. Allir leikmennirnir bera virðingu fyrir hver öðrum og spilamennskan er þannig að eina sem getur stoppað þá í vetur eru þeir sjálfir. Ég ber mikla virðingu fyrir því sem Finnur (Freyr Stefánsson, þjálfari KR) leikmennirnir hans eru búnir að gera hérna. Það er ekki auðvelt að vera með jafn marga góða leikmenn en þeir eru vel samstilltir og skilja sín hlutverk."Fyrir leik: KR-ingar hittu mjög vel í einvíginu gegn Snæfelli; 55,9% úr tveggja stiga skotum og 40% úr þriggja stiga skotum. Watt var sem áður segir með bestu tveggja stiga nýtinguna (81,5%), en Helgi Már Magnússon var með bestu nýtingu KR-inga úr þriggja stiga skotum, eða 52,6%.Fyrir leik: Martin Hermannsson var stigahæstur KR-inga í einvíginu gegn Snæfelli með 22,7 stig að meðaltali í leik. Bandaríkjamaðurinn Demond Watt Jr. kom næstur með 20 stig, en hann tók einnig 10,3 fráköst og skotnýting hans í einvíginu var lygileg, eða 81,5%. Pavel Ermolinskij var sömuleiðis öflugur í leikjunum gegn Snæfelli og var hársbreidd frá því að vera með þrefalda tvennu að meðatali í leik: 12,7 stig, 9,7 fráköst og 12,0 stoðsendingar.Fyrir leik: KR hefur verið nær ósigrandi í vetur og liðið hélt uppteknum hætti í einvíginu gegn Snæfelli í átta liða úrslitum. KR-ingar unnu fyrsta leikinn í Vesturbænum 98-76, annan leikinn í Stykkishólmi 99-85 og tryggðu sér svo sigurinn í einvíginu með 101-84 sigri í DHL-höllinni.Fyrir leik: Velkomin í beina lýsingu frá stórleik KR og Stjörnunnar í úrslitakeppni Domino's-deildarinnar.
Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Sport Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira