Körfubolti

Spænskur þjálfari á Krókinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Stefán
Israel Martin hefur gert þriggja ára samning við körfuknattleiksdeild Tindastóls og mun stýra liðinu í Domino's-deild karla á næsta tímabili.

Tindastóll staldraði stutt við í 1. deildinni og vann sér sæti í deild þeirra bestu nú í vor.

Martin hefur starfað við þjálfun á Spáni undanfarin fjórtán ár, þar af í sjö hjá Tenerife sem komst til að mynda upp í spænsku úrvalsdeildina. Í vetur starfaði hann í Kosovo þar sem hann náði góðum árangri með liði Trepca.

Hann mun einnig þjálfa drengja- og unglingaflokk félagsins en Martin gerði þriggja ára samning við Tindastól.

Martin tekur við þjálfun Tindastóls af Bárði Eyþórssyni sem lét af störfum eftir tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×